Straumur 19. janúar 2015

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Toro Y Moi, Amen Dunes, Joey Bada$$, Sleater Kinney, Purity Ring, Refs og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 19. janúar 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Begin Again – Purity Ring
2) Empty Nester – Toro Y Moi
3) All In My Head (ft. Desirée Dawson) Pat Lok
4) Pains Goes Away – Refs
5) Quicksand – Björk
6) Hotfoot – Doldrums
7) Paper Tail$ – Joey Bada$$
8) Black Beetles – Joey Bada$$
9) Nenni (Ívar Pétur remix) – Teitur Magnússon
10) Price Tag – Sleater Kinney
11) Hey Darling – Sleater Kinney
12) Cavalry Captan – The Decemberists
13) I Know Myself (Montreal) – Amen Dunes
14) Song to the Siren – Amen Dunes
15) My Baby Don’t Understand Me – Natalie Prass

Straumur 30. september 2013

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Oneohtrix Point Never, Danny Brown, Ben Khan, Mammút, Sky Ferreira, The Range, Lorde, Say Lou Lou  og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977!

Straumur 30. september 2013 by Straumur on Mixcloud

1) You’re Not The One – Sky Ferreira
2) 400 Lux – Lorde
3) Ribs – Lorde
4) The Mother We Share (Moonboots remix) – Chvrches
5) 25 Bucks (ft. Purity Ring) – Danny Brown
6) Clean Up – Danny Brown
7) Float On (ft. Charli XCX) – Danny Brown
8) Metal Swing – The Range
9) Celebraiting Nothing – Phantogram
10) Boring Angel – Oneohtrix Point Never
11) Zebra – Oneohtrix Point Never
12) Eden – Ben Khan
13) Green Window – Memory Tapes
14) In Time – Memory Tapes
15) Help Me Lose My Mind (ft. London Grammar) (Paul Woolford remix) – Disclosure
16) Blóðberg – Mammút
17) Feels Like We Only Go Backwards (Tame Impala cover) – Say Lou Lou
18) Shapeshifter – Elephant

 

Árslisti Straums 2012

 

Fyrri þáttur: Plötur í 30. – 16. sæti

1. hluti

      1. 231 1

2. hluti 

      2. 231 2

3. hluti 

      3. 231 3

Seinni Þáttur: Plötur í 15. – 1. sæti

1. hluti

      4. 232 1

2. hluti
      5. 232 2

3. hluti
      6. 232 3

4. hluti
      7. 232 4

 

30) The Shins – Port Of Morrow

Hljómsveitin The Shins sendi frá sér sína fjórðu plötu á árinu sem margir höfðu beðið eftir með mikilli eftirvæntingu.  Fínasta plata hér á ferð þó að hún sé kannski engin Chutes Too Narrow eða Oh, Inverted World en þær eru það nú fæstar.

29) A.C. Newman – Shut Down The Streets

Söngvari The New Pornographers hér með sína þriðju sólóplötu sem gefur fyrstu tveimur lítið eftir í gæðum.

28) Purity Ring – Shrines

Fyrsta plata kanadísku hljómsveitarinnar Purity Ring var ekki alveg jafn sterk og fyrstu smáskífurnar gáfu til kynna. Frábær frumraun engu að síður.

27) DIIV – Oshin 

Brooklyn hljómsveitin DIIV sem hét upphaflega Dive var stofnuð árið 2011 sem sólóverkefni gítarleikara Beach Fossils – Zachary Cole Smith. Fyrsta stóra plata hljómsveitarinnar Oshin kom út í sumar. Platan er full af skemmtilega útpældu gítarrokki af bestu gerð.

26) Cloud Nothings – Attack on Memory 

Heiðarlegt gítarrokk af bestu gerð úr smiðju hins unga Dylan Baldi frá Cleveland. Attack on Memory er þriðja plata kappans og var hún tekin upp af upptökustjóranum goðsagnakennda Steve Albini sem spilaði víst Scrabble á símanum sínum á meðan á upptökum stóð.

25) Matthew Dear – Beams 

Þann 27. ágúst gaf bandaríski raftónlistarmaðurinn Matthew Dear út sína fimmtu plötu – Beams. Platan fylgdi á eftir hinni frábæru Black City sem kom út árið 2010.  Dear hefur látið hafa eftir sér að hann sé margbrotin persóna og að útkoman á plötunni sé eftir því og hann blandi saman hinum ýmsu stefnum á  Beams.

24) The Magnetic Fields – Love at the Bottom of the Sea

Hljómsveitin The Magnetic Fields snéri til baka í syntha rokkið sem einkenndi hljóm sveitarinnar á 10. áratugnum.

23) Wild Nothing – Nocturne

Tónlistarmaðurinn Jack Tatum sem gefur út tónlist undir nafninu Wild Nothing, fylgdi á eftir hinni frábæru plötu Gemini frá árinu 2010 með sinni annari plötu Nocturne í ágúst. Hinn draumkennda hljóm Gemini er einnig að finna á Nocturne.

 

22) Beach House – Bloom

Fjórða plata bandarísku draumpopp hljómsveitarinnar Beach HouseBloom þykir ekki mikil stefnubreyting fyrir sveitina frá  plötunni Teen Dream og er það einna helst það sem gagnrýnendur hafa út á hana að setja, en hún hefur hlotið samskonar lof og sú plata. Þess ber að geta að sami upptökustjórinn, Chris Coady, sá um upptökur á báðum plötunum.

21) Lotus Plaza – Spooky Action at a Distance 

Gítarleikari Deerhunter Lockett Pundt gaf út sína aðra sólóplötu á árinu. Platan er gríðarlega metnaðarfullt verk sem sannar að Bradford Cox er ekki eini frábæri lagahöfundurinn í  Deerhunter.

20) Chromatics – Kill For Love

Fjórða plata elektró hljómsveitarinnar Chromatics frá Porland kom út 26. mars. Platan sem fékk góða dóma hvarvetna þótti gríðarlega falleg og var borin saman við verk Joy Division og New Order.  Í maí gaf hljómsveitin útgáfu af plötunni án tromma á netinu.

19) Phédre – Phédre

Hljómsveitin Phédre frá Kanada byrjaði sem hliðarverkefni þeirra Daniel Lee og April Aliermo úr Hooded Fang og Airick Woodhead sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Doldrums. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu Phédre í febrúar á þessu ári. Platan er í senn hrá og gríðarlega fljölbreytt.

18) Django Django – Django Django

Skoska hljómsveitin Django Django gaf út sína fyrstu plötu snemma á þessu ári. Á plötunni mætast hinar ýmsu stefnur í bragðmikilli súpu – sækadelía, þjóðlagatónlist og synthapopp.

Viðtal sem við áttum við Django Django: 

      8. air 5 2 django

17) Jack White – Blunderbuss

Jack White gaf út sína fyrstu sólóplötu á þessu ári. Platan er beint framhald af því sem White gerði með sínu gamla bandi The White Stripes – bara aðeins þéttari trommur.

16) Ariel Pink’s Haunted Graffiti – Mature Themes

Önnur plata sveitarinnar Haunted Graffiti með Ariel Pink fremstan í flokki er með svipuðu sniði og sú fyrri. Hljómur hennar er jafnvel enn slípaðri en á Before Today sem kom út árið 2010 og vakti mikla lukku. Platan er þó ekki jafn heilsteypt verk og sú plata.

Útvarpspistill um Ariel Pink:

      9. Ariel Pink's Haunted Graffiti útvarpspistill

15) The Walkmen – Heaven

Hljómsveitin The Walkmen er löngu orðin að hornsteini  í bandarísku indie-rokki. Sveitin sendi frá sína 7. plötu – Heaven í vor og sagðist söngvari hennar Hamilton Leithauser vera undir miklum áhrfum frá Frank Sinatra á plötunni.

14) Poolside – Pacific Standard Time

Los Angeles dúóið Poolside sendi loksins frá sér sína fyrstu plötu á árinu. Á plötunni sem er 16 laga, er fullt af metnaðarfullu elektró poppi sem þeir hafa sjálfir nefnt sem neðarsjávar raftónlist.

13) Jessie Ware – Devotion

Söngkonan Jessie Ware fékk verðskuldað lof á árinu fyrir sína fyrstu plötu Devotion sem kom út í ágúst. Ware vakti fyrst athygli þegar hún söng með SBTRKT.

12) M. Ward – A Wasteland Companion

A Wasteland Companion er sjöunda plata M. Ward. Platan kom út í byrjun apríl og fylgir á eftir plötunni Hold Time frá árinu 2009. Á þessari plötu er Ward mun rólegri með einvala lið tónlistarmanna með sér.

 

11) Lindstrøm – Smalhans

Í síðasta mánuði sendi norski raftónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Hans-Peter Lindstrøm frá sér plötuna Smalhans sem er önnur plata hans á þessu ári. Lindstrøm gaf fyrr á árinu út plötuna Six Cups of Rebel sem þótti  tilraunakennd og ólík því sem hann er frægastur fyrir. Smalhans er algjör andstæða.

10) Crystal Castles – (III)

Elektró pönkararnir í Crystal Castles gáfu út þriðju sjálftitiluðu plötuna nýlega. Á plötunni gefa þau fyrri verkum ekkert eftir.

9) Tame Impala – Lonerism

Áströlsku sýru rokkararnir í Tame Impala gáfu út sína aðra plötu þann 5. október. Platan sem heitir Lonerism fylgdi á eftir hinni frábæru Innerspeaker sem kom út árið 2010. Líkt og með þá plötu var Lonerism tekin upp af Kevin Parker söngvara og lagahöfund sveitarinnar. Parker byrjaði að semja lögin á plötunni næstum um leið og frumburðurinn kom út og var hún að mestu samin og tekin upp á flakki um heiminn á meðan að hljómsveitin kynnti Innerspeaker.

8) Woods – Bend Beyond

Freak-folk hljómsveitin Woods sendi frá sér plötuna Bend Beyond þann 18. september. Platan er sterkasta Woods platan fram að þessu og er full af vönduðu þjóðlagapoppi með nútíma áherslum.

7) Grimes – Visions

Grimes hefur tekið við krúnunni af The Arcade Fire sem heitasta útflutningsvara Montreal. Frá því að platan Visions kom út í janúar hafa gagrýnendur keppst við að ausa hana lofi enda um frábæra plötu að ræða.

6) Dirty Projectors – Swing Lo Magellan

Dirty Projectors hefur þróast á skömmum tíma úr því að vera skúffuverkefni eins manns yfir í eina af metnaðarfyllstu tilraunarokkhljómsveitum samtímans. Í sumar gaf hljómsveitin út sína sjöttu plötu Swing Lo Magellan. David Longstreth söngvari og lagasmiður sveitarinnar sá um allar upptökur á plötunni, sem stóðu yfir í heilt ár. Hann samdi yfir 40 lög fyrir hana þótt aðeins 12 þeirra hafi ratað á endanlega útgáfu hennar.

Útvarpspistill um sögu Dirty Projectors:

      10. Útvarpspistill um Dirty Projectors

Viðtal við Amber Coffman úr Dirty Projectors

      11. Air 5 4 dirty

 

5) Totally Enormous Extinct Dinosaurs – Trouble

Orlando Higginbottom sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Totally Enormous Extinct Dinosaurs gaf út sína fyrstu stóru plötu Trouble 11. júní. Um er að ræða metnaðarfyllstu dansplötu ársins 2012.

 

 

4) Japandroids – Celebration Rock

Hljómsveitin sendi frá sér sína fyrstu plötu – Post Nothing  snemma árs 2009 og var hún plata ársins hér í Straumi. Hljómsveitin fylgdi eftir með plötuna Celebration Rock í sumar þar sem hún blandar saman klassísku rokki við indie rokk 9. áratugarins.

 

Viðtal straum.is við hljómsveitina Japandroids þegar hún spilaði á tónleikum í Reykjavík síðasta sumar.

Útvarpsviðtal við  Brian King söngvara Japandroids: 

      12. Japandroids viðtal

 

3) First Aid Kit – The Lion’s Roar

Sænsku systurnar úr First Aid Kit sigruðu hjörtu landa sinna með þessari frábæru plötu sem kom út í upphafi ársins. The Lion’s Roar er önnur plata First Aid Kit og um upptökur sá Mike Mogis úr Bright Eyes. Systurnar sýndu gríðarlega miklar framfarir í lagasmíðum á plötunni.

 

2) Frank Ocean – Channel Orange

Tónlistarmaðurinn Christopher Francis Ocean gaf út sína fyrstu sólóplötu í júlí. Ocean sem áður samdi tónlist fyrir listamenn á borð við Brandy, Justin Bieber og John Legend undir dulnefni varð meðlimur OFWGKTA árið 2010 og fór fljólega eftir það að vekja athygli fyrir eigið efni.

 

1) Advance Base – A Shut-In’s Prayer

Fyrsta plata tónlistarmannsins Owen Ashworth undir nafninu Advance Base er plata ársins 2012 í Straumi. Ashworth gaf áður út undir nafninu Casiotone for Painfully Alone en hann gaf út plötuna A Shut-In’s Prayer snemma í vor. Heildsteypt plata sem rennur vel í gegn.

Annar í Airwaves

Mynd: Iona Sjöfn

Ég hóf annað kvöld Airwaves á Kex Hostel þar sem tvær Hip Hop sveitir frá Seattle lögðu saman krafta sína. Shabazz Palaces er verkefni Ishmael Butler, sem var forsprakki rappsveitarinnar Digable Planets í byrjun tíunda áratugarins og hefur lengi verið í uppáhaldi hjá undirrituðum. Í Shabazz Palaces rær hann þó á tilraunakenndari mið með bassaþungum og draugalegum hljóðheimi og afar pólitískum textum. Hann kom fram ásamt trommara og kvennarappsveitinni Theesatifaction. Tónleikarnir voru um margt góðir en aðstæður á Kex Hostel eru þó ekki til fyrirmyndar, ekkert svið er til staðar svo það er nánast ómögulegt að sjá hljómsveitina.

Hressilegt powerpopp

Eftir að hafa sett batteríin í hleðslu með bjórsötri í heimahúsi hélt ég niður í Hafnarhúsið að sjá bandarísku indísveitina Phantogram. Þau voru einungis þrjú á sviðinu en hljóðheimurinn var í engu samræmi við fjöldann. Hljómsveitin spilar nokkurs konar maximalískt powerpopp með hip hop áhrifum og þau náðu upp mjög góðri stemmningu í pökkuðu listasafninu. Eftir að þau höfðu lokið sér af rölti ég yfir á Amsterdam og fylgdist með Gang Related sem voru í rokna rokkstuði. Hljóðið var frábært og letilegt slakker-rokkið var flutt af strákslegri gleði sem skein af hverju riffi.

Upplýstar trommur

Þvínæst rölti ég yfir götuna á Þýska barinn og náði þremur lögum með rapparanum Gísla Pálma. Það er hægt að nota mörg orð um Gísla Pálma en hefðbundið er ekki eitt af þeim. Mér finnst eins og hann sé ekki alvöru persóna heldur karakter úr bíómynd eftir Todd Solondz eða Harmony Korine. Það er alltaf upplifun að sjá hann á sviði og hann rappaði af guðs náð og áhorfendur hreinlega átu stemmninguna úr lófa hans. Þá var haldið aftur í Hafnarhúsið til að sjá hæpaðasta band kvöldsins, Purity Ring. Þau voru tvö á sviðinu, söngkona og græjukall, og fluttu framsækið tölvupopp af miklu öryggi. Sérstaklega skemmtilegt voru einhvers konar lampatrommur, sem að hljómuðu eins og stáltrommur og lýstust upp þegar barið var á þær. Tónleikarnir voru frambærilegir en stóðu kannski ekki alveg undir hæpinu og stemmningin var líflegri hjá Phantogram.

Skipulögð óreiða

Eftir að Purity Ring höfðu lokið sér af fór ég ásamt góðum hópi íslendinga og Kanadabúa yfir á Iðnó til að sjá listamanninn Doldrums frá Montreal. Tónlistin sem hann framreiddi var alveg dásamlega skipulögð óreiða. Hann kom fram ásamt trommuleikara og græjugellu en sjálfur sá hann um söng og óheyrilegt magn af tólum og tækjum, þar á meðal plötuspilara. Söngröddin hans var kraftmikil og afskaplega kvenleg og hann dansaði um sviðið og djöflaðist í græjum milli þess sem hann söng af innlifun og sveiflaði hljóðnemanum í allar áttir. Frábær lokapunktur á öðrum í Airwaves og hressasta atriðið hingað til.

 

Davíð Roach Gunnarsson

Áhugavert á Airwaves fyrri hluti

Fjórtánda Iceland Airwaves tónlistarhátíðin hefst í dag en hún hefur verið haldin í Reykjavík í októbermánuði ár hvert síðan 1999. Hátíðin hefur á þessum tíma þróast og tekið breytingum, en segja má að meginmarkmið hennar sé enn það sama – að kynna íslenska tónlist fyrir erlendum fjölmiðlum og plötuútgefendum. Á hverju ári er um margt úr að velja af öllum þeim frábæru erlendu og innlendu hljómsveitum og listamönnum sem fram koma á hátíðinni. Hér eru nokkur bönd sem við mælum með.

Dirty Projectors

Dirty Projectors hefur þróast á skömmum tíma úr því að vera skúffuverkefni eins manns yfir í eina af metnaðarfyllstu tilraunarokkhljómsveitum samtímans. Í sumar gaf hljómsveitin út sína sjöttu plötu Swing Lo Magellan. David Longstreth söngvari og lagasmiður sveitarinnar sá um allar upptökur á plötunni, sem stóðu yfir í heilt ár. Hann samdi yfir 40 lög fyrir hana þótt aðeins 12 þeirra hafi ratað á endanlega útgáfu hennar. Dirty Projectors munu spila í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn klukkan 0:00.

Hér má lesa um sögu Dirty Projectors

Hér er pistill um sögu Dirty Projectors:

      1. Útvarpspistill um Dirty Projectors

 

 

Purtiy Ring

Kanadíska dúóið Purity Ring gaf út nokkrar sterkar smáskífur á árinu 2011 og sendu frá sér sína fyrstu stóru plötu á þessu ári sem hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda. Purity Ring samanstendur af þeim James og Corin Roddick sem hafa gefið fá viðtöl og haldið myndum af sér frá fjölmiðlum. Purity Ring mun spila á Listasafni Reykjavíkur klukkan 23:00 á fimmtudaginn.

 

DIIV

Brooklyn hljómsveitin DIIV sem hét upphaflega Dive var stofnuð árið 2011 sem sólóverkefni gítarleikara Beach Fossils – Zachary Cole Smith. Fyrsta stóra plata hljómsveitarinnar Oshin kom út í sumar. Platan er full af skemmtilega útpældu gítarrokki af bestu gerð. Hljómsveitin kemur fram á Bella Union kvöldinu í Iðnó á laugardaginn klukkan 0:25.

 

I Break Horses

Sænska hljómsveitin I Break Horses gaf út sína fyrstu plötu í fyrra sem ber nafnið Hearts. Á plötunni blandar hljómsveitin saman áhrifum frá shoe-gaze rokki tíunda áratugarins við nútíma raftónlist með góðum árangri. I Break Horses kemur fram á Bella Union kvöldinu í Iðnó á laugardaginn klukkan 23:30.

Viðtal sem við tókum við I Break Horses: 

      2. Airwaves 3 2

 

Ghostpoet

Breski rapparinn Ghostpoet sem heitir réttu nafni Obaro Ejimiwe kemur frá  Suður-London. Hann gaf út EP-plötu árið 2010 en hans fyrsta plata Peanut Butter Blues & Melancholy Jam kom út árið 2011 og var tilnefnd til Mercury-verðlaunanna.  Ghostpoet hefur verið líkt við listamenn á borð við Mike Skinner og Dizzee Rascal og má flokka undirspilið sem blöndu af allskyns nútíma raftónlist. Hann kemur fram á Þýska barnum á laugardaginn klukkan 23:20.

Friends

Nafnið á hljómsveitinni Friends kemur frá uppáhalds Beach Boys plötu Brian Wilsons. Hljómsveitin kemur frá Brooklyn í New York og spilar metnaðarfullt popp sem sungið er af hinni frábæru söngkonu Samantha Urbani. Hljómsveitin sem  hefur getið sér gott orð fyrir  tónleikahald mun koma fram á Listasafni Reykjavíkur klukkan 23:00 á laugardaginn.


Swans

Hljómsveitin Swans var stofnuð í New York árið 1982 af Michael Gira og starfaði til ársins 1997. Fyrir rúmum tveimur árum ákvað Gira að endurvekja þessa goðsagnakenndu  No Wave hljómsveit með nýjum áherslum. Sveitin hefur síðan gefið út tvær plötur sem báðar hafa fengið góða dóma. Swans spila í Norðurljósasal Hörpu á fimmtudaginn klukkan 23:30. Swans komast ekki útaf fellibylnum Sandy, en íslenski snillingurinn Mugison kemur í þeirra stað!

Viðtal sem við tókum við Swans: 

      3. Airwaves 2 4 hluti

Hér má heyra lagið Song For A Warrior af síðustu plötu Swans sungið af Karen O úr Yeah Yeah Yeahs

Haim

Systra tríóið Haim kemur frá Los Angeles og spila tónlist sem minnir á  rokksveitir 8. áratugarins. Hljómsveitin stefnir að útgáfu sinnar fyrstu plötu von bráðar. Haim spila á Gamla Gauknum fimmtudaginn 1. nóvember klukkan 0:10.

Captain Fufanu

Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson og Guðlaugur Halldór Einarsson skipa raftónlistar dúóið Captain Fufanu sem hefur verið starfrækt frá árinu 2008 og hefur getið sér gott orð fyrir öfluga tónleika sem svíkja engan sem hafa gaman af metnaðarfullri raftónlist. Captain Fufanu kemur frá á efri hæð Faktorý klukkan 0:20 á föstudaginn.

 

Pascal Pinon

Hljómsveitin sem  skipuð er tvíburasystrunum Jófríði og Ásthildi Ákadætrum hefur verið virk frá árinu 2009. Hljómsveitin sendir frá sér sína aðra plötu Twosomeness í dag sem óhætt er að mæla með.  Hljómsveitin kemur fram á sérstöku kvöldi Morr Music á Iceland Airwaves í Iðnó í kvöld.

Ekki Vanmeta – Pascal Pinon

      4. 01 Ekki Vanmeta

 

Sin Fang

Sindri Már Sigfússon forsprakki Sin Fang lísti því yfir í Iceland Airwaves sérþætti straums á dögunum að ný plata með hljómsveitinni væri væntanleg snemma á næsta ári. Hlustið á viðtalið hér fyrir neðan. Sing Fang kemur fram á sérstöku kvöldi Morr Music á Iceland Airwaves í Iðnó í kvöld og á Listasafni Reykjavíkur klukkan 22:00 á laugardaginn.

Viðtal við Sindra

      5. Airwaves 2 1 hluti

Nolo

Ívar Björnsson og Jón Lorange sem skipa hljómsveitina Nolo hafa sent frá sér nokkur frábær demó upp á síðkastið sem gefa til kynna að þriðja plata Nolo verði ekki úr þessum heimi. Sveitin kemur fram á Listasafni Reykjavíkur á föstudaginn klukkan 20:00.

Elektro Guzzi

Austurríska teknósveitin Elektro Guzzi hefur vakið athygli fyrir skemmtilega sviðsframkomu á mörgum af helstu tónlistarhátíðum í Evrópu undanfarið ár. Hljómsveitin spilar á efri hæðinni á Faktorý á föstudaginn klukkan 1:10.

The Vaccines

Ein af vinsælustu gítarrokk hljómsveitum breta síðustu misseri inniheldur íslendinginn Árna Hjörvar sem áður var í hljómsveitunum Future Future og Kimono. Hljómsveitin spilar á Listasafni Reykjavíkur á föstudaginn klukkan 0:00.

Viðtal sem tókum við Árna Hjörvar úr The Vaccines: 

      6. Airwaves 2 2 hluti

Óli Dóri