Nýtt frá Woods

Freak Folk hljómsveitin Woods sendir frá sér plötuna Bend Beyond þann 18. september. Hljómsveitin gaf nýlega út fyrstu smáskífuna af plötunni – Cali in a Cup, sem var eitt af sumarlögum Straums í ár. Lagið Size Meets the Sounds kom á SoundCloud í dag. Lagið er í svipuðum gæðum og Cali in a Cup og því við miklu að búast þegar sjöunda plata Woods lendir í plötubúðir. Hlustið á Size Meets the Sounds hér fyrir neðan.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *