Síðustu listamennirnir tilkynntir á Sónar Reykjavík

Sónar Reykjavík hefur tilkynnt um síðustu viðbæturnar í dagskrá hátíðarinnar og dagskrá hennar eftir dögum. Alls bætast nú 16 listamenn, hljómsveitir og plötusnúðar við dagskrá þessarar 3 daga tónlistarhátíðar sem fram fer í Hörpu dagana 16., 17. og 18. febrúar.
Meðal þeirra sem nú bætast við dagskrá hátíðarinnar eru; hollenska poppdrottningin BEA1991Palmomen II sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir nýbylgjutónlist sína, nýstirnin aYia sem nýlega gáfu út sína fyrstu plötu hjá Bedroom Community, Hatari sem í mánuðinum hlutu Best Live Band in Iceland verðlaun Reykjavik-Grapevine Awards, hip hop bandið Shades of Reykjavik og Berndsen sem gefur út nýja breiðskífu fyrir hatíðina.

Meðal þeirra alþjóðlegu listamanna sem koma fram á Sónar Reykjavík 2017 eru; Fatboy Slim (UK), Moderat (DE), De La Soul (US), Giggs (UK), Sleigh Bells (US), Tommy Genesis (US), Nadia Rose (UK), Ben Klock (DE), Forest Swords (UK), Helena Hauff (DE), BEA1991 (NL), Palmbomen II (NL) Blawan (UK), B.Traits (UK), Sapphire Slows (JP), Pan Daijing (CN), Johan Carøe (DK), JOHN GRVY (ES), Marie Davidson (CA), Vatican Shadow (US), Oddisee (US)
Meðal þeirra íslensku listamanna sem koma fram á Sónar Reykjavík 2017 eru;
GusGusFM BelfastSamarisEmmsjé GautiExos, Aron CanGlowieGKRSing FangBerndsenKött Grá PjeSturla AtlasShades of ReykjavikCyberHatariaYiasxsxsx, Alvia Islandia og Örvar Smárason (múm/FM Belfast) sem kemur fram á sínum fyrstu tónleikum sem sóló-listamaður
Sónar Reykjavík fer fram á fjórum sviðum í Hörpu, m.a. bílakjallara tónlistarhússins sem breytt verður í næturklúbb.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *