Gjörningapönkdúóið Panos From Komodo var að senda frá sér myndband við lagið Walking My Mother í leikstjórn Helga Péturs Hannessonar. Hljómsveitin sem skipuð er þeim Hjalta Freyr Ragnarssyni og Birgir Sigurjóni Birgissyni tekur upp öll sín lög í einni töku þar sem hún trúir á að fyrsta skiptið sé besta skiptið. Fyrsta plata sveitarinnar A safe and convenient place to live where the sky is blue and where all dreams come true kemur úr hjá Ladyboy Records í vor.
Hvað ert’að Sónar?
Fjórða Sónar hátíðin í Reykjavík hefst á morgun og býður upp á drekkfullt hlaðborð af tónlistarmönnum og plötusnúðum í hæsta gæðaflokki heimsins um þessar mundir. Straumur verður að sjálfsögðu á staðnum og mun flytja fréttir af herlegheitunum en hér að neðan getur að líta þá erlendu tónlistarmenn sem fá okkar allra bestu meðmæli.
Oneohtrix Point Never
Bandaríkjamaðurinn Daniel Lopatin framleiðir tilraunakennt hljómsalat úr sveimi, drónum og mismiklum óhljóðum sem dansar ballet á barmi ægifegurðar og tryllings. Platan hans R Plus Seven var ein besta skífa ársins 2013 og hefur dvalið langdvölum í heyrnartólum ritstjórnar Straums frá því hún kom út.
Ellen Allien
Tekknótæfan Ellen Allien hefur verið í farabroddi Berlínarsenunnar í hátt í tvo áratugi og rekur m.a. plötuútgáfuna Bpitch Control. Hún er Júpíter í sólkerfi alþjóðlegu klúbbasenunnar, bæði sem plötusnúður og pródúser, og enginn með bassatrommu í blóðinu ætti að láta settið hennar á Sónar fram hjá sér fara.
!!!
Upphrópunarmerkin þrjú eru með hressari tónleikaböndum starfandi í dag og danspaunkfönkið þeirra getur fengið óforbetranlega stirðbusa til að rísa á fætur og hrista alla mögulega skanka. Tónleikar þeirra á Airwaves hátíðinni 2007 voru danssturlun á heimsmælikvarða þar sem svitinn lak af súlunum á Nasa.
Angel Haze
Eitilharða rapppían Angel Haze fór sem hvirfilbylur um rappheiminn með smáskífunni New York sem kom út árið 2012. Þessi fantafæri rappari hefur vakið athygli fyrir opinskáa texta um viðkvæm málefni eins og kynferðisofbeldi og sjálfsmorðshugsanir og verið tilnefnd til MTV og BET verðlauna.
Floating Points
Breski pródúsantinn og plötusnúðurinn Sam Shepard hefur vakið geisilega mikið og verðskuldað lof fyrir sína fyrstu breiðskífu, Eleania. Það er einstakt verk sem er ekki hægt að flokka og skila – mismunandi stílar renna hver ofan í annan og mynda stórfljót af hljóði sem flæðir yfir bakka hefðbundinnar skynjunar og streymir beina leið í sálina.
Holly Herndon
Holly Herndon vinnur með mörkin milli hins vélræna og mannlega og skörun hins stafræna og líkamlega. Hún er framsækinn listamaður í mörgum geirum og tónleikar hennar eru samtal milli Herndon, áhorfenda, nýjustu tækni og vísinda.
Hudson Mohawke
Þessi knái Breti er einn allra færasti hljómverkfræðingur samtímans og hefur framleitt smelli fyrir listamenn á borð við Kanye West, Pusha T, Lil Wayne, Azeliu Banks og Drake. Hann er helmingur trap-dúettsins TNGHT og hans önnur breiðskífa, Lantern, hefur hlotið feikigóða dóma um víða veröld. Stílinn hans er meirimalískur með endemum og hann notar blásturshljóðfæri eins og enginn annar í bransanum eins og glöggt má heyra í neðangreindu lagi, sem var eitt það besta sem kom út á síðasta ári.
Myndband frá Vaginaboys
Hin dularfulla rafpopp-hljómsveit Vaginboys gaf út lagið Feeling þann 1. febrúar. Lagið er angurvært, kynþokkafullt og grípandi í meira lagi. Hljómsveitin sem kemur fram á Sónar á næstu helgi sendi rétt í þessu frá sér myndband við lagið sem sýnir meðal annars hvernig best er að leika sér með dót. Sjón er sögu ríkari.
Straumur 15. febrúar 2016 – Sónar þáttur
Straumur í kvöld verður tileinkaður Sónar Reykjavík sem hefst í Hörpu á fimmtudaginn og stendur til laugardags. Óli Dóri fer yfir það helsta á hátíðinni í þættinum sem byrjar á slaginu 23:00 á X-inu 977.
1) 2 is 8 – Lone
2) Airglow Fires – Lone
3) New York – Angel Haze
4) Do Not Break – Ellen Allien & Apparat
5) King Bromeliad – Floating Points
6) Scud Books – Hudson Mohawke
7) Chorus – Holly Herndon
8) Oh Boy – GKR/Andreas Todini
9) Feeling – Vaginaboys
10) Boring Angel – Oneohtrix Point Never
11) I Wish I Could Talk – Squarepusher
12) All U Writers (Whatever Whatever remix) – !!!
13) We’re Through – James Pants
14) Alma M. (Tonik Ensemble remix) – Port-royal
Tónleikahelgin 12. – 13. febrúar 2016
Föstudagur 12. febrúar
Muck & Pink Street Boys & Skelkur í bringu koma fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 1500 kr inn.
Laugardagur 13. febrúar
Popptvíeykið Milkywhale ásamt rapp prinsinum GKR að spila fyrir dansi á skemmtistaðnum Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.
Kött Grá Pje og Forgotten Lores koma fram á Stúdentakjallaranum klukkan 22:00 og það er frítt inn.
Straumur 8. febrúar 2016
Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Porches, Wild Nothing, Cullen Omori, Yuck, Junior Boys, Future og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.
Straumur 8. febrúar 2016 by Straumur on Mixcloud
1) It Means I Love You – Jessy Lanza
2) Underwater – Porches.
3) Braid – Porches.
4) Pool – Porches.
5) Mayback – Future
6) Fly Shit Only – Future
7) Reto – Essaie Ps
8) Baby Don’t Give Up On It – Junior Boys
9) Smoke & Retribution (Ekali remix) – Flume
10) Seesaw (Four Tet club version) – Jamie xx
11) Life Of Pause – Wild Nothing
12) TV Queen – Wild Nothing
13) Dust – Parquet Courts
14) Can’t Stop Fighting – Sheer Mag
15) Cannonball – Yuck
16) Sour Silk – Cullen Omori
17) Razrushitelniy Krug – Kedr Livanskiy
PJ Harvey á Airwaves
Nú rétt í þessu var tilkynnt um fyrstu listamennina sem hafa verið bókaðir á næstu Iceland Airwaves hátíð. Þar er stærsta nafnið vafalítið breska rokkgyðjan PJ Harvey. Hin bandaríska Julia Holter mun einnig stíga á stokk og hljómsveitin múm mun koma fram með hinum virta Kronos strengjakvartetti frá San Fransisco. Aðrir listamenn sem tilkynnt var um eru Mr. Silla, GKR, Axel Flóvent, Reykjavíkurdætur, Mammút, Sturla Atlas og Lush. Iceland Airwaves hátíðin fer fram á hinum ýmsu stöðum í miðbæ Reykjavíkur 2.-6. nóvember næstkomandi.
Tónleikahelgin 5.-6. febrúar
Föstudagur 5. febrúar
Argentínski raftónlistarmaðurinn Alan Courtis kemur fram í Mengi. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.
Það verður svokallað Throwdown kvöld á Gauknum þar sem rapp og hip hop verður í hávegum haft. Það verður rappað á ensku, spænsku og íslensku en eftirfarandi listamenn munu koma fram: VALBY BRÆÐUR, ÞRIÐJA HÆÐIN, KÍLÓ, RÍMNARÍKI, HOLY HRAFN & BINNI BÓ, ROYCER, BRÓÐIR BIG & GRÁNI ft. MC BJÓR & MORGUNROÐI, LAMAKO, AUTHENTIC, HETTUMÁVAR. Rappið byrjar klukkan 21:30 og aðgangur er ókeypis.
The Dirty Blues Band ætla að framkvæma blús- og fönkgjörning á Dillon. Leikar hefjast 22:30 og ókeypis inn.
Laugardagur 6. Febrúar
Það verður Karníval og latín stemmning á Húrra en fram koma dj samba, Samúel Jón Samúelsson Big Band, danshópurinn Capoeira Mandinga og Reykjavík Batucada. Dagskráin hefst 21:00 en Big Bandið hans Samma stígur á stokk 22:00. Aðgangseyrir er 1500 krónur.
Bandarísku tónlistarkonurnar Rachel Beetz, flautuleikari og Jennifer Bewerse, sellóleikari, stefna saman tónlist franska miðaldatónskáldsins Guillaume Machaut og austurríska tónskáldsins Peter Ablinger í Mengi. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.
Fleiri bætast við á Aldrei fór ég suður
Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður tilkynntu í dag um fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en hún fer fram á Ísafirði um páskana eins og venja er og stendur því yfir 24. – 27. mars.
Þeir sem bætast við listann í dag eru: Emiliana Torrini, Glowie, Sykur, GKR og Tonik Ensemble. Áður hefur verið sagt frá því að hljómsveitin Risaeðlan komi fram á hátíðinni, sem hljóta að teljast stórtíðindi að auki sem Úlfur Úlfur, Agent Fresco, Mamma Hestur og Strigaskór nr. 42 skemmta getum AFÉS í ár.