Fyrsta smáskífan af fjórðu plötu New York sveitarinnar Yeah Yeah Yeahs var frumflutt fyrr í dag. Lagið heitir Sacrilege, inniheldur gospelkór og verður að finna á plötunni Mosquito sem kemur út 16. apríl næstkomandi á vegum Interscope. David Sitek úr hljómsveitinni TV On The Radio stjórnaði upptökum með hjálp frá Nick Launay.
Author: olidori
Fyrstu listamennirnir tilkynntir á Aldrei fór ég Suður
Tíunda Aldrei fór ég suður hátíðin fer fram á Ísafirði dagana 29. og 30. mars næstkomandi. Umstillingarnefnd hátíðarinnar tilkynnti fyrr í kvöld fyrstu listamennina sem koma fram í ár. Þeir eru: Borko, Duro, Futuregrapher, Jónas Sig, Langi Seli, Oyama, Prinspóló og Ylja. Það má lesa nánar um þessa listamenn á vef Aldrei fór ég suður.
Raftónlistarkvöld til heiðurs Biogen
Á næsta laugardag mun fara fram raftónlistarkvöld til minningar um raftónlistarmanninn Sigurbjörn Þorgrímsson sem var þekktastur undir listamannsnafninu Biogen. Kvöldið er haldið undir yfirskriftinni Babel, sem var minna þekkt listamannsnafn Sigurbjarnar sem lést fyrir tveimur árum. Kvöldið er haldið af Weirdcore samsteypunni í samstarfi við Möller forlagið á skemmtistaðnum Dolly frá klukkan 22:00 til 1:00 þann 23. febrúar en Sigurbjörn hefði orðið 38 ára á miðnætti það kvöld.
Þeir tónlistarmenn sem heiðra minningu Biogen þetta kvöldið eru Futuregrapher & Árni Vector, Tanya & Marlon, Bix, Agzilla, Thizone, Beatmakin Troopa og Skurken, ásamt því sem spilað verður viðtal við Biogen sem Hallur Örn Árnason tók á sínum tíma.
Sigurbjörn Þorgrímsson var einn af frumkvöðlum í íslensku dans- og raftónlistarsenunni. Hann var meðlimur í reifsveitinni Ajax og naut mikillar virðingar fyrir tónlist sína innanlands sem utan. Hann gaf út 3 plötur undir viðurnefninu Biogen ásamt því að gefa út plötuna ‘B-Sides The Code Of B-Haviour’ hjá Elektrolux forlaginu undir listamannsheitinu Babel.
Straumur 18. febrúar 2013
Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni með Kurt Vile, The Knife, Atoms For Peace, Youth Lagoon, The Strokes og mörgum fleirum. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá 23:00 á X-inu 977!
1. hluti:
2. hluti:
3. hluti:
1) Retrograde (Ion The Prize remix) – James Blake
2) All The Time – The Strokes
3) Walkin On A Pretty Day – Kurt Vile
4) Light Out – Javelin
5) Judgement Nite – Javelin
6) A Tooth For an Eye – The Knife
7) Entertainment – Phoenix
8) A Tattered Line Of String – The Postal Service
9) Before Your Very Eyes – Atoms For Peace
10) Dropped – Atoms For Peace
11) The Cleansing – ∆ ∆
12) Domo23 – Tyler, The Creator
13) Daydream (Mörk’s Epic Snare Remix) – Youth Lagoon
14) Mute – Youth Lagoon
Nýtt frá Phoenix
Franska hljómsveitin Phoenix sem átti eina af betri plötum ársins 2009 Wolfgang Amadeus Phoenix snýr til baka með sína fimmtu plötu Bankrupt! 23. apríl. Í dag rataði fyrsta lagið af plötunni á netið. Lagið heitir Entertainment og hægt er að hlusta á það hér fyrir neðan.
Lag með múm og Kylie Minogue
Samstarfsverkefni íslensku hjómsveitarinnar múm og söngkonunnar Kylie Minogue leit dagsins ljós í dag. Lagið Whistle var unnið með Árna Rúnari úr FM Belfast og var notað í kvikmyndinni Jack & Diane. Hljómsveitin stefnir á útgáfu á nýrri plötu næsta haust og er líklegt að lagið verði þar að finna.
Fyrsta smáskífan af fimmtu plötu The Strokes
New York hljómsveitin The Strokes sendi í kvöld frá sér fyrstu smáskífuna af fimmtu plötu sveitarinnar Comedown Machine sem kemur út 26. mars. Lagið heitir All The Time og þykir hljómur þess minna á hljóm upphafsára hljómsveitarinnar sem gáfu út sína fyrstu plötu Is This It árið 2001. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.
Kurt Vile með nýja plötu
Kurt Vile mun gefa út plötuna Walkin On A Pretty Daze þann 9. apríl. Platan sem er 69 mínútur að lengd var tekin upp af upptökustjóranum John Agnello í hinum ýmsu upptökuverum í Bandaríkjunum seinni hluta síðasta árs. Síðasta plata Vile Smoke Ring For My Halo var plata ársins hér í Straumi árið 2011. Hlustið á opnunarlagið af plötunni hér fyrir neðan.
Söngvari The Troggs látinn
Reg Presley söngvari bresku hljómsveitarinnar The Troggs lést í gærkvöldi 71 árs að aldri eftir baráttu við lungnakrabbamein. Presley gerði garðinn frægan ásamt hljómsveit sinni á 7. áratugnum með lögum á borð við Wild Thing, With a Girl Like You og Love Is All Around. The Troggs hafa haft gríðarleg áhrif á hina ýmsu bílskúrsrokk tónlistarmenn og hljómsveitir í gegnum tíðina og hægt er nefna MC5, Iggy Pop og Buzzcocks í því samhengi. Presley var helst þekktur í seinni tíð fyrir skrif sín um geimverur en árið 2002 gaf hann út bókina Wild Things They Don’t Tell Us. Allar tekjur sem hann fékk fyrir ábreiðu Wet Wet Wet á lagi hans Love Is All Around sem var notað í kvikmyndinni Four Weddings and A funeral gaf hann til rannsókna á hinum dularfullu„cropcircles“ eða akurhringjum. Fyrir neðan má sjá The Troggs flytja lagið With a Girl Like You og einnig heyra ábreiðu Dave Sitek úr hljómsveitinni TV On The Radio af laginu.
Straumur 4. febrúar 2013
Í Straumi í kvöld skoðum við fyrstu plötu My Bloody Valentine í 22 ár, kíkjum á væntanlega plötu frá Adam Green & Binki Shapiro og heyrum nýtt efni frá Iceage, Surfer Blood, Wavves og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá 23:00 á X-inu 977!
1. hluti:
2. hluti:
3. hluti:
1) New you – My Bloody Valentine
2) Only Tomorrow – My Bloody Valentine
3) If I Am – My Bloody Valentine
4) Weird Shapes – Surfer Blood
5) Roundkick – The Embassy
6) International – The Embassy
7) Here I Am – Adam Green & Binki Shapiro
8) I Never Found Out – Adam Green & Binki Shapiro
9) Pity Love – Adam Green & Binki Shapiro
10) Timeaway – Darkstar
11) You Don’t Need A Weatherman – Darkstar
12) Demon To Lean On – Wavves
13) In Haze – Iceage
14) Morals – Iceage
15) Wounded Hearts – Iceage
16) Who Sees You – My Bloody Valentine