Primavera Sound, Jamie xx, Swimming Paul, Young Nazareth, Mukka, Kristberg, Lindstrøm, Kaytranada, Sveinn Guðmundsson og fleira kemur við sögu í Straumi með Óla Dóra á slaginu 22:00 á X-inu 977!
Tag: Lindstrøm
Straumur 26. ágúst 2019
Í Straumi í kvöld verður farið yfir nýtt efni frá OTHERLiiNE, Tycho, Vince Staples, Kim Gordon, Lindstrøm og mörgum öðrum listamönnum. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 á slaginu 23:00
1) Chimes – OTHERLiiNE
2) Pink & Blue (ft. Saint Sinner) (RAC Mix) – Tycho
3) So What – Vince Staples
4) Ævintýri í fjórðu iðnbyltingunni – Kef LAVÍK
5) Sketch Artist – Kim Gordon
6) Really Deep Snow – Lindstrøm
7) Eve Of Destruction (KOKOKO! remix) – The Chemical Brothers
8) All That Blue – Blue Hawaii
9) Hell N Back – Bakar
10) Clarity (Alan Fitzpatrick remix) – Model Man
11) Lurö Kloster jams – Ari Bald
12) Random Rules – First Aid Kit
Tekknótryllingur, geimdiskó og kynfærameiðsli
Sónar var ýtt úr vör í gær og á sjötta aldursárinu en engan bilbug að sjá á hátíðinni. Harpan var full af útlendingum og flottum neonljósaskúlptúrum hafði verið plantað á víð og dreif til að auka á festivalstemmninguna.
Ég byrjaði föstudagskvöldið á móðurskipi íslenskrar danstónlistar, Gusgus. Það er ein af mínum allra uppáhalds íslensku hljómsveitum sem ég hef skrifað svo mikið um að ég er að renna út af myndlíkingum og lýsingarorðum til að nota um tónleikana þeirra. Ég hef ekki tölu á þeim Gusgus-tónleikum sem ég hef farið í meira en áratug og aldrei hefur mér leiðst. Daníel Ágúst og Biggi Veira lögðu mikla áherslu sína nýjustu plötu, Lies Are More Flexible, á tónleikum sínum í Silfurbergi, og léku fimm lög af henni. Þeir byrjuðu á „Featherlight“, fyrstu smáskífunni, sem að mínu mati er strax eftir sex mánaða tilveru komið í kanónuna af klassískum Gusguslögum, tímalaus raftónlist sem er aldrei út úr kú á dansgólfinu.
Dansinn hámarkaður
Stundum segir fólk að raftónlist flutt live sé bara einhver með Apple tölvu að ýta á play, það að vera satt í einstaka tilvikum en langt frá sannleikanum á tónleikum Gusgus. Þó þú sjáir kannski ekki beint hvað Biggi Veira er að gera á bakvið græjustæðuna sína þá heyrirðu það og finnur. Hann teygir á lögunum, leyfir hverju hljóði að fá sitt andrými, tvíkar þau til með uppbyggingum og taktsprengingum til að sníða þau að salnum og ná fram hámarksdansi. Hápunkturinn var þó „Add This Song“, í útgáfu sem ég hef ekki heyrt áður. Það var langt forspil áður en Daníel Ágúst hóp upp raustina og óvænt og groddaleg bassalína kom í kjölfar viðlagsins. Ljós og hljóð var til fyrirmyndar og Silfurberg er óðum að verða heimavöllur Gusgus á Íslandi.
Næst hélt ég yfir í Norðurljósasalinn til að sjá norska geimdiskógeggjarann Lindstrøm. Hann lék á als oddi í arpeggíum og sci-fi-laglínum sem flutu yfir salnum í sporbaug um eyrun mín. Ég hef verið aðdáandi hans lengi og missti nokkra líkamsvessa þegar hann tók sinn helsta „hittara“, lagið sem vakti fyrst athygli á honum, I Feel Space.
Afmælisbarnið meiddi sig í typpinu
Næst á dagskrá var afmælisbarnið og Detroit-rapparinn Danny Brown sem var aðalnúmer kvöldsins hjá mér. Hann er einn mest spennandi rappari sem hefur komið fram undanfarin ár. Hann er með algjörlega einstaka rödd, ýlfrar og geltir út snjöllum myndlíkingum, skrýtnum sögum og klámfengnum húmor með hvellri hátíðnirödd yfir tilraunakenndum tryllingstöktum. Hann fór á mörgum kostum þetta kvöld og virtist gríðarlega ánægður í eigin skinni á sviðinu í Silfurbergi en hann varð 37 ára þennan dag, og auðvitað söng allur salurinn afmælissönginn fyrir þennan frábæra listamann.
Hann er performer á heimsmælikvarða og tætti af sér peysu, derhúfu, og skó eftir því sem leið á tónleikana, sem hann dúndraði jafnóðum út í salinn –einhvers konar öfug afmælisgjöf frá honum til þeirra heppnu áhorfenda sem náðu að grípa. Hann tók flest þau lög sem mig langaði til að heyra og allur salurinn tók undir í slögurum eins og „Dip“, „Grown Up“ og „Aint it Funny“.
Hann var stútfullur af sjarma og sviðsorku, hoppaði út um allt svið, fór í kolnhnís og snerist eins og skopparakringla, en í hamaganginum náði hann því miður einhvern veginn að meiða sig í kynfærunum, sem hann sagði ástæðu þess að hann hætti spila – sem var þú um það bil þegar hann átti að hætta samkvæmt áætlun. Ég vona innilega að hann jafni sig í typpinu sem fyrst, en hann getur allavega huggað sig við það hann heillaði heilan sal upp úr skónum við atganginn sem leiddi til meiðslanna.
Eftir Danny Brown var aðeins ein leið í stöðunni; Niður. Í bílakjallarann sem á Sónar breytist í alvöru berlínskan tekknóklúbb, þann eina sinnar tegundar á landinu. Þar dansaði fólk sig inn í nóttina við pumpandi ryþma bassatrommurnar á hverju slagi, þar sem taumlaus nautnahyggja réð ríkjum og fölskvalaus gleði skein úr hverju andliti.
Davíð Roach Gunnarsson
Mynd: Facebooksíða Sónar
Straumur 5. mars 2018
Í þætti kvöldsins verður tekið fyrir nýtt efni með listamönnum á borð við Peggy Gou, Lindström, Sunnu, A.A.L, Yuno, Hinds og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á Xinu 977!
1) Han Jan – Peggy Gou
2) I Never Dream – A.A.L
3) Didn’t Know Better (remix) – Lindstrom
4) S.H.A.K.E – Mind Enterprises
5) At Least The Sky Is Blue (ft. Ariel Pink) – SSION
6) Amma – Sunna
7) Líf ertu að grínast – Prins Póló
8) Sex On The Beach – DJ Assault
9) Still Sleeping – Chrome Sparks
10) Illumination (ft. Róisín Murphy) – DJ Koze
11) The One True Path – Kero Kero Bonito
12) No Going Back – Yuno
13) Off and On – Sales
14) The Club – Hinds
BESTU ERLENDU LÖG ÁRSINS 2017
50) Hard To Say Goodbye (Lone remix) – Washed Out
49) Girl Like You – Toro Y Moi
48) Sound – Sylvan Esso
47) D.V.T. – NVDES
46) On Hold (Jamie xx remix) – The xx
45) Modafinil Blues – Matthew Dear
44) Samoa Summer Night Session – LOKATT
43) Tensions – Lindstrøm
42) Nomistakes – Knxwledge
41) I Will Make Room For You (Four Tet remix) – Kaitlyn Aurelia Smith
40) Babylon (ft. Chronixx) – Joey Badass
39) Face to Face – Daphni
38) Are You Leaving – Sassy 009
37) Ascention (ft. Vince Staples) – Gorillaz
36) What U Want Me To Do – Galcher Lustwerk
35) Analysis Paralysis – Jen Cloher
34) 2017 – 38 – Kaytranada
33) Rodent – Burial
32) 7th Sevens – Bonobo
31) No Coffee – Amber Coffman
30) Deadly Valentine – Charlotte Gainsbourg
29) To Say – Jacques Greene
28) Cool Your Heart (ft. DAWN & Gavsborg) (Equilknoxx remix) Dirty Projectors
27) The Combine – John Maus
26) Amergris 9 – Roy Of The Ravers
25) Evolution – Kelly Lee Owens
24) Oh Baby – LCD Soundsystem
23) Traveller (Running Back) – Boris Dlugosch + Cassara
22) Dedicated To Bobby Jameson – Ariel Pink
21) Electric Blue – Arcade Fire
20) Bofou Safou – Amadou and Mariam
19) Freeway Crush (Nutrition remix) – Ruby Haunt
18) Perth – Kink
17) Something for your M.I.N.D. – Superorganism
16) On The Level – Mac DeMarco
15) Mask Off (ft. Kendrick Lamar) – Future
14) To The Moon and Back – Fever Ray
13) BagBak – Vince Staples
12) Hug Of Thunder – Broken Social Scene
11) Isostasy – Com Truise
10) RAINGURL – Yaeji
9) Over Everything – Courtney Barnett & Kurt Vile
8) Fantasy Island – The Shins
7) From A Past Life – Lone
6) Show You the Way (ft. Kenny Loggins & Michael McDonalds) – Thundercat
5) Humble – Kendrick Lamar
4) InBlue – Lu Pino
3) Baby Luv – Nilüfer Yanya
2) Ariadna – Kedr Livanskiy
1) Glue – Bicep
Lindstrøm á Sónar Reykjavík
Nú rétt í þessu var tilkynnt um að norski geimdiskó-gúrúinn Lindstrøm spili á næstu Sónar hátíð í Reykjavík en hún verður haldin í Hörpu 16-17. mars á næsta ári. Lindstrøm sem heitir fullur nafni Hans-Peter Lindstrøm gaf út plötuna It’s Alright Between Us as It Is fyrr á þessu ári.
Straumur 23. október 2017
Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýjar plötur frá John Maus og Lindstrøm auk þess sem tekið verður fyrir nýtt efni frá Fever Ray, Honey Dijon, Nabihah Lqbal, Bearcubs og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.
1) Walls Of Silence – John Maus
2) Touchdown – John Maus
3) Decide Decide – John Maus
4) To The Moon And Back – Fever Ray
5) 808 State Of Mind (ft. Shaun J Wright & Alinka) – Honey Dijon
6) Something More – Nabihah Lqbal
7) Little Dark Age – MGMT
8) Bungl (Like A Ghost) (Feat. Jenny Hval) – Lindstrøm
9) Under Trees – Lindstrøm
10) Do You Feel – Bearcubs
11) Ok Bíddu – Hrnnar & Smjörvi
12) Love You So Bad – Ezra Furman
Straumur 2. október 2017
Straumi í kvöld verður tekið fyrir nýtt efni frá Nilüfer Yanya, Negative Gemini, Abra, Daphni, Lindstrøm, Knxwledge. og fjölda annarra listamanna. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.
1) You Weren’t There Anymore – Negative Gemini
2) Baby Luv – Nilüfer Yanya
3) Continental Breakfast – Courtney Barnett & Kurt Vile
4) Talk a Lot – SALES
5) Carry On – Daphni
6) Tensions – Lindstrøm
7) Drink Im Slippin’ On – Yaeji
8) Novacane – Abra
9) Promise – Knxwledge.
10) No harm – Smerz
11) 319 – The Rapture
12) It’s a Shame – First Aid Kit
Straumur 28. ágúst 2017
Í Straumi í kvöld verður farið yfir nýtt efni frá Jeals, Syd, Lindstrøm , Yaeji, Mourn, Deerhoof og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.
1) Gentle Chain – Jeals
2) Provider – Frank Ocean
3) Bad Dream / No Looking Back – Syd
4) Shinin – Lindstrøm
5) Last Breath – Yaeji
6) Milk (ft. Myra) – Nasaya
7) Downfall – Kllo
8) Color Me Impressed – Mourn
9) Con Sordino – Deerhoof
10) Palace Of The Governors – Deerhoof
11) I Took Your Picture – Cults
12) Memory Of a Cut Off Head – OCS
13) The Two of Us (feat. Sky Ferreira) – The Jesus and Mary Chain
14) Cola ( Lana Del Rey cover) – Harlem
Bestu erlendu lög ársins 2016
50. Neon Dad – Holy Fuck
49. Everybody Wants To Love You – Japanese Breakfast
48. Play On – D.K
47. Naive To The Bone – Marie Davidson
46. With Them – Young Thug
45. Run – Tourist
44. Hey Lion – Sofi Tukker
43. Snooze 4 Love (Dixon remix) – Todd Terje
42. All Night – Romare
41. Bus In These Streets – Thundercat
40. Never Be Like You (ft. Kai) – Flume
39. Dis Generation – A Tribe Called Quest
38. State Of The Nation – Michael Mayer
37. Do It 4 U (feat. D∆WN) – Machinedrum
36. VRY BLK (ft. Noname) Jamila Woods
35. Come We Go – Jamie XX & Kosi Kos
34. Reichpop – Wild Nothing
33. Cool 2 – Hoops
32. Car – Porches
31. Come Down – anderson .paak
30. Horizon – Tycho
29. All To Myself – Amber Coffman
28. The Mechanical Fair (Todd Terje Remix) – Ola Kvernberg
27. Keep You Name – Dirty Projectors
26. Revenge (ft. Ariel Pink) – NY Theo (Theophilus London)
25. All Or Nothing (ft. Angelica Bess) – Chrome Sparks
24. untitled 03 | 05.28.2013. – Kendrick Lamar
23. Boo Hoo (Cole M. G. N. remix) – Nite Jewel
22. Brickwall – Fred Thomas
21. Landcruisin – A.K. Paul
20. Can’t Stop Fighting – Sheer Mag
19. Lying Has To Stop – Soft Hair
18. Back Together – Metronomy
17. On the Lips – Frankie Cosmos
16. Closing Shot – Lindstrøm
15. Shut Up Kiss Me – Angel Olsen
14. Big Boss Big Time Business – Santigold
13. Operator (DJ Koze’s Extended Disco Version) – Låpsley
12. A 1000 Times – Hamilton Leithauser + Rostam
11. Out of Mind – DIIV
10. BULLETS (feat. Little Dragon) – Kaytranada
9. Hold Up – Beyoncé
8. Dance… While The Record Spins – Kornél Kovács
7. White Ferrari (Jacques Greene) – Frank Ocean
6. Nobody Speak (feat. Run The Jewels) – DJ Shadow
5. FloriDada – Animal Collective
Florida með Animal Collective á heima í sömu sólbrenndu síkadelísku veröld og meistaraverkið Merriweather Post Pavilion. Lagið er á stöðugri hreyfingu í margar áttir í einu þar sem eina endastöðin er útvíkkun hugans.
4. Summer Friends (feat. Jeremih, Francis, The Lights) – Chance The Rapper
Tregafullur sumarsöngur rapparans Chance The Rapper um vináttu er fullkominn kokteill af hip-hop, gospel og R&B.
3. (Joe Gets Kicked Out of School for Using) Drugs With Friends (But Says This Isn’t a Problem) – Car Seat Headrest
Í Joe gets kicked out of school lýsir Will Toledo sem gefur út tónlist undir nafninu Car Seat Headrest misheppnuðu sýrutrippi þar sem í stað andlegrar uppljómunar líður honum eins og skít og er stöðugt hræddur við lögguna. En þrátt fyrir þessa raunasögu endar lagið á samsöng út í hið óendanlega um hvernig vinátta og eiturlyf séu jafn fullkomin blanda og gin og tónik.
2. It Means I Love You – Jessy Lanza
Hápunktur plöturnar Oh No er hið taktfasta It Means I Love You sem byggir á lagi Suður Afríska tónlistarmannsins Foster Manganyi – Ndzi Teke Riendzo
1. Famous – Kanye West
Eitt umdeildasta lag ársins og jafnframt það besta. Famous er fyrsta smáskífan af sjöundu breiðskífu Kanye West The Life of Pablo sem kom út í febrúar. Lagið er fullkomið dæmi um glöggt eyra West þegar kemur að því að blanda saman sömplum og gera eitthvað algjörlega nýtt úr þeim. Hann tekur sönglínu úr Do What You Gotta Do með Nina Simone og fær Rihönnu til að syngja en lætur upprunalegu upptökuna enda lagið. Hápunturinn kemur í seinna hluta lagsins þegar hann notar sampl úr laginu Bam Bam með Sister Nancy og lætur það fylgja taktinum. Eitthvað sem á pappír hljómar eins og sæmilegt mashup verður í meðförum Kanye að listrænum kjarnasamruna sem er töfrum líkastur. Lögin hljóma eins og þau hafi alltaf átt heima saman en enginn nema Kanye West hefur tæknilega hæfileika og rödd til þess að vera bindiefnið á milli þeirra. Bara stórkostlegir listamenn geta stolið svona fallega og komist fullkomlega upp með það. Kanye er í þeim hópi. Myndbandið við lagið er svo listaverk út að fyrir sig.