Straumur 20. apríl 2015

Í Straumi í kvöld verður kynnt nýtt efni frá listamönnum og hljómsveitum á borð við Unknown Mortal Orchestra, Crystal Castles, Built To Spill, Eternal Summers, Courtney Barnett og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 20 apríl 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Like Acid Rain – Unknown Mortal Orchestra
2) Can’t Keep Checking My Phone – Unknown Mortal Orchestra
3) Ur Life One Night – Unknown Mortal Orchestra
4) Frail – Crystal Castles
5) 1 2 3 4 – Samantha Urbani
6) Fast Lane – Rationale
7) Oban (Todd Terje Remix) – Jaga Jazzist
8) Okaga, CA – Tyler, The Creator
9) Forgiveness – Made In Heights
10) Never Be The Same – Built To Spill
11) Another Day – Built To spill
12) My Dead Girl – Speedy Ortiz
13) Together Or Alone – Eternal Summers
14) Close Watch (John Cale Cover) – Courtney Barnett

Tónleikahelgin 16.-18. apríl

Fimmtudagur 16. apríl

 

Mr. Silla og Kriki spila á Húrra, tónleikarnir hefjast 21:00 og aðgangseyrir er 1500 krónur.

 

Mankan kemur fram á rafspunatónleikum í Mengi. Mankan er verkefni Guðmundar Vignis Karlssona (Kippi Kaninus) og Tómas Manoury en þeir stíga decibiladans þar sem áferð og eiginleikar hljóða og myndefnis er kannað í rauntíma og í samtali milli tveggja heila sem eru harðvíraðir til verksins.

 

 

Föstudagur 17. apríl

 

Just Another Snake Cult og russian.girls koma fram í kjallaranum á Paloma. Miðaverð er 1000 krónur og tónleikarnir byrja 21:45.

 

Nemendur Tónlistarskóla FÍH undir stjórn Eyþórs Gunnarssonar flytja lög tónlistarsnillingsins Stevie Wonder í hátíðarsal skólans að Rauðagerði 27. Tónleikarnir byrja á slaginu 20:00 og hægt er að kaupa miða við hurð á 1500 krónur.

 

Laugardagur 18. apríl

 

Hinn síungi Babies flokkur stendur fyrir balli á Húrra og byrja að telja í um 22:00 og aðgangur er ókeypis.

 

Þungarokksveitin momentum fagnar útgáfu plötu sinnar, ‘The Freak is Alive’, með tónleikum á Gauknum. Einnig koma fram Oni, Future Figment og hin norska Yuma Sun. Aðgangseyrir er 1000 krónur og tónleikarnir byrja 21:00.

 

Á þessum degir er alþjóðlegi plötubúðardagurinn og í tilefni af honum er vegleg dagskrá í Lucky Records:

 

11.00 – 13.00 Mike D.J. Set

 

13.00 – 13.45 Skúli Mennski Live

 

14.00 – 15.00 Extreme Chill D.J Set

 

15.00 – 16.00 Futuregrapher Live

 

16.00 – 17.00 Hermigervill D.J. Set

 

17.00 – 18.30 Housekell D.J. Set

 

18.30 – 19.15 Pink Street Boys Live

 

19.15 – 21.00 Robot Disco D.J. Set

 

Nemendur Tónlistarskóla FÍH undir stjórn Eyþórs Gunnarssonar flytja lög tónlistarsnillingsins Stevie Wonder í hátíðarsal skólans að Rauðagerði 27. Tónleikarnir byrja á slaginu 17:00 og hægt er að kaupa miða við hurð á 1500 krónur.

Straumur 13. apríl 2015

Í Straumi í kvöld heyrist nýtt efni frá Ratatat, Tame Impala, Fred Thomas, Waters, Towkio, Oddisee og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 13. apríl 2015 by Straumur on Mixcloud

1) ‘Cause I’m A Man – Tame Impala
2) Cream On Chrome – Ratatat
3) Alfonso Muskedunder (Deetron remix) – Todd Terje
4) Need You Now – Hot Chip
5) In Films – Chromatics
6) Heaven Only Knows (Ft. Chance The Rapper & Lido) – Towkio
7) Mom and Dads – Waters
8) Breakdown – Waters
9) Drag – Day Wave
10) Unfading Flower – Fred Thomas
11) Expo ’87 – Fred Thomas
12) Teeth – The Japanese House
13) Max D – Flex Cathedral
14) Darkness of the dream – The Tallest Man On Earth

Tónleikar helgarinnar 9-12. apríl

Fimmtudagur 9. apríl

Hin goðsagnakennda hljómsveit Apparat Organ Quartet snýr aftur og kemur fram á Kex Hostel í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og munu Apparat liðar frumflytja mikið af nýju efni sem ekki hefur heyrst áður “læf”. Það er ókeypis inn.

Caterpillarmen, Nolo og Mafama koma fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það kostar 1500 kr inn.

Four Leaves Left halda tónleika á Hlemmur Square klukkan 20:00 ásamt Guðmundi Inga. Það er ókeypis inn á tónleikana.

Skúli Mennski heldur tónleika á Café Rosenberg  klukkan 21:00 ásamt fríðum flokki. Lög af nýútgefinni plötu verða í aðalhlutverki en eldra efni fær líka að setja svip sinn á kvöldið. Einnig fá lög eftir Rósu Guðrúnu Sveinsdóttur að hljóma. Aðgangseyrir er 1500 krónur.

Föstudagur 10. apríl

Hljómsveitirnar Knife Fights og Brött Brekka koma fram plötubúðinni LUCKY RECORDS við Rauðarárstíg. Tónleikarnir hefjast á slaginu 15:00 og það er frítt inn.

Fufanu halda heimkomutónleika á Húrra eftir rúman tveggja vikna Bretlands túr með hljómsveitinni The Vaccines. Á tónleikunum mun Dj Flugvél og geimskip ásamt Heklu sjá um upphitun og byrjar dagsskráin klukkan 21:00. Það kostar 1500 kr. inn.

Kontinuum og Casio Fatso koma fram á Bar 11. Tónleikarnir hefjast klukkan 23:00 og það er frítt inn.

Laugardagur 11. apríl

Hljómsveitin Ojba Rasta kemur fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 1500 kr inn.

Hljómsveitarkeppnin Wacken Metal Battle Iceland fer fram í Norðurljósum í Hörpu. Sérstakir gestir verða The Vintage Caravan. Keppin fer fram frá 18:00 til 23:00.

Barr og AVÓKA halda tónleika á Bar 11. Tónleikarnir byrja 22:30 og það er ókeypis inn.

Sunnudagur 12. apríl

Ylja kemur fram í Gym & Tonic salnum á Kex Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Rafsteinn spila á Lowercase night á Húrra klukkan 21:30. Ókeypis inn.

Kurt Cobain: Montage of Heck

Straumur og Bíó Paradís kynna sérstaka sýningu á heimildamyndinni Kurt Cobain: Montage of Heck laugardaginn 2. maí klukkan 20:00 í Bíó Paradís. Upplifðu lífsreynslu, list og hug Kurt Cobain, líkt og aldrei fyrr í þessari mögnuðu heimildamynd. Leikstjórinn Brett Morgen blandar saman list og tónlist á persónulegan hátt ásamt áður óséðu myndefni, viðtölum við fjölskyldumeðlimi, vini og Cortney Love. Fylgst er með yngri árum Cobain í Aberdeen WA allt fram að frægðartímabilinu en myndin gefur frábæra innsýn inn í líf listamannsins og umhverfi hans. David Fears gagnrýandi Rolling stone segir myndina persónulegastu rokk- heimildamynd allra tíma.“

Myndin er sú fyrsta í röð sýninga tengdri tónlist sem Straumur og Bíó Paradís munu standa fyrir einu sinni mánuði. Miðaverð er 1400 kr og má nálgast miða á bioparadis.is

Tónleikar um páskahelgina 1.-4. apríl

Miðvikudagur 1. apríl

 

Breska draumkennda pop-folk hljómsveitin Grumbling Fur spilar á Húrra og Sin Fang sér um upphitun. Aðgangseyrir er 2500 krónur og tónleikarnir byrja 21:00.

 

Hljómsveitin Hinemoa spilar á Dillon. 500 kall inn og byrjar 22:00.

 

Fimmtudagur 2. apríl

 

Krist,Inanna, betur þekkt sem Kría Brekkan, leikur á tónleikum í Mengi sem byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Mosi Musik spilar á Dillon og byrja 22:00 og það kostar 500 krónur inn.

 

Föstudagur 3. apríl

 

Guðlaugur Kristinn Óttarsson leikur í Mengi. Hann hefur leik 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Electric Space Orchestra og Greyhound spila á Gauknum. Leikar hefjast á miðnætti og það er frítt inn.

 

Laugardagur 4. apríl

 

Jazzsveitin 5000 Jazz Assassins frá Brooklyn spilar á Kex Hostel. Tónleikarnir hefjast 21:00 og það er ókeypis inn.

 

Blúsararnir Johnny and the Rest og Johnny Stronghands leiða saman hesta sína á Dillon. 500 krónur inn og byrjar 22:00.

Teitur Magnússon sendir frá sér myndband

Reykvíski tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon sendi í dag frá sér myndband við lagið Munaðarhóf af plötunni 27 sem kom út fyrir síðustu jól og hefur víða fengið góða dóma. Myndbandið er eftir myndlistarmanninn Arnar Birgis og því mætti lýsa sem degi í lífi Teits þar sem má sjá hann vakna, ganga um götur Reykjavíkur, spila körfubolta og á tónleikum. Platan  27 er væntaleg á vínyl í maí.

Straumur 30. mars 2015

Í Straumi í kvöld mun heyrast nýtt efni frá Jamie xx, Memory Tapes, Hudson Mohawke, Torres, Waters, Ezra Furman og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 30. mars 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Restless Year – Ezra Furman
2) What’s Reel – Waters
3) Loud Places – Jamie xx
4) Gosh – Jamie xx
5) xt – Mu-ziq
6) Fallout – Memory Tapes
7) House on fire – Memory Tapes
8) Zenith – Ben Khan
9) Roulette – SBTRKT
10) Very First Breath – Hudson Mohawke
11) All The Rage Back Home (Panda Bear Remix) – Interpol
12) Only the Stars Above Welcome Me Home – James Murphy
13) All the Rays – Grumbling Fur
14) Invisible Ways – Tanlines
15) Sprinter – Torres

Wu Tang Clan til Íslands

Rappherdeildin Wu Tang Clan er væntanleg til Íslands í júní í sumar. Ekki er ljóst á þessari stundu hvar þeir troða upp, hverjir hinna mörgu meðlima láti sjá sig og hvar er hægt að nálgast miða. Wu Tang Clan var stofnuð árið 1992 en þeirra fyrsta breiðskífa, Enter The Wu Tang (36 Chambers), var mikil bylting í hljómi, textum og fagurfræði rappsins og sumir segja hljómsveitina hafa mótað heilu kynslóðirnar. Hér fyrir neðan má horfa á myndbandið við lagið M.E.T.H.O.D. M.A.N. af 36 Chambers.

 

Tónleikahelgin 27.-28. mars

Föstudagur 27. Mars

 

Vortex, sem samanstendur af Nico Guerrero og Sonia Cohen frá París, leika á tónleikum í Mengi. Þau hefja leik klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Brain Police koma fram á Dillon klukkan 10 og það kostar 500 inn.

 

Laugardagur 28. Mars

 

Tvíeykið Nolo koma fram í Mengi þar sem þeir ætla að frumflytja ný lög og fikta með eldra efni. Aðgangseyrir er 2000 krónur og gleðin hefst 21:00.

 

Úrslitakvöld músíktilrauna fer fram í Norðurljósasal Hörpu. Kvöldið byrjar snemma eða 17:00 og það kostar 1500 krónur inn.

 

Ljónagryfja Reykjavíkurdætra fer fram á Frederiksen Ale House en þar kemur fram heill hafsjór af hljómsveitum frá 18:30 og fram eftir kvöldi. Það er ókeypis inn og eftirfarandi listamenn koma fram: Reykjavíkurdætur, Úlfur Úlfur, Emmsjé Gauti, Dj flugvél og geimskip, VIO, Pink Street Boys, Herra Hnetusmjör, Alvia Islandia, Lord Pusswhip/Marteinn, Munstur, Bláfugl, Dreprún, Kriki, Mc bjór og bland, Himbrim, Dj Sunna Ben, Á hálum ís, Unnur Sara Eldjárn, Hemúllinn, Panos from Komodo, Cryptochrome, Koddafar og Múfasa Makeover.