Pharrell Williams með tónleika í Reykjavík næsta sumar

Hinn geysi vinsæli tónlistarmaður Pharrell Williams mun að öllum líkindum koma fram í Laugardalshöll um miðjan júní á næsta ári. Samkvæmt heimildum visir.is eru 2 tónleikahaldarar sem berjast um að fá Williams til landsins.

Williams sem vakti fyrst athygli  sem annar helmingur upptökuteymisins The Neptunes hefur aldrei verið vinsælli en í augnablikinu en það er ekki síst lögunum Get lucky sem hann söng með Daft Punk árið 2013 og Happy sem kom út á plötu hans Girl fyrr á þessu ári að þakka.

Straumur 17. nóvember 2014

 

Í Straumi í kvöld heyrum við efni frá Charli XCX, Tennyson, Parquet Courts, Tobias Jesso Jr, TV On The Radio, Machinedrum og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra frá klukkan 23:00 á X-inu 977.

Straumur 17. nóvember 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Gold Coins – Charli XCX
2) Lay-by – Tennyson
3) You’re Cute – Tennyson
4) Content Nausea – Parquet Courts
5) Pretty Machines – Parquet Courts
6) Nothing At All – Day Wave
7) Jack – Mourn
8) Hollywood – Tobias Jesso Jr.
9) Quartz – TV On The Radio
10) Love Stained – TV On The Radio
11) Tired & True – Machinedrum
12) 2 B Luvd – Machinedrum
13) Site Zero / The Vault – RL Grime
14) iSoap – Mr. Oizo
15) The Kids – Mark Kozelek

Fjórar framsæknar konur halda tónleika á Kex Hostel

Tónlistarkonurnar Kira Kira, Flying Hórses frá Montréal og Portal 2 xtacy halda tónleika á Kex Hostel í kvöld. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 21:00 og er aðgangur ókeypis. Flying Hórses er tvíeyki frá Montréal í Kanada og er skipað þeima Jáde Berg og Raphael Weinroth-Browne.  Tónlist þeirra er ósunginn nýklassík og er að mestu flutt á píanó og selló.  Sveitin hefur verið að vinna sína fyrstu breiðskífu í Sundlauginn í Mosfellsbæ og mun hún koma út á fyrri hluta næsta árs.   Hljómsveitin hefur verið að koma fram erlendis með Lindy sem spilaði hér á nýafstaðinni Iceland Airwaves og Memoryhouse sem gefur út hjá Sub Pop í Bandaríkjunum.

Kira Kira er sólóverkefni Kristínar Bjarkar Kristjánsdóttur og hefur hún verið í framlínu tilraunakenndrar raftónlistar í hátt í tvo áratugi.  Hún hefur gefið út þrjár breiðskífur undir merkjum Smekkleysu, Afterhours í Japan og Sound of a Handshake sem er undirmerki Morr Music í Þýskalandi.

Portal 2 xtacy er tvíeyki skipað þeim Áslaugu Brún Magnúsdóttur og Jófríði Ákadóttur sem þekktastar eru fyrir að vera meðlimir í þríeykinu Samaris.

Tónleikar helgarinnar 13. – 15. nóvember

Fimmtudagur 13. nóvember

Oyama fagnar tilkomu fyrstu breiðskífu sinnar Coolboy með tónleikum á Húrra klukkan 21:00. Það kostar 2000 krónur inn. Platan verður á tilboði við innganginn ásamt glænýjum varning. Hljómsveitin hitar upp.

Í tilefni fyrstu heimsóknar Mark Kozelek/Sun Kil Moon og tónleika hans hér á landi í Fríkirkjunni þann 28.nóvember nk. munu nokkrir tónlistarmenn standa fyrir Mark Kozelek kvöldi á Dillon. Flutningur á efni Kozelek verður í höndum þeirra Daníels Hjálmtýssonar (eins tónleikahaldara Sun Kil Moon), Krumma Björgvinssonar, Bjarna M. Sigurðarssonar, Alison MacNeil, Myrru Rósar, Markúsar Bjarnasonar og fleiri tónlistarmanna sem deila allir sömu aðdáun og ánægju af verkum Mark Kozelek í gegnum tíðina. Kvöldið hefst klukkan 22.00 og má búast við einstaklega huggulegri stemmingju á efri hæð Dillon en frítt er inn á viðburðinn.

 

 

Föstudagur 14. nóvember

Pétur Ben og Snorri Helgason halda tónleika á Húrra. Snorri kemur fram einn og óstuddur, vopnaður gítar og í gallabuxum en Pétur verður með hljómsveit. Það kostar 1500 kr inn og tónleikarnir hefjast kukkan 22:00.

Norðanmennirnir í CHURCHHOUSE CREEPERS hefja innreið sína í Reykvískt tónlistarlíf með tónleikum á Dillon. Þeim til halds og traust verða hardcore sveitirnar KLIKK og GRIT TEETH. Frítt inn og hefjast tónleikarnir klukkan 22:00.

 

 

Laugardagur 15. nóvember

Lúðrasveit verkalýðsins heldur sína árlegu hausttónleika í Hörpuhorni á 2. hæð í Hörpu. Á efnisskránni eru verk úr ýmsum áttum sem eiga það sameiginlegt að vera í léttari kantinum. Tónleikagestir geta því búist við því að heyra verk eftir þekkta tónlistarmenn sem mun spanna allt frá Eric Clapton yfir í Black Sabbath. Tónleikarnir eru ókeypis og hefjast klukkan 16:00.

TV On The Radio á Sónar í Reykjavík

New York hljómsveitin TV On The Radio mun koma fram á Sónar Reykjavík í febrúar á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni frá því  í morgun. Hljómsveitin vakti mikla lukku þegar hún spilaði á Iceland Airwaves árið 2003 og er frábær viðbót við glæsilega dagskrá hátíðarinnar en sveitin gefur út sína fimmtu plötu Seeds þann 18. nóvember.


Breski raftónlistarmaður Kindness  mun einnig spila á hátíðinni, auk Elliphant og hins einstaka Sophie sem spilar raftónlist sem hefur verið kennd við PC Music. Hinn áhrifamikli plötusnúður Daniel Miller sem stofnaði Mute útgáfuna spilar líka á Sónar auk hins breska Randomer.

Íslensku tónlistarmennirnir DJ Margeir, Ghostigital, Fufanu, DJ Yamaho, Sin Fang, Exos, Gervisykur og Sean Danke voru einnig tilkynntir í morgun.

Sónar Reykjavik fer fram dagana 12, 13 og 14. febrúar 2015 í Hörpu.

 

 

 

 

Straumur 10. nóvember 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Tei Shi, Ryn Weaver, Azealia Banks, Museum of Love og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra frá klukkan 23:00 á X-inu 977.

Straumur 10. nóvember 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Idle Delilah – Azealia Banks
2) Soda – Azealia Banks
3) Nude Beach A-Go-Go – Azealia Banks
4) Nude Beach A-Go-Go – Ariel Pink
5) See Me – Tei Shi
6) Octahate (Cashmere Cat remix) – Ryn Weaver
7) Black Out Days (remix ft. Danny Brown & Leo Justi) – Phantogram
8) In Infancy – Museum Of Love
9) Learned Helplessness In Rats (Disco Drummer) – Museum Of Love
10) And All the Winners – Museum Of Love
11) Heat – The Brian Jonestown Massacre
12) Back, Baby – Jessica Pratt

Airwaves 2014 – þáttur 5

Fimmti og síðasti þátturinn af Iceland Airwaves sérþætti Straums með Óla Dóra verður á dagskrá frá 20:00 – 22:00 í kvöld. Í þættinum í kvöld koma Nóló og Uni Stefson í heimsókn auk þess sem gefnir verða tveir miðar á hátíðina.

Airwaves þáttur 5 – 5. nóvember 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Balance – Future Islands
2) Beautiful Way – Nolo
3) Mali – Nolo
4) Hombre – Nolo
5) Easy – Son Lux
6) Black Horse Pike – Vorhees
7) Words I Don’t Remember – How To Dress Well
8) Þrástef – For a Minor Reflection
9) Manuel – Uni Stefson
10) Kyrie – Uni Stefson
11) Eliza – Anna Calvi
12) The Brea – Yumi Zouma
13) Heartbeats – The Knife
14) Odessa – Caribou
15) Lifeline – Eskmo
16) Best Night – The War On Drugs

Straumur 3. nóvember 2014

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Shamir, Giraffage, Moon Boots, Arca og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 3. nóvember 2014 by Straumur on Mixcloud

1) If It Wasn’t True – Shamir
2) On The Regular – Shamir
3) There’s No Love – Moon Boots
4) Tell me – Giraffage
5) Beint í æð – FM Belfast
6) FM Acid Lover – Futuregrapher
7) Floreana – Baauer
8) Fish – Arca
9) Thievery – Arca
10) Would – Arca
11) Make You Better – The Decemberists
12) Medicine – The 1975

Airwaves 2014 – þáttur 4

Fjórði þátturinn af Iceland Airwaves sérþætti Straums með Óla Dóra verður á dagskrá frá 20:00 – 22:00 í kvöld. Í þættinum í kvöld koma Sóley, Futuregrapher og Rökkurró í heimsókn auk þess sem gefnir verða tveir miðar á hátíðina. Airwaves sérþáttur Straums á X-inu 977 í boði Landsbankans og Gulls alla miðvikudaga fram að hátíðinni.

Airwaves þáttur 4 – 29. október 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Elliot – Roosevelt
2) Lucy In The Sky With Diamonds – Flaming Lips
3) Strax í Dag – Grísalappalísa
4) Ghostbusters – Fm Belfast
5) Anna mmm – Futuregrapher
6) Love Him – Futuregrapher
7) FM Acid Lover – Futuregrapher
8) Strange Loop – Sykur
9) The Backbone – Rökkurró
10) Blue Skies – Rökkurró
11) Cold SKin – Embassylights
12) Can’t Do It Without You (Tale Of Us & Mano Le Tough remix) – Caribou
13) Pretty Face – Sóley
14) Krómantík – Sóley
15) Pass This On (Shaken-up versions) – The Knife
16) Melody Day – Caribou
17) A Day In a life – The Flaming Lips

 

Draugabanar FM Belfast

Í tilefni af hinni væntanlegu listasýningu GGG í Bíó Paradís, sem er tileinkuð kvikmyndunum Gremlins, Goonies og Ghostbusters, hefur hljómsveitin FM Belfast gefið út ábreiðu af laginu Ghostbusters úr myndinni eftir Ray Parker Jr frá árinu 1984.

Sýningin opnar í Bíó Paradís á hrekkjavökunni, 31. október næstkomandi og stendur yfir í tvær vikur. Myndirnar verða allar sýndar þetta kvöld. Gremlins klukkan 18:00, The Goonies klukkan 20:00 og Ghostbusters klukkan 22:00.