Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fimmtán listamenn til viðbótar sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir rúmlega 200. Iceland Airwaves hátíðin verður haldin í sextánda sinn í ár, dagana 5. til 9. nóvember og miðasalan er þegar hafin á heimasíðu Iceland Airwaves. Í erlendu deildinni ber fyrst að nefna bandaríska indíbandið Unknown Mortal Orchestra sem hafa gefið út tvær feikifínar plötur af bítlalegu lo-fi fönki með sækadelískum 60’s áhrifum. Þá mæta líka til leiks Klangkarussel frá Austurríki, Tomas Barfod frá Danmörku, Ballett School frá Þýskalandi og Pins frá Bretlandi. Einnig koma fram íslensku listamennirnir, Hermigervill, Berndsen, Dísa, Nolo, The Vintage Caravan, Futuregrapher, Cell7, Árni2, Introbeats, Good Moon Deer og Fura. Þá er vert að geta þess að nú hefur verið opnað fyrir umsóknir og geta íslenskar hljómsveitir því sótt um að fá að spila á heimasíðu hátíðarinnar.
Straumur 3. mars 2014
Í Straumi í kvöld kíkjum við væntanlegar plötur frá Cloud Nothings, Future Islands og Tycho. Auk þess sem við skoðum nýtt efni frá The Pains of Being Pure at Heart, Posse, Seven Davis Jr mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.
Straumur 3. mars 2014 by Straumur on Mixcloud
1) How Near In – Cloud Nothings
2) Psychic Trauma – Cloud Nothings
3) No Thougts – Cloud Nothings
4) Simple And Sure – The Pains Of Being Pure at Heart
5) Tongues – PAWS
6) Forever – Chris Malinchak
7) Time – Drumtalk
8) If It Wasn’t True – Shamir
9) P.A.R.T.Y. (ft. Mezmawho) – Seven Davis Jr
10) Back in the Tall Grass – Future Islands
11) A Song for Our Grandfathers – Future Islands
12) Nevermind The End (Saint Pepsi remix) – Tei Shi
13) L – Tycho
14) See – Tycho
15) Cut – russian.girls
16) Shut Up – Posse
Stjörnufans í Hörpu til stuðnings landverndar.
Björk, Of Monsters and Men, Patti Smith, Mammút, Retro Stefson, Highlands, Samaris og Lykke Li koma fram á tónleikum í Hörpu þann 18. mars næstkomandi til stuðnings landverndar.
Tónleikarnir eru liður í samvinnuverkefninu Stopp – Gætum garðsins sem leikstjórinn Darren Aronofsky, Björk Guðmundsdóttir, Landvernd og Náttúruvernd Íslands standa að.
Stórmyndin Noah í leikstjórn Aronofsky verður frumsýnd í Egilsbíói í tilefni dagsins og hefst klukkan 17:30 en tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20:30. Takmarkað magn miða er í boði. Allur ágóði rennur til Náttúruverndarsamtaka Íslands og Landverndar en allir listamenn sem koma fram gefa vinnu sína.
Ný plata með tUnE-yArDs
Tónlistarkonan Merrill Garbus, betur þekkt sem tUnE-yArDs, tilkynnti á afmælisdegi sínum í dag að von væri á nýrri breiðskífu frá henni. Platan mun bera heitið Nicky Nack og kemur út þann 6. maí. Til að gefa forsmekkinn af plötunni var opinberað svokallað megamix þar sem blandað er saman smábútum úr öllum lögum af plötunnar. Hlustið á það hér fyrir neðan og horfið á myndbandið við lagið Bizness af síðustu plötu tUnE-yArDs, W H O K I L L, sem kom út árið 2011 og var með betri plötum þess árs.
Tónleikar vikunnar 27. febrúar – 2. mars
Miðvikudagur 26. febrúar
Sin Fang og Hudson Wayne koma fram á Harlem Bar. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 1500 kr í reiðufé inn.
Fimmtudagur 27. febrúar
Hljómsveitin “Skuggamyndir frá Býsans” heldur tónleika í Mengi á Óðinsgötu 2. Efnisskráin er samsett af þjóðlegri tónlist frá Búlgaríu, Tyrklandi, Makedóníu og Grikklandi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.
Brilliantinus, Gunnar Jónsson Collider, EINAR INDRA og russians.girls (live) koma fram á Heiladans 32 á Bravó. Heiladansinn byrjar kl. 21 en DJ Dorrit sér um að koma fólkinu í gírinn.
Hljómsveitin Kiss the Coyote heldur tónleika Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.
Emmsjé Gauti heldur frumsýningarparty fyrir nýtt myndband á Prikinu. Partýið er frá 8-10 en eftir það taka YOUNG ONES við spilurunum.
Tónleikur heldur sína 7. tónleikaröð á Stúdentakjallaranum. Eftirfarandi listamenn munu koma fram: Tinna Katrín, Stefán Atli, Unnur Sara, Silja Rós, Tré og Slowsteps. Það er ókeypis inn og byrja tónleikarnir klukkan 21:00
Loji kemur fram á Hlemmur Square. Loji er hljómsveit sem spilar indí skotið pop. Hljómsveitin samanstendur af Grími Erni Grímssyni, Jóni Þorsteinssyni og Loji Höskuldsson. Loji er búin að gefa út tvær plötur Skyndiskissur og Samansafn en sú síðarnefnda kom út í októbermánuði 2013. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það er ókeypis inn.
Föstudagur 28. febrúar
Kristín Þóra heldur tónleika í Mengi. Kristín spinnur víólu- og hljóðvef um eigin lagasmíðar og fær til liðs við sig góða gesti. Kristín er víóluleikari með meiru og hefur starfað með fjölda hljómsveita og listamanna undanfarin ár. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.
Laugardagur 1. mars
Blacklisted, kimona, Grísalappalísa, Klikk, Kælan Mikla og Ofvitarnir koma fram í Hellingum í TÞM. Tónleikarnir eru fyrir alla aldurshópa og hefjast klukkan 18:00. Það kostar 1000 krónur inn.
Low Roar blæs til tónleika í Mengi. Sveitin er stofnuð af Ryan Karazija sem fluttist til Íslands frá San Francisco. Tónleikarnir í Mengi marka þá fyrstu í tónleikaferð Low Roar til kynningar á nýrri breiðskífu þar sem sveitin spilar t.a.m. 9 sinnum í Póllandi næstu 9 daga eftir tónleikana í Mengi.Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.
Sunnudagur 2. mars
KÍTÓN kynnir TÓNAR OG FLÆÐI í opnum rýmum Hörpu frá kl. 13.00 – 17.00. Fram koma í hornum Hörpu tónlistarkonur úr öllum áttum. Ókeypis aðgangur!
MUNNHARPAN
13.00 – 13.20 – Kristjana Arngrímsdóttir
14.00 – 14.20 – Brother Grass
15.00 – 15.20 – Rósa Guðrún Sveinsdóttir
16.00 – 16.20 – Magnetosphere
YOKO – HORNIÐ
13.20 – 13.40 – Adda
14.20 – 14.40 – Guðrún Árný
15.20 – 15.40 – Mamiko Dís,
16.20 – 16.40 – Nína Margrét Grímsdóttir,
NORÐURBRYGGJA
13.40 – 14.00 – Íris
14.40 – 15.00 – Bláskjár
15.40 – 16.00 – Brynhildur Oddsdóttir
16.40 – 17.00 – Una Stef
Nýtt frá FM Belfast
Reykvíska stuðhljómsveitin FM Belfast sendi í dag frá sér lagið Everything sem önnur smáskífan af væntanlegri plötu þeirra Brighter Days sem kemur út seinna á þessu ári. Hljómsveitin sendi frá sér lagið We are faster than you síðasta vor og var það ofarlega á lista okkar yfir lög ársins.
Straumur 24. febrúar 2014
Í Straumi í kvöld kíkjum við væntanlegar plötur frá The War On Drugs og Real Estate. Auk þess sem við skoðum nýtt efni frá Waters, Com Truise, Skakkamange og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.
Straumur 24. febrúar 2014 by Straumur on Mixcloud
1) Got To My Head – Waters
2) Under the Pressure – The War On Drugs
3) An Ocean In Between the Waves – The War On Drugs
4) Lost In the Dreams – The War On Drugs
5) Wave 1 – Com Truise
6) Spectre – Tycho
7) Pffff – Big Spider’s Back
8) Good Mistake – Mr Little Jeans
9) Free From Love – Skakkamange
10) Had to Hear – Real Estate
11) Crime – Real Estate
12) Navigator – Real Estate
13) Lonely Richard – Amen Dunes
14) Naturally – Sean Nicholas Savage
Fyrstu listamennirnir tilkynntir á Aldrei fór ég Suður
Ellefta Aldrei fór ég suður hátíðin fer fram á Ísafirði dagana 18. og 19. apríl næstkomandi. Umstillingarnefnd hátíðarinnar tilkynnti fyrr í dag fyrstu listamennina sem koma fram í ár. Þeir eru:
★ MAUS
★ Retro Stefson
★ Cell 7
★ Mammút
★ Grísalappalísa
★ Tilbury
★ DJ flugvél og geimskip
Tónleikahelgin 20.-22. febrúar
Fimmtudagur 20. febrúar
Á Harlem fer fram Nordisk 2014 sem er samnorræn tónleikaferð um Danmörku, Færeyjar og Ísland. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 1500 krónur en eftirfarandi hljómsveitir koma fram:
Good Moon Deer
Íslenski rafdúettinn Good Moon Deer er skipaður Guðmundi Inga Úlfarssyni á hljóðgervla og Ívari Pétri Kjartansyni á trommur. Good Moon Deer leikur sjónræna og óhefðbundna raftónlist sem daðrar jafnt við Jazz og Teknó.
Byrta
Færeyski dúettinn Byrta er skipaður söngkonunni Guðrið Hansdóttir og Janusi Rasmussen, söngvara Bloodgroup en þau leika kraftmikið og dansvænt rafpopp.
Sea Change
Norska söngkonan Sea Change er undir sterkum áhrifum frá nýbylgjutónlist 9. áratugarins. Hún styðst við hljóðgervla, raddgervla og lykkjur og skapar sérstæða popptónlist sem hefur notið töluverða vinsælda um alla Evrópu.
Sekuioa
Dönsk raftónlistarsveit frá Kaupmannahöfn. Hljómsveitin spilar dansvæna raftónlist með lífrænum snertiflötum.
Rúnar Þórisson verður með útgáfutónleika í Iðnó en hann sendi frá sér sinn þriðja sólódisk, Sérhver vá, þann 15. nóvember síðast liðinn. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og aðgangseyrir er 2000 krónur.
Föstudagur 21. febrúar
Á tónleikaröðinni Undiröldinni í Hörpu koma fram Russian Girls og Kælan Mikla. Russian.girls er hugarfóstur Guðlaugs Halldórs Einarssonar og eins konar hliðarverkefni hans við hljómsveitina Captain Fufanu. Um er að ræða mun esóterískara efni en Fufanu og er útkoman áhugaverð blanda af raftónlist, Lounge og Ballöðum. Kælan mikla er melankólíkst ljóðapönk og samanstendur af þeim Sólveigu Matthildi Kristjánsdóttur, Margréti Rósa Dóru- Harrysdóttur og Laufeyju Soffíu Þórsdóttur. Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 17:30 í Kaldalónssal Hörpu og aðgangur er ókeypis.
Noise-tónlistarhópurinn FALK blæs til tónleika í Mengi á Óðinsgötu 2 en fram koma listamennirnir Auxpan, KRAKKKBOT og AMFJ. Auxpan hefur starfað við raftónlist frá því fyrir síðustu aldamót og hefur komið víða við og verið til fyrirmyndar. Baldur Björnsson (KRAKKKBOT) hefur verið starfandi frá lokum síðustu aldar og hefur komið víða fram á tónleikum og tónlistarhátíðum bæði hérlendis og erlendis. Fyrsta breiðskífa KRAKKKBOTs er væntanleg innan skamms hjá FALK útgáfunni og fleiri útgáfur eru í deiglunni. AMFJ spilar næstum dansvæna óhljóðatónlist þar sem hversdagsleg umhverfishljóð hafa verið teygð og skæld og blönduð inní hljóðgervladrifinn og ágengan hljóðvegg. Hann tekst á ljóðrænan og fallegan hátt á við vandamál hins vinnandi manns í magnþrungnum samruna orða og tónlistar sem engan lætur ósnortinn. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.
Sveitirnar Audio Nation og Postartica koma fram á Dillon. Leikar hefjast 22:00 og aðgangseyrir er enginn.
Laugardagur 22. febrúar
Þórir Georg og Knife Fights sameina krafta sína og efna til rokk-veislu á Dillon rock. Ballið byrjar um 22:00 og það er frítt inn.
JT spilar í Kópavogi
Sunnudaginn 24. ágúst mun hjartaknúsarinn, söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake spila á tónleikum í Kórnum í Kópavogi. Miðasala hefst á tónleikana 6. mars klukkan 10:00 á midi.is. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Timberlake kemur til landsins.