Hlustið á Bryan Ferry með Todd Terje

Norski geimdiskóboltinn Todd Terje gerði nýverið lagið Johnny And Mary aðgengilegt,  en í því nýtur hann aðstoðar flauelsbarkans og fyrrum Roxy Music söngvarans Bryan Ferry. Lagið er ábreiða af lagi enska söngvarans Robert Palmer og verður á væntanlegri breiðskífu Todd Terje, It’s Album Time, sem kemur út 8. apríl. Terje hefur þó áður unnið með Bryan Ferry en hann hefur endurhljóðblandað lögin Love is the Drug, Don’t Stop the Dance og Alphaville með Roxy Music. Hlustið á lagið hér fyrir neðan ásamt Delorean Dynamite sem einnig verður á plötunni. Þá látum við endurhljóðblöndun Todd Terje af Love is the Drug fylgja í kaupbæti.


Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *