Straumur 30. júní 2014

Í Straumi í kvöld fáum við hana Steinunni úr Amba Dama í heimsókn til að fræða okkur um Rauðasand hátíðina sem fram fer um næstu helgi, auk þess sem við heyrum nýtt efni frá  Tycho, FKA twigs, Útidúr, Grimes og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 30. júní 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Tough Love – Jessie Ware

2) Go – Grimes

3) Hossa Hossa – Amaba Dama

–  Viðtal Steinunn úr Amaba Dama

4) Aftansöngur – Amaba Dama

5) Awake (Com Truise remix) – Tycho

6) Two Weeks – FKA twigs

7) OctaHate – Ryn Weaver

8) Þín augu mig dreymir – Útidúr

9) Artforms – Matthewdavid

10) Singing Flats – Matthewdavid

11) Raptor – Rustie

12) Pumpkin – Karen O

Útidúr gefa út nýtt lag

Kammerpoppsveitin Útidúr gaf í dag út lagið „Þín augu mig dreymir“ sem er fyrsta smáskífan af nýrri breiðskífu sem er væntanleg í haust. Lagið er hádramatískur óður til indverskrar kvikmyndatónlistar sem kennd er við Bollywood. Það mætti segja að útgáfa þess á föstu formi sé langþráð, því lagið hefur verið mótað og þróað á tónleikum Útidúrs í yfir þrjú ár.

Hljómsveitin lagði einnig á stað í tónleikaferð um Þýskaland í dag þar sem þau munu spila á átta tónleikum á tíu dögum. Bókunarskrifstofan Prime Tours skipuleggur tónleikaferðalög Útidúrs en á mála hjá þeim eru meðal annars malíski dúettinn Amadou & Miriam sem komu fram á Listahátíð í Reykjavík 2010. Þetta mun verða fimmti túr sveitarinnar um Þýskaland en í sjöunda sinn sem bandið stekkur út fyrir landssteinanna. Ferðalagið samanstendur af fjórum skemmtistaðatónleikum og fjórum tónlistarhátíðum meðal annars í Stuttgart, Nuremberg og Hamburg.

Tónleikar helgarinnar

Fimmtudagur 26. júní 

 

Hljómsveitin VAR munu stíga á stokk á Hlemmur Square og flytja nokkur lög af komandi breiðskífu þeirra “Hve ótt ég ber á” sem er væntanleg á komandi mánuðum. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

 

amiina flytur tónlist við kvikmyndina Fantômas 2: Juve contra Fantômas í Mengi,  Kvikmyndinni verður einnig varpað á vegg. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og miðaverð er 2.000 kr.

 

Heiladans númer 36 fer fram á Bravó. Experimental hiphop,techno & electronica

Fram koma: Lord Pusswhip, LaFontaine, Skurken og KGB. Kvöldið byrjar klukkan 21 og það er frítt inn.

 

 

Föstudagur 27. júní 

 

Hljómsveitirnar Grísalappalísa og Reykjavíkurdætur koma fram á Gauknum. Húsið opnar 21:00 og það kostar1500 kr. inn.

 

Kiriyama Family koma fram á Húrra ásamt Young Karin og Mixophrygian. Það kostar 1000kr inn og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

Franski hljóð og sjónlistamaðurinn Saphy Vong kemur fram í Mengi. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og miðaverð er 2.000 kr.

 

Laugardagur 28. júní 

 

DIMMA mun halda tvenna tónleika á Gauknum. Kl 16 verða tónleikar án aldurstakmarks. Sérstakir gestir verða Meistarar dauðans en um er að ræða barnunga þungarokkara sem eru ótrúlega þéttir. Miðaverð inn á fyrri tónleikana er 1000 kr.

Kl 22 verða svo öllu hefðbundnari tónleikar þar sem sérstakir gestir verða Different Turns. Miðaverð inn á seinni tónleikana er 2000 kr.

Fleiri listamenn tilkynntir á Iceland Airwaves

Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um 200.
Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin í sextánda sinn í ár, dagana 5. til 9. nóvember og er undirbúningur í fullum gangi. Miðasalan er hafin á heimasíðu Iceland Airwaves.

Þeir listamenn sem nú bætast við listann eru:
Sóley
Hozier (IE)
Kelela (US)
Radical Face (US)
Valdimar
Prins Póló
Roosevelt (DE)
Thus Owls (CA)
Sísý Ey
Hymnalaya
Alice Boman (SE)
Girl Band (IE)
Adult Jazz (UK)
Black Bananas (US)
For a Minor Reflection
My Bubba
The Mansisters (IS/DK)
Shura (UK)
Orchestra of Spheres (NZ)
Moses Sumney (US)
Leaves
Dimma
Svartidauði
Steinar
Uni Stefson
Kælan Mikla
Shades of Reykjavík
LaFontaine
Nanook (GL)
Una Stef
Einar Indra
Bird
Jed & Hera
East of My Youth

Þeir bætast í hóp fjölda listamanna sem áður hafa verið tilkynntir eins og Flaming Lips, The War on Drugs, Caribou, Samaris, Unknown Mortal Orchestra, Future Islands, FM Belfast, Jungle, Árstíðir, Klangkarussell, La Femme, Mammút, East India Youth, Son Lux, Lay Low, Jaakko Eino Kalevi, Agent Fresco, Ballet School, Kwabs, Tomas Barfod, The Vintage Caravan og Vök.

Fjöldi hljómsveita sækist ár hvert eftir að spila á Iceland Airwaves. Nú styttist í að umsóknarfrestur renni út en hann er 25. júlí fyrir íslenskar hljómsveitir. Hægt er að sækja um á heimasíðu háíðarinnar.

Straumur 23. júní 2014

Í Straumi í kvöld fáum við M-band í heimsókn til að ræða væntanlega plötu, við kíkjum auk þess á nýtt efni frá Jamie xx, Grísalappalísu, The Shins, Zola Jesus, Ballet School, Ármanni, Total Control og fleirum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 23. júní 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Cherish – Ballet School
2) All Under One Roof Raving – Jamie xx
3) Dangerous Days – Zola Jesus
4) Nýlendugata-Pálsbæjarvör-Grótta – Grísalappalísa
5) Þurz – Grísalappalísa
6) Flýja – Grísalappalísa
7) Fraction- M-band
8) All Is Love (Asonat remix) – M-band
9) Ever Ending Never – M-band
10) Plymouth – Strands Of Oaks
11) Mountain King – Ármann
12) Hunter – Total Control
13) Safety Net – Total Control
14) Girls – Slow Magic
15) So Now What – The Shins

 

 

EP og útgáfutónleikar M-Band

Þann 24. næstkomandi kemur út smáskífan All is Love með tónlistarmanninum M-Band á vegum Raftóna. Um er að ræða forsmekkinn af því sem koma skal þar sem von er á fyrstu breiðskífu listamannsins á næstu vikum. Tónlistin er sálarfull og persónuleg, ásamt því að vera heilsteypt og ófyrirsjáanleg.

Á smáskífunni er að tvö frumsamin lög og tvær endurhljóðblandanir, en þær eru í höndunum á íslensku rafsveitinni Asonat og gríska sveimkonunginum Melorman.

Skífan verður fáanleg á bandcamp síðu Raftóna, ásamt öllum helstu netverslunum – ásamt því að notendur Spotify og Deezer geta hlýtt á gripinn.

Í tilefni útgáfunnar mun þann 25. júní næstkomandi vera haldin vegleg veisla á skemmtistaðnum Húrra. Ásamt M-Band, munu stíga á stokk sálartæknóhetjan Tonik og lágrafsséníin Nolo – en M-Band er einmitt tíður gestameðlimur í þeim verkefnum. Tónleikarnir hefjast á slaginu 21, frítt er inn og verður þar nokkur eintök af væntanlegri breiðskífu M-Band til sölu.

M-Band á Facebook: https://www.facebook.com/MBandmusic

Stikla til hlustunar á Soundcloud: https://soundcloud.com/raftonar/mband-ep-demo