Straumur 3. mars 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við væntanlegar plötur frá Cloud Nothings, Future Islands og Tycho. Auk þess sem við skoðum nýtt efni frá The Pains of Being Pure at Heart, Posse, Seven Davis Jr mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 3. mars 2014 by Straumur on Mixcloud

1) How Near In – Cloud Nothings
2) Psychic Trauma – Cloud Nothings
3) No Thougts – Cloud Nothings
4) Simple And Sure – The Pains Of Being Pure at Heart
5) Tongues – PAWS
6) Forever – Chris Malinchak
7) Time – Drumtalk
8) If It Wasn’t True – Shamir
9) P.A.R.T.Y. (ft. Mezmawho) – Seven Davis Jr
10) Back in the Tall Grass – Future Islands
11) A Song for Our Grandfathers – Future Islands
12) Nevermind The End (Saint Pepsi remix) – Tei Shi
13) L – Tycho
14) See – Tycho
15) Cut – russian.girls
16) Shut Up – Posse

 

Stjörnufans í Hörpu til stuðnings landverndar.

Björk, Of Monsters and Men, Patti Smith, Mammút, Retro Stefson, Highlands, Samaris og Lykke Li koma fram á tónleikum í Hörpu þann 18. mars næstkomandi til stuðnings landverndar.

Tónleikarnir eru liður í samvinnuverkefninu Stopp – Gætum garðsins sem leikstjórinn Darren Aronofsky, Björk Guðmundsdóttir, Landvernd og Náttúruvernd Íslands standa að.

Stórmyndin Noah í leikstjórn Aronofsky verður frumsýnd í  Egilsbíói í tilefni dagsins og hefst klukkan 17:30 en tónleikarnir  hefjast stundvíslega kl. 20:30. Takmarkað magn miða er í boði. Allur ágóði rennur til Náttúruverndarsamtaka Íslands og Landverndar en allir listamenn sem koma fram gefa vinnu sína.

 

Tónleikar vikunnar 27. febrúar – 2. mars

Miðvikudagur 26. febrúar

Sin Fang og Hudson Wayne koma fram á Harlem Bar. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 1500 kr í reiðufé inn.

Fimmtudagur 27. febrúar

Hljómsveitin “Skuggamyndir frá Býsans”  heldur tónleika í Mengi á Óðinsgötu 2. Efnisskráin er samsett af þjóðlegri tónlist frá Búlgaríu, Tyrklandi, Makedóníu og Grikklandi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

Brilliantinus, Gunnar Jónsson Collider, EINAR INDRA  og russians.girls (live) koma fram á Heiladans 32 á Bravó. Heiladansinn byrjar kl. 21 en DJ Dorrit sér um að koma fólkinu í gírinn.

Hljómsveitin Kiss the Coyote heldur tónleika Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt  inn.

Emmsjé Gauti heldur frumsýningarparty fyrir nýtt myndband á Prikinu. Partýið er frá 8-10 en eftir það taka YOUNG ONES við spilurunum.

Tónleikur heldur sína 7. tónleikaröð á Stúdentakjallaranum. Eftirfarandi listamenn munu koma fram: Tinna Katrín, Stefán Atli, Unnur Sara, Silja Rós, Tré og Slowsteps. Það er ókeypis inn og byrja tónleikarnir klukkan 21:00

Loji kemur fram á Hlemmur Square. Loji er hljómsveit sem spilar indí skotið pop. Hljómsveitin samanstendur af Grími Erni Grímssyni, Jóni Þorsteinssyni og Loji Höskuldsson. Loji er búin að gefa út tvær plötur Skyndiskissur og Samansafn en sú síðarnefnda kom út í októbermánuði 2013. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það er ókeypis inn.

Föstudagur 28. febrúar 

 

Kristín Þóra heldur tónleika í Mengi. Kristín spinnur víólu- og hljóðvef um eigin lagasmíðar og fær til liðs við sig góða gesti. Kristín er víóluleikari með meiru og hefur starfað með fjölda hljómsveita og listamanna undanfarin ár. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Laugardagur 1. mars

Blacklisted, kimona, Grísalappalísa, Klikk, Kælan Mikla og Ofvitarnir koma fram í Hellingum í TÞM. Tónleikarnir eru fyrir alla aldurshópa og hefjast klukkan 18:00. Það kostar 1000 krónur inn.

Low Roar blæs til tónleika í Mengi. Sveitin er stofnuð af Ryan Karazija sem fluttist til Íslands frá San Francisco. Tónleikarnir í Mengi marka þá fyrstu í tónleikaferð Low Roar til kynningar á nýrri breiðskífu þar sem sveitin spilar t.a.m. 9 sinnum í Póllandi næstu 9 daga eftir tónleikana í Mengi.Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Sunnudagur 2. mars

KÍTÓN kynnir TÓNAR OG FLÆÐI í opnum rýmum Hörpu frá kl. 13.00 – 17.00. Fram koma í hornum Hörpu tónlistarkonur úr öllum áttum. Ókeypis aðgangur!

MUNNHARPAN

13.00 – 13.20 – Kristjana Arngrímsdóttir

14.00 – 14.20 – Brother Grass

15.00 – 15.20 – Rósa Guðrún Sveinsdóttir

16.00 – 16.20 – Magnetosphere

 

YOKO – HORNIÐ

13.20 – 13.40 – Adda

14.20 – 14.40 – Guðrún Árný

15.20 – 15.40 – Mamiko Dís,

16.20 – 16.40 – Nína Margrét Grímsdóttir,

 

NORÐURBRYGGJA

13.40 – 14.00 – Íris

14.40 – 15.00 – Bláskjár

15.40 – 16.00 – Brynhildur Oddsdóttir

16.40 – 17.00 – Una Stef

Straumur 24. febrúar 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við væntanlegar plötur frá The War On Drugs og Real Estate. Auk þess sem við skoðum nýtt efni frá Waters, Com Truise, Skakkamange  og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 24. febrúar 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Got To My Head – Waters
2) Under the Pressure – The War On Drugs
3) An Ocean In Between the Waves – The War On Drugs
4) Lost In the Dreams – The War On Drugs
5) Wave 1 – Com Truise
6) Spectre – Tycho
7) Pffff – Big Spider’s Back
8) Good Mistake – Mr Little Jeans
9) Free From Love – Skakkamange
10) Had to Hear – Real Estate
11) Crime – Real Estate
12) Navigator – Real Estate
13) Lonely Richard – Amen Dunes
14) Naturally – Sean Nicholas Savage

Fyrstu listamennirnir tilkynntir á Aldrei fór ég Suður

Ellefta Aldrei fór ég suður hátíðin fer fram á Ísafirði dagana 18. og 19. apríl næstkomandi. Umstillingarnefnd hátíðarinnar tilkynnti fyrr í dag fyrstu listamennina sem koma fram í ár. Þeir eru:

★ MAUS
★ Retro Stefson
★ Cell 7
★ Mammút
★ Grísalappalísa
★ Tilbury
★ DJ flugvél og geimskip

Straumur 17. febrúar 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við væntanlegar plötur frá St. Vincent og Metronomy. Auk þess sem við heyrum nýtt efni frá Little Dragon, Tourist, Todd Osborn og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

1) Prince Johnny – St. Vincent
2) Regret – St. Vincent
3) Severed Crossed Fingers – St. Vincent
4) Klapp Klapp – Little Dragon
5) Michigan Dream – Todd Osborn
6) 5thep – Todd Osborn
7) Birhday Song – Frankie Cosmos
8) Monstrous – Metronomy
9) The Upsetter – Metronomy
10) Boy Racers – Metronomy
11) Reservoir – Metronomy
12) Tetrahydrofolic Acid – Fujiya & Miyagi
13) I Can’t Keep Up (ft. Will Heard) – Tourist
14) Drunk In Love (Beyoncé cover) – The Weeknd

Tónleikahelgin 12.-16. febrúar 2014

Miðvikudagur 12. febrúar

KEX Hostel býður upp á tónleika með hljómsveitinni Sykur og tónlistarkonunni Cell7. Tónleikarnir fara fram á Sæmundi í sparifötunum, veitingastað hostelsins og hefjast kl. 20:30. Hljómsveitin Sykur mun nota tækifærið og frumflytja nokkur ný lög og Cell7 mun flytja lög af breiðskífunni CellF.

Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason spilar á Slippbarnum. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

 

Fimmtudagur 13. febrúar 

Sónar Reykjavík hefst þetta kvöld og m.a þeirra sem koma fram eru Rycuichi Sakamoto & TaylorDeupree, GusGus, Good Moon Dear, Tonic, Introbeats, Hermigervil ásamt mörgum öðrum.  Hér má sjá dagskrána.

Tónlistarmaðurinn Andri Ásgrímsson er fer fyrir hljómsveitinni RIF. Spilar lög af væntanlægri plötu sveitarinnar á Hlemmur square. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og það er frítt inn.

Mikeal Máni Ásmundsson & Anna Gréta Sigurðardóttir koma fram í Mengi. Það kostar 2000 krónur inn og hefjast tónleikarnir 21:00.

 

 

Föstudagur 14. febrúar

 

Sónar Reykjavík heldur áfram. Tónleikar m.a frá Bonobo, Paul Kalkbrenner, Starwalker, Kiasmos, When Saint Go Machine, Jon Hopkins og mörgum öðrum.  Hér má sjá dagskrána.

 

Hljómsveitirnar Skepna og Strigaskór nr.42 halda tónleika á Dillon. Kvöldið hefst klukkan 22:00 og það er frítt inn.

 

Ólafur Björn Ólafsson sem hefur starfað með ýmsum hljómsveitum og listamönnum síðustu ár s.s. Yukatan, Kanada, Stórsveit Nix Noltes, Jónsa og nú síðast með Sigur Rós á tónleikaferðalagi þeirra um heiminn mun troða upp í Mengi. Það kostar 2000 kr inn og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00

 

Laugardagur 15. febrúar

Síðasti dagur Sónar Reykjavík, tónleikar og dj-sett með Daphni, Major Lazer, Fm Belfast, Sísý Ey, Hjaltalín, James Holden, Trentemöller, Evian Christ, Sykur, Ojba Rasta, Low Roar og mörgum öðrum. Hér má sjá dagskrána.

 

Páll Ivan frá Eiðum sem hefur komið víða við í hljóð og sjónlistum  mun halda tónleika í Mengi. í þetta sinn verður lögð höfuð áhersla á hljóðið því að á tónleikum Páls Ivans verður ekkert að sjá heldur verður dregið fyrir þannig að áhorfendur neyðast til að verða áheyrendur að miklu sjónarspili. Það kostar 2000 kr inn og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00

 

 

Sunnudagur 16. febrúar

 

Hin goðsagnakennda rafsveit The Zuckakis Mondeyano Projcet snýr aftur til að spila eitt gigg á Palóma áður en meðlimir hljómsveitarinnar halda aftur til Danmerkur og Japan. Upphitun mun vera í höndum DJ Kocoon, viðburðurinn byrjar á slaginu 20:00 en tónleikarnir 21:00.

Straumur 10. febrúar 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá SBTRKT, Helix & Hrdvsion, Mas Ysa, Moon Boots, KELELA og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 10. febrúar 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Gmail – Helix & Hrdvsion

2) Hold The Line – SBTRKT

3) Delorean Dynamite – Todd Terje

4) Shame – Mas Ysa

5) A Long Walk Home For Parted Lovers (Wild Nothing remix) – Yumi Zouma

6) C.Y.S. – Moon Boots

7) To Loose – Oceaán

8) The High – KELELA

9) Rewired – Thoughts – Guðlaugur

10) Little Fang – Avey Tare

11) The Moon Song (ft. Ezra Koenig) – Karen O

12) Sing To Me (ft. Karen O) – Walter Martin