Í Straumi í kvöld munum við fara yfir það helsta erlenda á Iceland Airwaves í ár auk þess sem spiluð verða ný lög frá K.óla, Iðunni Einars, Kælunni Miklu og Skröttum. Airwaves Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 22:00 á X-inu 977.
Good Lies – Overmono –
I Wanna Win – Jaakko Eino Kalevi
Carry Me Higher – The Blessed Madonna, Joy Anonymous, Danielle Ponder
Iceland Airwaves tilkynnti rétt í þessu 30 atriði sem koma fram á hátíðinni dagana 6.-9. nóvember. Mac DeMarco sem spilaði þar 2013 mun koma aftur fram í ár. Listamennirnir sem voru tilkynntir eru eftirfarandi:
Alexandra Stréliski (CA) // Amanda Tenfjord (NO) // Anna of the North (NO) // Aron Can // Auðn // Auður // Berndsen // Between Mountains // Boy Azooga (UK) // CeaseTone // Elín Sif // GDRN // Georgia (UK) // Grísalappalísa // Hatari // Hildur // IamHelgi // Mac DeMarco (CA) // Matthildur // Moses Hightower // Murkage Dave (UK) // Pavvla (ES) // Shame (UK) // SONS (BE) // The Garrys (US) // The Howl & The Hum (UK) // Une Misère // Vök // Warmland // Whitney (US)
Hér má sjá viðtal sem Straumur átti við Mac DeMarco þegar hann kom fram á Iceland Airwaves fyrir tæpum 6 árum.
Mætti í Lucky Records klukkan 17:30 þar sem Tonik Ensemble var nýbyrjaður. Tonik spilaði í rúmar 30 mínútur rifið, tætt og kraumandi teknó í hæsta gæðaflokki.
Hermigervill var næstur á svið í Lucky. Eftir nokkur lög baðst hann afsökunar á því hversu hörð tónlistin væri, ástæðan væri sú að hann væri búinn að vera mikið á klúbbnum. Hermigervill þurfti ekki að afsaka neitt. Hann náði öllum í búðinni sem var stútfull á sitt band og spilaði mest nýtt efni.
HljópáHúrra þar sem Bagdad Brothers voru að byrja. Ánægjulegt að sjá að það er ennþá líf í íslensku indí-rokki. Hljómsveitin skilaði sínu og rúmlega það.
Tommy Cash náði mér ekki alveg. Fannst þetta heldur mikið Die Antwoord fátæka mannsins. Hin finnska Alma olli einnig vonbrigðum. Haiku Hands voru í miklu stuði í Silfursalnum og Snail Mail ekki jafn hress í Iðnó.
Superorganism áttu annað kvöldið á Airwaves. Gleðisprengja sem náði hápunkti sínum í síðustu tveim lögunum Everybody wants to be famous og Something for your m.i.n.d. sem kveiktu vel í Listasafni Reykjavíkur.
Injury Reserve komu skemmtilega á óvart með grjóthörðu hip-hoppiog “mosh pit” sem fylgdi. Jimothy Lacoste kláraði svo kvöldið á Húrra með silkimjúku svefnherbergis-poppi.
Byrjaði kvöldið á lokatónum hinnar frábæru indí-sveitar Bagdad Brothers á KEXP Off Venue Spectacle á Kex Hostel. Spilamennskan og stemmingin til fyrirmyndar og stórgott að hefja Iceland Airwaves á jafn skemmtilegu og léttleikandi bandi og bræðrunum þrátt fyrir að ná bara þeirra síðasta lagi. Mun svo sannarlega ná fleirum á Húrra í kvöld. Næst lá leiðin á Kiriyama Family í Gamla Bíó sem spiluðu fagmannlega í þrusugóðu sándi og slógu hvergi feilnótu.
Countess Malaise er kröftugur „performer“ sem á auðvelt með að fá áhorfendur með sér sem hún sýndi með öflugu setti í Silfursalnum. Greyfynjan er með feikna gott flæði og fór með rímur sem fjölluðu um allt frá mótlæti yfir í Kalla kanínu undir taktföstu og drungalegu bíti.
Það var unun að sjá Auður syngja á íslensku á einkar persónlegum og sterkum tónleikum í Listasafni Reykjavíkur þar sem hann flutti efni af plötunni Afsakanir sem kom út fyrir stuttu. Auðunn var öruggur á sviðinu bakkaður upp af gospel-skotnum bakröddum, grúví bassaleik og hljómborði. Ánægulegt að sjá hann taka í gítarinn í sumum lögum. Kíkti við á Sólveigu Matthildi á Gauknum þar sem hún reiddi fram kuldarokk með áhrifum frá gamalli íslenskri dægurtónlist.
Special-K var án efa einn af hápunktum kvöldsins. Hún flutti hvern indí-poppslagarann á fætur öðrum í stútfullum sal Iðnó með hljómsveit sem innhélt meðal annars Sóleyju Stefánsdóttur og Margréti Arnarsdóttur harmonikuleikara. Hún kallaði Daða Freyr á svið í laginu I Thought I’d Be More Famous by Now sem gaf laginu dansvænan blæ. Special-K minnir á nýleg indí-bönd á borð við Frankie Cosmos og Alvvays og ætti hún svo sannarlega að vera orðin þekktari á heimsvísu.
Eftir Special-K hljóp ég aftur á Kexið til að sjá Skáta sem lokuðu dagskrá KEXP. Þetta voru hálfgerðir heimkomutónleikar fyrir þær sakir að gítarleikari hljómsveitarinnar Benedikt Reynisson hefur síðustu ár verið þeim KEXP mönnum innan handar við skipulagningu á dagskrá á Kexinu yfir Airwaves auk þess sem Skátar spiluðu oft á hátíðinni á síðasta áratug. Hljómsveitin með tvo nýja meðlimi innanborðs olli engum vonbrigðum með pönkuðu setti sem minnti á gamla tíma, líkt og maður hefði stigið inn í tímavél til ársins 2005.
asdfhg. spiluðu lágstemmt og drungalegt krúttpopp á fullum Hressingarskála við góðar undirtektir áhorfenda. Allenheimer eða Atli Bollason var næstur á svið en það mátti gletta í hann á bak við tjald sem varpað var á allskyns sýru með hálfgerðum VHS filter. Einkar vel útfærð og sýrð raftónlist hjá Bollasyni. Kláraði svo kvöldið á síðustu lögum Valdimars í Gamla Bíó. Þeirra frábæru lagasmíðum var vel tekið og eiginlega ekki hægt að biðja um betri endir á sterku fyrsta kvöldi Iceland Airwaves í ár.
Það eru aðeins tæpar þrjár vikur í að Iceland Airwaves hátíðin verði flautuð á og orðið tímabært að finna út hvar og hvenær þú vilt vera á meðan veislan stendur yfir. Dagskráin er tilbúin og hana má finna hér!
Iceland Airwaves hátíðin verður haldin í tuttugasta sinn 7. – 10. nóvember nk. Nú þegar hefur hefur verið tilkynnt um 120 atriði frá 20 löndum.
Í dag tilkynnir hátíðin yfir hundrað nöfn til viðbótar sem gerir þetta að stærstu Airwaves hátíð frá upphafi með 221 hljómsveitir frá 26 löndum. Fever Ray hefur aflýst tónleikum sínum á Iceland Airwaves, sem og öllum öðrum tónleikum haustsins.
Útgáfurnar Bella Union og Moshi Moshi fagna 20 ára afmæli í ár og munu halda sérstök ‘label’ kvöld á hátíðinni í tilefni afmælisins.
Einstakt “6AM Rave” verður haldið kl. 6 um morgun með DJ Margeiri og Tómasi Oddien slíkir viðburðir hafa vakið mikla lukku um allan heim undanfarið.
Iceland Airwaves kynnti rétt í þessu yfir 50 ný atriði sem munu spila á hátíðinni í haust.
ALÞJÓÐLEG ATRIÐI KYNNT NÚNA:
NATALIE PRASS (US)
NADINE SHAH (UK)
STELLA DONNELLY (AU)
CRUMB (US)
DANNY & THE VEETOS (FO)
EIVØR (FO)
FIEH (NO)
INJURY RESERVE (US)
JIMOTHY LACOSTE (UK)
NANOOK (GL)
OFF BLOOM (DK)
PHILIP EMILIO (NO)
RIZAN SAID (SY)
SURMA (PT)
TAMINO (BE/EG)
TIERRA WHACK (US)
TUVABAND (NO)
KEYCHANGE LISTAMENN:
KAT FRANKIE (DE/AU)
MARI KALKUN (EE)
MUEVELOREINA (ES)
TAWIAH (UK)
VAZ (SE)
ÍSLENSK ATRIÐI KYNNT NÚNA:
ÓLAFUR ARNALDS
HÖGNI
SÓLEY
MR. SILLA
EMMSJÉ GAUTI
BERNDSEN
STURLA ATLAS
DAÐI FREYR
BIRNIR
AFK
ANDARTAK
BEEBEE AND THE BLUEBIRDS
BIRGIR
EINARINDRA
FUTURE FIGMENT
GLERAKUR
HINEMOA
JOEY CHRIST
KARITAS
KEF LAVÍK
KÖTT GRÁ PJÉ
MIGHTY BEAR
MUNSTUR
RING OF GYGES
SHAKES
SURA
SVALA
VAR
VIO
Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni. Meðal þeirra sem bætast við er sænska tónlistarkonan Fever Ray, hinn norski Cashmere Cat og Julian Casablancas og félagar í The Voidz Iceland Airwaves tónlistarhátíðin verður haldin í 20. skipti dagana 7. – 10. nóvember nk
Listamennirnir sem bætast við eru:
Erlendir:
ALMA (FI)
AV AV AV (DK)
BEDOUINE (US)
BLOOD ORANGE (US)
CASHMERE CAT (NO)
DESCARTES A KANT (MX)
FEVER RAY (SE)
GAFFA TAPE SANDY (UK)
HAK BAKER (UK)
HUSKY LOOPS (UK)
JARAMI (SE)
JMSN (US)
POLO & PAN (FR)
REJJIE SNOW (IE)
SMERZ (NO)
SNAIL MAIL (US)
SORRY (UK)
STEREO HONEY (UK)
THE VOIDZ (US)
TRUPA TRUPA (PL)
WWWATER (BE)
Íslenskir:
AXEL FLÓVENT
AMABADAMA
CEASETONE
FLONI
VÖK
GKR
HATARI
HILDUR
HIMBRIMI
HÓRMÓNAR
JÓIPÉ x KRÓLI
LOGI PEDRO
MAMMÚT
MÁNI ORRASON
PINK STREET BOYS
SYCAMORE TREE
TEITUR MAGNÚSSON
UNNSTEINN
YLJA
YOUNG KARIN
Early Bird miðar eru í sölu núna í takmarkaðan tíma.
Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag um 27 listamenn sem munu koma fram á hátíðinni dagana 7. til 10. nóvember á þessu ári. Þeir erlendu listamenn sem tilkynntir voru eru; Fontaines D.C, Girl Ray, Girlhood, Jade Bird, Jockstrap, Mavi Phoenix, Naaz, Sassy 009, Scarlet Pleasure, Soccer Mommy, Superorganism, The Orielles og Tommy Cash.
Hátíðin tilkynnti einnig um 14 íslenska listamenn; Agent Fresco, Auður, Between Mountains, Bríet, Cyber, Hugar, Júníus Meyvant, Kiryama Family, Rytmatik, Snorri Helgason, Sykur, Úlfur Úlfur, Una Stef og Valdimar,