Sónar – heill hellingur af gleði í Hörpu

Föstudagskvöldið byrjaði í skóginum, með tónleikum breska listamannsins Forest Swords í Norðurljósasalnum. Þeir voru tveir á sviðinu, annar við tölvu og apparöt og hinn lék undir á bassa. Þetta var trippy raftónlist með alls konar skrýtnum hljóðum og heimstónlistaráhrifum, indverskum sítörum og afrískum áslætti. Allt í allt, áhugavert.

 

Það var síðan áframhaldandi útivistarstemmning í Norðurljósasalnum því á tónleikum Sin Fang var söngvarinn Sindri Már inni í litlu kúlutjaldi sem var staðsett á miðju sviðinu. Hann var þar með kameru og andliti hans varpað á risatjald á sviðinu, sem skapaði skrýtna – á svona Blair Witch Project-legan hátt – stemmningu. Þetta var áhugavert í byrjun en gimmikkí og þreytt eftir þrjú lög, og ég hefði viljað sjá hann stíga út úr tjaldinu á endanum.

 Nýtt Gusgus og massívir magnarar

Þá var haldið yfir á Gusgus sem voru að koma fram í fyrsta skipti (eftir því sem ég best veit?) eftir að Högni sagði skilið við sveitina. Þeir tóku ýtt efni sem hljómaði prýðisvel, voru með rosalega flott lazer-show og renndu meirað segja í gamla slagarann David, þó að Urður hafi verið fjarri góðu gamni.

 

Þvínæst héldum við á hávaðapoppbandið Sleigh Bells í Norðurljósasalnum. Tveir gítararleikarar voru fyrir framan risastóra veggi af magnarastæðum og framkölluðu risastór riff meðan söngkonan Alisson Krauss lék á alls oddi. Kvöldið endaði svo á berlínsku rafhetjunum í Moderat sem léku melódískt tekknó af fádæma krafti og fágun.

Djassaður Dilla 

Á laugardeginum byrjaði ég á því að sjá íslenska rafrökkurbandið aYia. Þau voru klædd í svartar hettupeysur og spiluðu dimmt og tilraunakennt trip hop. Næst á svið í Silfurbergi var heiðursbandið Dillalude. Það er tileinkað tónlist bandaríska taktsmiðsins J Dilla og félagarnir léku djassaðan spuna yfir takta meistarans af einstakri smekkvísi og lipurð.

 

Alva Islandia hélt uppi nafni sínu sem “Bubblegum Bitch” og drefði tyggjói um allan Norðurljósasalinn og bleik og japönsk Hello Kitty fagurfræði var allt um lykjandi. Kött Grá Pjé rokkaði Silfurberg með bumbuna út eins og honum einum er lagið en leið okkar lá niður í Kaldalón að sjá hina kanadísku Marie Davidson. Það var eitt allra besta atriði hátíðarinnar og Marie bauð upp á ískrandi analog tekknó og rafpopp, þannig það var ekki sitjandi sála í Kaldalóni. Eftir þetta var Fatboy Slim hálfgerð vonbrigði. En Sónar-hátíðin stóð fyllilega fyrir sínu þetta árið og ég er strax farinn að hlakka til næstu.

Fyrsti í Sónar – Örvar án múm og raddlaus rappari

Það er alltaf eftirvænting í lofti á fyrsta degis Sónars og ég hóf kvöldið á því að sjá eitt besta live-band á Íslandi í dag, Hatara. Hatari taka tónleikana sína alvarlega og eru innblásnir af leikhúsi og gjörningalist. Tónlistin er pönkað iðnaðarelektró og söngvararnir tveir klæðast búningum sem daðra við fasíska fagurfræði. Það var feikilegur kraftur í þeim og til halds og trausts höfðu þeir nútímadansara með gasgrímur. Textarnir eru svo kapítuli út af fyrir sig, ljóðrænn níhílismi af bestu sort. „Ómagar sameinist/bak í bak og dansið“ skipuðu Hatari og áhorfendur hlýddu sem í leiðslu.

 

Næst á svið í Silfurbergi var kanadíska rapppían Tommy Genesis sem góður rómur hafði verið gerður að. Það verður bara segjast eins og er, hún var arfaslök. Hana skorti í fyrsta lagi mikilvægasta eiginleika rappara: rödd. Hún var andstutt og það var alltaf sami ryðminn í flæðinu sem varð þreyttur eftir hálft lag. Ég flúði því af hólmi niður í Kaldalón til að sjá Örvar úr múm spila sólóefni í fyrsta skiptið, og sá svo sannarlega ekki eftir því. Örvar var einn fyrir framan massíft græjuborð og söng í gegnum vókóder. Eitt lagið minnti mig á Jan Hammer, annað á Air upp á sitt besta og stundum var heilmikið Boards of Canada í töktunum. Þetta var dásamlega melódískt og ofgnótt af fallegum synþalínum, og mig hlakkar til að heyra þetta á plötu. Besta atriði kvöldsins var komið í sarpinn.

 

GKR stendur alltaf fyrir sínu og hann hoppskoppaði um sviðið í Silfurbergi eins og honum einum er lagið. Berlínski tekknópresturinn úr Berghain, Ben Klock, stóð síðan fyrir suddalegu og myrku partýi í bílakjallaranum og dúndraði ísköldi naumhyggjutekknói í mannskapinn sem dansaði út í hið óendanlega. Vatican Shadow átti síðasta settið í sitjandi salnum, Kaldalóni, og fékk alla upp úr sætunum með tilraunakenndri rafgeggjun. Ég náði svo síðustu 20 mínútunum af FM Belfast sem tóku maraþon útgáfu af Underwear og splæstu inn í það köflum úr Killing in the Name of og Fight for your right to party. It goes without saying svo að confetti kom við sögu og tryllingurinn var áþreifanlegur og óþreyjufullur. Frábæru fyrsta kvöldi af Sónar var hérmeð lokið þar sem uppgötvun kvöldsins og það sem upp úr stað var: Örvar í múm er líka frábær einn og ekki í múm.

Davíð Roach Gunnarsson

Straumur 13. febrúar 2017

Í Straumi í kvöld kennir margra grasa. Í fyrri hluta þáttarins verður farið yfir nýtt efni með listamönnum á borð TQD, Hercules & Love Affair, Superorganism, Dirty Projectors og fleirum. Seinni hluti þáttarins verður svo tileinkaður Sónar Reykjavík tónlistarhátíðinni sem fram fer í Hörpu um næstu helgi. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977 í kvöld. 

1) Controller (ft. Faris Badwan) – Herclules & Love Affair
2) Something For you M.I.N.D. – Superorganism
3) Cool Your Heart (feat. D∆WN) – Dirty Projectors
4) Vibsing Ting – TQD
5) Freeway Crush (Nutrition remix) – Ruby Haunt
6) What Time Is It In Portland? – Bonny Doon
7) Infinity Guitars – Sleigh Bells
8) Naive To The Bone – Marie Davidson
9) Skwod – Nadia Rose
10) Whippin Excursion – Giggs
11) Finder (Hope) – Ninetoes Vs Fatboy Slim
12) Milk – Moderate
13) Filthy Beliiever – BEA1991
14) The Weight Of Gold – Forest Swords

Síðustu listamennirnir tilkynntir á Sónar Reykjavík

Sónar Reykjavík hefur tilkynnt um síðustu viðbæturnar í dagskrá hátíðarinnar og dagskrá hennar eftir dögum. Alls bætast nú 16 listamenn, hljómsveitir og plötusnúðar við dagskrá þessarar 3 daga tónlistarhátíðar sem fram fer í Hörpu dagana 16., 17. og 18. febrúar.
Meðal þeirra sem nú bætast við dagskrá hátíðarinnar eru; hollenska poppdrottningin BEA1991Palmomen II sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir nýbylgjutónlist sína, nýstirnin aYia sem nýlega gáfu út sína fyrstu plötu hjá Bedroom Community, Hatari sem í mánuðinum hlutu Best Live Band in Iceland verðlaun Reykjavik-Grapevine Awards, hip hop bandið Shades of Reykjavik og Berndsen sem gefur út nýja breiðskífu fyrir hatíðina.

Meðal þeirra alþjóðlegu listamanna sem koma fram á Sónar Reykjavík 2017 eru; Fatboy Slim (UK), Moderat (DE), De La Soul (US), Giggs (UK), Sleigh Bells (US), Tommy Genesis (US), Nadia Rose (UK), Ben Klock (DE), Forest Swords (UK), Helena Hauff (DE), BEA1991 (NL), Palmbomen II (NL) Blawan (UK), B.Traits (UK), Sapphire Slows (JP), Pan Daijing (CN), Johan Carøe (DK), JOHN GRVY (ES), Marie Davidson (CA), Vatican Shadow (US), Oddisee (US)
Meðal þeirra íslensku listamanna sem koma fram á Sónar Reykjavík 2017 eru;
GusGusFM BelfastSamarisEmmsjé GautiExos, Aron CanGlowieGKRSing FangBerndsenKött Grá PjeSturla AtlasShades of ReykjavikCyberHatariaYiasxsxsx, Alvia Islandia og Örvar Smárason (múm/FM Belfast) sem kemur fram á sínum fyrstu tónleikum sem sóló-listamaður
Sónar Reykjavík fer fram á fjórum sviðum í Hörpu, m.a. bílakjallara tónlistarhússins sem breytt verður í næturklúbb.

Giggs, Ben Klock og GKR á Sónar

Breski grime-rapparinn Giggs, þýski plötusnúðurinn Ben Klock (sem spilar reglulega í Tekknó-musterinu Berghain í Berlín) og íslenski rapparinn GKR eru meðal nýrra listamanna sem voru tilkynntir á Sónar hátíðina sem fram fer í Hörpu 16.–18. febrúar. Þá einnig tilkynnt um breska rapparann Nadiu Rose, hina íslensku Alva Islandia, plötusnúðinn Frímann og hip hop sveitin Sturla Atlas. Þá mun Berlínski plötusnúðurinn Blawan taka höndum saman með íslenska tekknótröllinu Exos en tvíeykið mun standa fyrir tveggja tíma dagskrá í bílakjallaranum.

Þetta er í fimmta sinn sem Sónar hátíðin fer fram í Hörpu en áður hafði verið tilkynnt að stórkanónur eins og Moderat, Fatboy Slim og De La Soul myndu koma fram.

Fatboy Slim, Moderat og De La Soul á Sónar Reykjavík

Nú rétt í þessu var tilkynnt um fyrstu listamennina sem hafa verið bókaðir á næstu Sónar hátíð – sem fram fer á fjórum sviðum í Hörpu dagana 16.-18. febrúar á næst ári. Meðal þeirra er Fatboy Slim sem mun koma fram á síðasta kvöldi hátíðarinnar á  SonarClub stage,  Moderat og hip hop goðsagnirnar De La Soul, auk Ben Klock, Forest Swords, Tommy Genesis, Helena Hauff og B.Traits.

Þeir íslensku listamenn sem voru einnig tilkynntir eru: Emmsjé Gauti, Aron Can, Kött Grá Pje, FM Belfast, Samaris, Sin Fang, Glowie, Øfjord og sxsxsx.