Tónleikar vikunnar

Þriðjudagur 24. september

Bandaríski tónlistarmaðurinn C.J. Boyd spilar á Harlem bar ásamt The Heavy Experience og Þórir Georg. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 1000 krónur inn.

Tómas R. verður með Latin Jazz á Kex Hostel. Ókeypis inn og jazzinn hefst klukkan 8:30.

Miðvikudagur 27. september

Hjalti Þorkelsson heldur haustveðurstónleika á Rósenberg. Ókeypis inn og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.

Fimmtudagur 26. september

Tilraunakenndir fjáröflunartónleikar á Gamla Gauknum á fimmtudaginn sem óhljóða og jaðarlista félagskapurinn FALK (Fuck Art Let’s Kill) stendur fyrir.  AMFJ og KRAKKKBOT spila og Þóranna aka Trouble og Harry Knuckles hita upp um kvöldið sem hefst klukkan 21:00. Það kostar 1000 krónur inn.

Sindri Eldon kemur fram ásamt The Ways næstkomandi á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.

 

Föstudagur 27. september

Hljómsveitin Nolo frumflytur nýtt efni á Kaffibarnum. M-band sér um upphitun og hefjast tónleikarnir klukkan 21:30 og ókeypis er inn.

IfThenRun, 7oi, Nuke Dukem, Steve Sampling og Subminimal koma fram á Heiladans 28 á Bravó.  Fjörið hefst klukkan 20 og er ókeypis inn en Möller Records biðlar til fólks um að styrkja útgáfuna vegna ferðalags hennar til Þýskalands í byrjun október.

 

 

Laugardagur 28. september

Hljómsveitirnar Klikk, Mass og Aria Lamia leiða saman hesta sína á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *