Dúnmjúki dansfönkdúettinn Chromeo var að senda frá sér fyrsta lagið af væntanlegri breiðskífu, White Woman, sem ekki er kominn endanlegur útgáfudagur á. Í laginu Over Your Shoulder er ekki að greina mikla stefnubreytingu hjá strákunum, þeir sækja eins og oft áður í léttfönkað fullorðinspopp frá níunda áratugnum. Síðasta plata dúettsins, Business Casual, kom út árið 2010. Hlustið á lagið hér fyrir neðan og horfið á auglýsingarstiklu fyrir breiðskífuna.
Fyrsta lagið af væntanlegri plötu Phantogram
Phantogram hafa ekki gefið út nýtt efni frá því EP-platan Nightlife kom út árið 2011 en síðan þá hefur bandið tekið þátt í samstörfum við ekki ólíkari listamenn en The Flaming Lips og Big Boy. Dúettinn vinnur að sinni annari plötu þó ekki sé kominn staðfestur útgáfudagur. Fyrsta smáskífan til að heyrast af væntanlegri plötu er „Black Out Days“ og ber lagið nafn með rentu þar sem dimmir og drungalegir raftónar eru einkennandi.
Twin Shadow með nýja smáskífu
Þrítugi nýbylgjupopparinn og rithöfundurinn Twin Shadow eða George Lewis Jr. hefur minnt á sig með nýrri smáskífu sem kallast „Old Love / New Love“. Lagið er innblásið af níunda áratugnum líkt og fyrra efni kappans en þetta er það fyrsta sem við heyrum frá honum á þessu ári.
Bleached til Íslands
Systrasveitin Bleached frá Los Angeles mun halda tónleika á Harlem Bar þann 17. október næstkomandi. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og um upphitun sér íslenska harðkjarnasveitin Muck. Bleached er ein heitasta jaðarsveit Los Angeles í dag og er skipuð systrunum Jennifer og Jessie Clavin. Hljómsveitin spilar hrátt og hátt rokk og ról. Hljómsveitin gaf nýverið út sína fyrstu breiðskífu, en hún nefnist Ride Your Heart. Platan hefur fengið góða meðal annars 4/5 í breska tónlistarritinu Mojo. Tónleikar þeirra eru þeir fyrstu í langri tónleikaferð þeirra um alla Evrópu.Miðasala er hafin á midi.is og í verslunum Brim, Laugavegi og Kringlunni.
Tónleikar helgarinnar
Fimmtudagur 12. september
Two Step Horror & Rafsteinn spila á tónleikaröð Boston. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er frítt inn.
Líkt og undanfarin ár verður Oktoberfest haldið á svæði Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni. Fjöldi hljómsveita er nær 20 og er því um sannkallaða tónlistarveislu að ræða. Miðaverð er 5500 kr og fer miðasala fram á midi.is. Tjaldið opnar kl. 19:00:
Einar Lövdahl
Vök
1860
Snorri Helgason
Tilbury
Mammút
Dikta
Kaleo
– Lokar kl. 01:00 –
Föstudagur 13. september
Haldið verður kvöld með fersku rapp og skoppi með Orðljóti og Lord Pu$$whip á Glaumbar frá 22:00 og það er frítt inn.
Októberfest heldur áfram við Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni. Tjaldið opnar kl. kl. 19:00 og 20:30 hefst búninga-, mottu- og drykkjukeppni
Mummi
Jón Jónsson
Úlfur Úlfur
Frikki Dór
Blaz Roca
Sindri BM
– Lokar kl. 03:00 –
Laugardagur 14. september
Mánaðarlegur reggae/dub/dancehall viðburður RVK Soundsystem verður haldinn á Bravó. RVK Soundsystem (Gnúsi Yones, DJ Elvar, DJ Kári, Arnljótur, Teitur, Kalli Youze) Frítt inn og fjörið hefst klukkan 23:00.
Októberfest heldur áfram við Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni. Tjaldið opnar kl. 21:00
Ojba Rasta
Sykur
FM-Belfast
– Lokar kl. 03:00
Dagskráin á Airwaves tilbúin
Það eru aðeins 48 sólahringar í að Iceland Airwaves hátíðin verði flautuð á og orðið tímabært að finna út hvar og hvenær þú vilt vera á meðan veislan stendur yfir. Dagskráin er tilbúinn, uppselt er á hátíðina og þeir sem eiga miða skulu því setjast niður með kaffibolla eða mjólkurglas og rýna gaumgæfilega yfir uppsetninguna.
Dagskrána er að finna hér.
Önnur plata Grouplove aðgengileg
Bandraríska stuðsveitin Grouplove gefur út sína aðra breiðskífu Spreading Rumours þann 17. september en hún er nú þegar aðgengileg á veraldarvefnum. Frumburður bandsins Never Trust A Happy Song kom út árið 2011 og innihélt platan meðal annars lögin „Itchin On A Photograph“, „Colours“ og „Tounge Tied“ sem ætti að svíða í eyrum flestra eftir að Coca Cola misþyrmdi laginu rækilega í auglýsingaherferð.
Spreading Rumours er enginn stökkbreyting frá fyrri plötunni og inniheldur hún pumpandi harðkjarna popp þar sem lög eins og „Ways To Go“, „Hippy Hill“ og Pixies-lega lagið „Raspberry“ standa öðrum framar.
Hlustaðu á Spreading Rumours hér
Toro Y Moi – “Campo”
Toro Y Moi hefur verið iðinn við kolann á þessu ári og heldur hann áfram sínu striki með útgáfu á smáskífunni „Campo“. Strákurinn bregður aðeins út af vananum í laginu og er ekki laust við að það sé smá sveitafnykur af þessu ágæta lagi þar sem órafmagnaður kassagítar, bongó og þægindi eru í fyrirrúmi.
Lag frá Cut Copy og plata á leiðinni
Það lá í loftinu að ástralska sveitin Cut Copy myndi gefa út plötu á árinu eftir að hafa sent frá sér lagið „Let Me Show You“ á dögunum. Nú hefur það verið staðfest og afrekið væntanlegt 5. nóvember. Til að peppa plötuna hefur bandið sent frá sér sumarlegu smáskífuna „Free Your Mind“ þar sem bongóið tekur öll völd.
Straumur 9. september 2013
Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Arcade Fire, múm, MGMT, Macinedrum, Holy Ghost!, M.I.A. Emilíönu Torrini, CHVRCHES og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977!
Straumur 9. september 2013 by Straumur on Mixcloud
1) Candlestick – múm
2) When Girls Collide – múm
3) Reflektor – Arcade Fire
4) Come Walk With Me – M.I.A
5) Introspection – MGMT
6) An Orphan of Fortune – MGMT
7) We Sink – CHVRCHES
8) You Caught The Light – CHVRCHES
9) Caterpillar – Emilíana Torrini
10) Animal Games – Emilíana Torrini
11) Oblivion (Grimes cover) – Franz Ferdinand
12) Ships – September Girls
13) Oxfords and Wingtips – Upset
14) Gunshotta – Machinedrum
15) Center Your Love – Machinedrum
16) Bridge and Tunnel – Holy Ghost
17) In The Red – Holy Ghost
18) Lost it to trying – Son Lux
19) Underwater Snow – múm