30. La Femme – Mystère
29. Japanese Breakfast – Psychopomp
28. Soft Hair – Soft Hair
27. Diana – Familiar Touch
26. Okkervil River – Away
25. Machinedrum – Human Energy
24. Santigold – 99¢
23. Com Truise – Silicon Tare
22. Beyoncé – Lemonade
21. David Bowie – Blackstar
20. Nite Jewel – Liquid Cool
19. Porches – Pool
18. Hinds – Leave Me Alone
17. D∆WN – Redemption
16. Michael Mayer – &
15. Tycho – Epoch
14. Frankie Cosmos – Next Thing
13. Romare – Love Songs: Part Two
12. DIIV – Is The Is Are
11. Metronomy – Summer 08
10. A Tribe Called Quest – We got it from Here… Thank You 4 Your service
9. Hamilton Leithauser + Rostam – I Had a Dream That You Were Mine
8. Kanye West – The Life Of Pablo
7. Angel Olsen – My Woman
6. Kornél Kovács – The Bells
5. Jessy Lanza – Oh No
Kanadíska tónlistarkonan Jessy Lanza fylgir vel á eftir fyrstu plötu sinni Pull My Hair frá árinu 2013 á Oh No en báðar plöturnar voru tilnefndar til Polaris tónlistarverðlauna. Hápunktur plöturnar er hið taktfasta It Means I Love You sem byggir á lagi Suður Afríska tónlistarmannsins Foster Manganyi – Ndzi Teke Riendzo
4. Chance The Rapper – Coloring Book
Chicago rapparinn Chance The Rapper blandar saman hip-hop og gospel-tónlist á framúrstefnulegan máta á sínu þriðja mixtape-i. Með fjölda gesta sér við hlið (Kanye West, Young Thug, Francis and the Lights, Justin Bieber, Ty Dolla Sign, Kirk Franklin og Barnakór Chicago) tekst Chance á Coloring Book að gefa út eina litríkustu plötu ársins.
3. Car Seat Headrest – Teens Of Denial
Á Teens Of Denial blandar Will Toledo forsprakki Car Seat Headrest saman áhrifavöldum sínum (sjá: Velvet Underground, The Strokes, Beck og Pavement) og útkoman er óvenju fersk. Ein sterkasta indie-rokk plata síðari ára.
2. Frank Ocean – Blonde
Það eru fáar plötur sem beðið hefur verið eftir með eins mikilli eftirvæntingu og annarri plötu tónlistarmannsins Frank Ocean. Upphaflega nefnd Boys Don’t Cry með settan útgáfudag í júlí 2015, var plötunni frestað aftur og aftur og kom hún svo út óvænt seint í ágúst. Á Blonde leitar Ocean meira innra með sér en á hinni grípandi Channel Orange frá árinu 2012 og þarfnast hún fleiri hlustana áður en hún hittir í mark. Líkt og hans fyrri plata vermir Blonde sæti númer 2 á lista Straums yfir bestu plötur ársins.
Frank Ocean – ‘Nikes’ from DoBeDo Productions on Vimeo.
1. Kaytranada – 99.9%
Hinn 24 ára gamli Louis Kevin Celestin frá Montreal sem gengur undir listamannsnafninu Kaytranada gaf út sína fyrstu stóru plötu 99.9% 6. maí á þessu ári. Platan sem er að mati Straums besta plata þessa árs er uppfull af metnaðarfullri danstónlist með áhrifum frá hip-hop, fönki og R&B. Einstaklega grípandi lagasmíðar sem henta bæði á dansgólfinu og heima í stofu.
Óli Dóri