Viðtal: Jónbjörn í Pink Street Boys

Hljómsveitin Pink Street Boys sendu okkur upphafslagið af væntanlegri plötu á dögunum. Lagið heitir Blastoff og verður á plötunni Smells Like Boys sem kemur út hjá Tólf Tónum í haust. Í tilefni þess sendum við nokkrar tónlista tengdar spurningar á Jónbjörn Birgisson gítarleikara sveitarinnar.

 

Segðu okkur aðeins frá nýja laginu ykkar Blastoff?

Okkur langaði til þess að gera einfalt sprengjulag. Textinn er jafn heilalaus og lagið.

Hvað er það besta við að vera tónlistarmaður?

Að hitta aðra tónlistamenn sem eru á svipaðri bylgjulengd.

En versta?
Að þurfa að heyra allt ruslið sem er í gangi í dag.

Hvaða tónlistarmann/hljómsveit myndiru mest vilja hita upp fyrir?
John Fogerty eða GG Allin

Hvað er besta tónlist sem þú hefur uppgötvað á árinu?
Nýja platan frá Sick Thougts

The Suaves
Child Molesters
Wet Ones

Hvað er uppáhalds kvikmyndatónskáldið þitt/uppáhalds tónlist í bíómynd?
Uppáhalds soundtrackið mitt er úr myndinni Gummo. The Warriors í öðru sæti.

Hvað er besta tónlistarkvikmynd sem þú hefur séð?
Grand Theft Parsons, frekar slöpp mynd en geggjuð músík.

Hvað er uppáhalds tímabilið þitt í tónlistarsögunni (og af hverju?)
’66 til ’76 þá varð allt virkilega hrátt. Menn voru að átta sig á distorition gíturum og það er enn smá country í rokkinu.

Hvað er 5 mest spiluðu lögin og í iTunes-inu þinu/ Spotify?
Flying Burrito Brothers – Sin City

The Stereo Shoestring – On the Road South

Fire – Flames (Fuzzaðasta lag sem samið hefur verið)

The Gizmos – Muff Divin’

The Tammys – Part of Growing Up

En plötur?
The Byrds – Sweetheart of the Rodeo
Sick Thoughts – Songs about people you hate
Electric Eels – Die Electric Eels

Hvað eru bestu tónleikar sem þú hefur séð nýlega (undanfarið ca. ár)?

Andy California í Boston. Kolruglaður Boston rokkari sem ber enga virðingu fyrir gítarnum sínum. Henti honum út um allt og tók sóló með því að stappa á honum.
Skelkur í Bringu voru líka frábær en ég man ekki hvar. Örugglega niðrí bæ

Uppáhalds plötuumslag?
The Moonhearts – st (2010)

Hvaða tónlistarmönnum lífs eða liðnum værirðu helst til í að taka jam-session með?
Væri til í að þýða lag með Ómari Ragnarsyni, fá svo Link Wray til að tromma á meðan ég og Dick Dale gítar bötlum.

Uppáhalds plötubúð í heiminum?
Fór í Amoeba í San Fransisco í Janúar. Þeir áttu allt ALLT sem ég var að leita að.
Besta kaffið er samt í 12 Tónum.

Ef þú gætir unnið með hvaða upptökustjóra sem er, hver myndi það vera?
Treysti ekki upptökustjórum. Gera þetta bara sjálfur.

Hvaða plata fer á á rúntinum?
Bestof CCR. Ef hann er of rispaður þá bara góðan mix disk frá Axeli Gítarleikara.

Hvað var síðasta tónlist sem þú keyptir?
Fór í einhverja úthverfisbúllu plötubúð í Boston. Þar keypti ég mér Electric Eels, Hasil Adkins og Zero Boys. Keypti líka allt af Andy California.

Hvað er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í á tónleikum?
Ekki neyðarlegt fyrir mig en það fékk maður flogakast útaf skjávarpashowinu okkar einusinni. Það var hresst.

Hvað lætur þú á fóninn í fyrirpartínu á laugardagskvöldi?
Get ekki farið út úr húsi nema að ég hlusti á Born To Lose með The Heartbreakers. Annað sem klikkar ekki er Moonhearts með lagið I Hate Myself  og ef ég er að fara niðrí bæ, sem gerist ekki oft, þá er það The Freeze – I Hate Tourists

Enn í eftirpartínu?
Klaus Weiss Rhythm & Sounds – Survivor á repeat þangað til að allir fara heim og ég get farið að sofa.

Uppáhalds tónlistarhátíð?
Engin

Eitthvað að lokum?
Já, Rock off!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *