Jón Þór með útgáfutónleika

Tónlistarmaðurinn Jón Þór sem áður var söngvari og gítarleikari í hljómsveitunum Lödu Sport og Dynamo Fog mun halda útgáfutónleika fyrir sína fyrstu sólóplötu – Sérðu mig í lit? á Faktorý næsta föstudag. Platan er frábrugðin fyrri verkum Jóns á þann hátt að hún er öll sungin á  íslensku.  Ásamt Jóni mun reykvíska hljómsveitin Gang Related koma fram á tónleikunum sem hefjast á slaginu 23:00.  Ýmsir hljóðfæraleikarar sem léku með Jóni Þór á plötunni munu einnig leiða fram krafta sína með honum þetta kvöld. Miðaverð er 1000 krónur og platan Sérðu mig í lit? verður til sölu á góðu verði. Hlustið á lagið Tímavél og horfið á viðtal sem áttum við Jón Þór fyrr í vetur hér að neðan.


Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *