Erlent á Airwaves 2 – Straumur mælir með

 

Braids

Tilraunakennt skrýtipopp frá indíhöfuðborg heimsins, Montreal í Kanada. Koma fram á Straumskvöldinu á Nasa á föstudagskvöldið klukkan 22:00.

 

Hot Chip

Spjátrungspoppararnir og raðíslandsvinirnir í Hot Chip svíkja engan á tónleikum og hafa aldrei misst dampinn á rúmlega áratugarferli. Þeir færðu okkur nýlega þetta meistaralega cover/mashup af Bruce Springsteen og LCD Soundsystem og við erum ægispenntir að sjá það live. Þeir koma fram á lokatónleikunum í Vodafone höllinni klukkan 10:20.

Uppfært: Í gær sögðum við að það þyrfti sérstakan miða á lokatónleikana í Vodafone höllinni. Það er helbert kjaftæði og einungis leiður misskilningur af okkur hálfu sem við biðjumst velvirðingar á. Þannig bara allir verða kátir í höllinni. 

 

LA Priest 

Hinn breski Sam Dust var áður í fyrrum airwaves spilandi bandinu Late Of The Pier en hefur nú farið sinn eigin veg í rafsækið og léttgeggjað tilraunafönk. LA Priest kemur fram í Gamla Bíói klukkan 00:20 eftir miðnætti á fimmtudagskvöldinu.

 

Hinds

Fjórar spænskar stelpur sem framleiða bílskúrsrokk af fáheyrðum sjarma. Minnir á amerískar lo-fi gítarhetjur eins og Mac Demarco og Best Coast. Þær spila á Gauknum klukkan 10:20 á fimmtudagskvöldinu og Sólon Bistro klukkan 19:00 á föstudagskvöldinu.

 

Beach House 

Draugalega draumapoppið þeirra þarfnast engrar frekari kynningar en við kynnum það bara samt. Það eru fáar sveitir í dag sem hafa afrekað það að gefa út tvær frábærar breiðskífur á jafn mörgum mánuðum eins og Beach House gerðu rétt í þessu. Þau spila í Silfurbergssal Hörpu klukkan 22:10 á laugardagskvöldinu.

 

Sophie

Í síðustu grein mæltum við með QT en hinn breski Sophie er félagi hans í hinni svokölluðu PC Music stefnu og gaf út eitt besta lag ársins 2013 að mati ritstjórnar Straums. Hann kemur fram klukkan 02:10 eftir miðnætti á laugardagskvöldinu á Nasa.

Iceland Airwaves dagskrá Straums

 

Sautjánda Iceland Airwaves hátíðin hefst á morgun og eins og undanfarin ár verður Straumur með víðtæka umfjöllun um hátíðina í útvarpinu og á vefnum, bæði fyrir og meðan á henni stendur. Í ár eins og í fyrra verður Straumur einnig beinn þátttakandi í hátíðinni sjálfri og stendur fyrir bæði off- og on venue dagskrá. Föstudagskvöldið á Nasa koma í okkar nafni fram sveitir eins og Vaginaboys, Braids, Fufanu og H09909 og alla daga frá miðvikudegi til sunnudags verður Off-Venue dagskrá í Bíó Paradís, yfirleitt frá hádegisbili fram að kvöldmatarleiti. Hér að neðan má sjá dagskrána á Nasa og Bíó Paradís og fylgist svo með á Straum.is fyrir daglega umfjöllun um hátíðina meðan á henni stendur.

 

Nasa, föstudagskvöldið 6. nóvember:

 

8:00 PM

VAGINABOYS

9:00 PM

PRESIDENT BONGO – SERENGETI

10:00 PM

BRAIDS (CA)

11:00 PM

FUFANU

12:00 AM

BATIDA (PT)

1:20 AM

HO99O9 (US)

2:20 AM

INTR0BEATZ

 

Off-venue dagskrá Straums í Bíó Paradís:

 

Miðvikudagur 4. nóv

 

12:00: Morning Bear (US)

13:00: One Week Wonder

14:00: Rythmatik

15:00: Wesen

16:00: Just Another Snake Cult

16:30: Næsarinn presents: Mild Fantasy Violence – a fine arts extravaganza (Opnun á listasýningu)

17:00: O f f l o v e (US)

18:00: Miri

 

 

Fimmtudagur 5. nóv

 

13:00 Laser Life

14:00 Gunnar Jónsson Collider

15:00 Sekuoia (DK)

16:00 Tonik Ensemble

17:00 MSTRO

18:00 GKR

 

 

Föstudagur 6. nóv

 

12:00: Sveinn Guðmundsson

13:00: Skelkur í Bringu

14:00: Hey Lover (US)

15:00: Máni Orrason

16:00: Antimony

16:30: Næsarinn presents: Mild Fantasy Violence – a fine arts extravaganza (Opnun á listasýningu)

17:00: Sykur

18:00: Agent Fresco

 

 

Laugardagur 7. nóv

 

14:00: Helgi Valur

15.00: Sumar Stelpur

16:00 Jón Þór

17:00: Bárujárn

18:00 Oyama

 

sunnudagur 8. nóv

 

15:00 The Anatomy of Frank (US)

16:00 Sturle Dagsland (NO)

Tónleikahelgin 28.-31. október

 

Miðvikudagur 28. október

 

Gangly og Vagina Boys koma fram á Húrra. Hurð opnar 20:00 og tónleikar hefjast 21:00. Aðgangseyrir er 1500 krónur.

 

Hljómsveitin múm mun spinna tónlist við þýsku kvikmyndina Menchen Am Sonntag í Mengi. Sýning og tónleikar hefjast 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Föstudagur 30. október

 

Markús & The Diversion Sessions, Sveinn og Koi koma fram á Stofunni. Ókeypis inn.

 

Laugardagur 31. október

 

Teitur Magnússon og Ojba Rasta stíga á stokk í Lucky Records. Teitur fer á svið 15:00 og Ojba Rasta klukkan 17:00. Ókeypis inn og léttar veitingar í boði.

 

Big Band Samúels Jóns Samúelssonar kemur fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Þeir lofa sjóðandi heitri súper heitri rjúkandi  blöndu af afróbíti, eþjópískum jass,funk, brasílísku samba og ýmsu öðru sem sem á sér enga hliðstæðu í sólkerfinu. Tónleikar hefjast 22:00 og aðgangseyrir er 2900.

Erlent á Airwaves – Meðmæli Straums

 

Þar sem að 17. Iceland Airwaves hátíðin er rétt handan við hornið mun Straumur í aðdraganda hátíðarinnar vekja athygli á þeim listamönnum og hljómsveitum sem okkur þykir verðskulda lof og áhorf. Í þessari fyrstu grein af mörgum verður tæpt á fimm erlendum:

 

H09909

 

Tilraunakennt hip hop með grófri sandpappírsáferð í anda sveita eins og Death Grips og clipping. H09909 koma fram á sérstöku straums-kvöldi á Nasa á föstudeginum og stíga á stokk 1:20 eftir miðnætti. Við bæði mælum með, og vörum við hljóð- og myndefninu hér fyrir neðan.

 

QT

 

QT er í fararbroddi hinnar svokölluðu PC-Music stefnu. Tónlistin er eins og avant garde útúrsnúningur á Aqua og Whigfield. Helíumraddir, sykursætt popp og Hello Kitty sett í gegnum hakkavél þannig út kemur stórfurðurlegt stafrænt kjötfars. Hey QT er nokkurs konar flaggskip senunnar en á það má hlýða hér fyrir neðan. QT kemur fram á Nasa klukkan 22:50 á laugardagskvöldinu.

 

Skepta

 

Breskur Grime-rappari með tækni á lager og karisma í tunnuvís. Skepta stígur á stokk í Listasafni Reykjavíkur á miðnætti á föstudagskvöldinu.

 

Battles

 

Hnífnákvæmt stærðfræðirokk á hæsta mögulega hljóðstyrk. Sá þá 2007 og hljóðhimnurnar eru ennþá að jafna sig. Spila í Silfurbergssal Hörpu klukkan 23:50 á laugardagskvöldinu.

 

Ariel Pink

 

Ariel Pink hefur um árabil verið í miklu uppáhaldi hjá ritstjórn Straums fyrir fádæma hugmyndaauðgi og firnasterkar jaðarpoppsmíðar sínar. Það var löngu tímabært að loftöldurnar fleyttu honum á Íslandsstrendur. Ariel Pink spilar í Silfurbergssal Hörpu klukkan 01:00 eftir miðnætti á föstudagskvöldinu.

Babies á Húrra

 

Gleðiflokkurinn Babies stendur fyrir dansiballi á Húrra Laugardaginn 24. október. Babies hafa unnið sér talsverða hylli sem eins konar ballhljómsveit tónlistargrúskarans. Spilagleðin er smitandi og lagavalið fer um víðan völl en þó með sterkri áherslu á diskó og fönk frá 8. og 9. áratugnum. Dansinn byrjar að duna 23:30 og það er fríkeypis inn. Tónleikahaldarar vilja svo koma á framfæri leiðbeinandi skilaboðum um hegðun á viðburðinum:

Leyfilegt er að leita sér að framtíðarmaka á svæðinu og ölvun skal vera viðingarlega virt sem og óspillt. Slagsmál skulu alls ekki vera stunduð og virðing við náungann í hávegum höfð. Klæðaburður er undir hverjum og einum komið en heitt mun vera á svæðinu svo munið eftir handhægum viftum eða þá vel andandi flíkum.

Laser Life keyrir Nissan Sunny

 

Einyrkinn Laser Life var í dag að senda frá sér lagið Nissan Sunny af af væntanlegu breiðskífunni Polyhedron, sem verður hans fyrsta. Verkefnið er hliðarsjálf Breka Steins Mánasonar sem áður var gítarleikari harðkjarnasveitarinnar Gunslinger. Sem Laser Life rær hann á rafrænni mið og notast við barítóngítar og svuntuþeysara til að skapa hljóðheim undir áhrifum frá gamalli töluleikjatónlist og sveitum á borð við Ratatat og Apparat Organ Quartet.

 

Polyhedron er átta laga plata sem var tekin upp víða um land, en bróðurparturinn á Egilsstöðum og í Reykjavík. Curver úr Ghostigital kom að verkefninu og sá um hljóðblöndun og tónjöfnun. Laser Life kemur fram á Off-venue dagskrá Straums í Bíó Paradís á Iceland Arwaves hátíðinni og Polyhedron kemur út í nóvember. Hlustið á Nissan Sunny hér fyrir neðan en þess má til gamans geta listamaðurinn hefur keyrt um á þeirri bíltegund til fjölda ára.

Tónleikahelgin 8.-11. október

 

Fimmtudagur 8. Október

 

Það verða tónleikar til styrktar sýrlensku flóttafólki á Loft Hostel þar sem fram koma Úlfur Úlfur, Jón Jónsson, Milkywhale, Axel Flóvent og Hinemoa. Pallborðsumræður um stöðu flóttafólks hefst 18:45, en tónleikarnir sjálfir byrja 20:00. Það kostar 1000 krónur inn og frjáls framlög eru einnig vel þegin.

 

Hinn belgíski Nicolas Kunysz sem er búsettur á Íslandi spilar sveim og drón tónlist á Boston. Tónleikarnir eru hluti af microgroove tónleikaseríunni og hefjast klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.

 

Tómas Manoury og Guðmundur Vignir Karlsson í Mankan koma fram í Mengi. Þeir bjóða upp á einstæða, víðómandi rafspunatónleika þar sem þeir flétta lifandi rafhljóðum og hljóðritunum saman við sínar eigin söngraddir, hljóðfæraleik og gagnvirk vídeó. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Föstudagur 9. október

 

Dikta og Friðrik Dór leiða saman hesta sína á Húrra. Miðaverð er 1500 krónur (tix.is) og leikar hefjast 22:00.

 

Þremenningarnir í djasstríóinu Jónsson & More koma fram í Mengi en þeir sendu nýverið frá sér sína fyrstu plötu. Aðgangseyrir er 2000 og djassinn byrjar að duna 21:00.

 

The Vintage Caracan blása til útgáfuteinleika vegna útgáfu plötunnar Arrival í Gamla Bíó. Miðaverð er 2900 (tix.is), húsið opnar 21:00 og rokkið hefst stundvíslega 22:00.

 

Laugardagur 10. október

 

Það verður heljarinnar rappveisla á Húrra þar sem Úlfur Úlfur, Emmsé Gauti og nýstyrnið GKR koma fram. Miðaverð er 2000 (tix.is) og dyr gleðinnar opnast 21:00.

 

Austfirska rokksveitin Miri er að gefa út sitt fyrsta nýja lag eftir fimm ára þögn og mun fagna því með tónleikum á Dillon. Þeir hefja leik klukkan 2:00 og það er ókeypis inn.

 

Kjartan Sveinsson og Skúl Sverrisson koma fram í Mengi og flytja tónlist sem á rætur að rekja til Tectonics-tónlistarhátíðarinnar 2013 þar sem þeir komu tveir saman á tónleikum í Silfurbergi. Byrjar 21:00 og kostar 2000.

 

Fastakvöld RVK Soundsystem fer fram á Paloma. Snúðar hljóðkerfisins byrja að spila reggí á miðnætti og það er ókeypis inn.

 

Sunnudagur 11. október

 

Hljóðlistamaðurinn, hljóðfærasmiðurinn og slagverksleikarinn Simon Berz kemur fram í Mengi og flytur hljóðverk sem á rætur að rekja til vettvangsferða hans um Ísland undanfarnar vikur. Steinar úr Húsafelli koma við sögu sem og öldugjálfur, sandfjörur og íslenskur norðangarri. Aðgangseyrir er 2000 og Simon byrjar 21:00.

Tónleikahelgin 1.-3. október

 

Fimmtudagur 1. október

 

a & e sounds, russian.girls og Þóranna Björnsdóttir koma fram á tónleikum á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

 

Bang Gang fagna útgáfu plötunnar The Wolfes Are Whispering með tónleikum í Gamla bíói. Sérstakir gestir á tónleikunum verða JB Duncel úr frönsku sveitinni Air, Daniel Hunt úr Ladytron og Jófríður Ákadóttir úr Samaris. Gangly sjá um upphitun en miðaverð er 3500 (midi.is) og tónleikarnir byrja 20:30.

 

Föstudagur 2. október

 

Sísí Ey halda útgáfutónleika- og partý á Paloma. Sísí Ey og Vagina Boys koma fram live en plötusnúðar eins og Hercules and Love Affair, Margeir, IntroBeats og Oculus munu þeyta skífum. Aðgangseyrir er 1500 krónur (tix.is) og partýið hefst 23:00.

 

Ham spila í Gamla bíói en um upphitun sjá Lazyblood. Húsið opnar 20:00, Lazyblood stíga á stokk 21:00 og miðaverð er 2900 krónur (tix.is).

 

Breski Berlínarbúinn Sam Slater kemur fram á tónleikum í Mengi. Miðaverð er 2000 krónur og tónleikarnir byrja 21:00.

 

Laugardagur 3. október

 

Dimma heldur tvenna tónleika á Húrra. Þeir fyrri eru klukkan 16:00 og opnir öllum aldurshópum og miðaverð á þá er 1000 krónur. Þeir seinni byrja 22:00 og þá sjá Alchemia um upphitun og Dimma byrja svo um 23:00. Það kostar 2000 krónur inn á seinni tónleikana.

 

Kría Brekkan flytur frumsamið efni í Mengi. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Arnljótur og Ultraorthodox spila í plötubúðinni Lucky Records á Hverfisgötu. Tónleikarnir byrja 16:00 og kostar ekkert inn.

 

Sænski plötusnúðurinn Petter B kemur fram á Paloma ásamt Exos og Yamaho. Miðaverð er 1000 og djammið byrjar upp úr 23:00.

Tónleikahelgin 10.-12. september

Fimmtudagur 10. september

 

Markús úr Markús and the Deversion Sessions spilar akústískt sett á Hlemmur Square. Aðgangur er ókeypis Markús byrjar að spila 21:00.

 

Fiðluleikarinn Eva Ingolf og rafleikarinn David Morneau leika í Mengi. Aðgangseyrir er 2000 og tónleikar hefjast 21:00.

 

Vitundarkvöld er haldið á Loft Hostel frá 20:00 til 23:00. Fram koma Teitur Magnússon og East Forest og DJ Vibes og þess á milli brestur á með andlegri vakningu og alls konar nýaldarstuði.

 

Ambíent og óhljóðatónlistarmaðurinn Nicolas Kunysz kemur fram á microgroove tónleikaröðinni á Boston. Tónleikarnir byrja 21:00 og það er ókeypis inn.

 

Októberfest hefst í tjaldinu fyrir utan Háskóla Íslands. Miðaverð fyrir öll þrjú kvöldin frá föstudegi til laugardags er 5900 krónur en stakur miði fyrir fimmtudagskvöldið kostar 2500 krónur. Þar koma fram eftirfarandi og kvöldið byrjar 20:00.

Soffía Björg

Fufanu

Júníus Meyvant

Moses Hightower

Kiriyama Family

Agent Fresco

DJ Danni Deluxe

 

Föstudagur 11. september

 

Kammersveitin Stilla flytur ný verk eftir tónskáldið Hallvarð Ásgeirsson. Aðgangseyrir er 2000 og hefst 21:00.

 

Októberfest heldur áfram en stakur miði á föstudagskvöldið kostar 3500 krónur. Kvöldið hefst 20:30 en þeir sem koma fram eru eftirfarandi:

Hyde Your Kids

Sturla Atlas

Reykjavíkurdætur

Fm95blö

Emmsje Gauti

Úlfur Úlfur

Retro Stefson

DJ Sunna BEN

Sverrir Bergmann og Halldór

 

Laugardagur 12. september

 

Trommarinn Magnús Tryggvason Eliassen og gítarleikarinn Daníel Friðrik Böðvarsson leiða saman hesta sína í Mengi. Prógrammið byrjar 21:00 og það kostar 2000 krónur inn.

 

Lokakvöld Októberfest fer fram en stakur miði á það kostar 3500 krónur. Tónleikarnir byrja 21:30 og fram koma eftirfarandi:

John Doe

Ingó Veðurguð

Jón Jónsson

Dikta

Amabadama

Páll Óskar

DJ Jónas Óli

Tónleikahelgin 27.-30. ágúst

Fimmtudagur 27. ágúst

 

Oyama frumsýna nýtt tónlistarmyndband í Bíó Paradís og eftir sýningu þess mun sveitin svo halda tónleika á sama stað. Frumsýning myndbandsins er klukkan 17:00 og það er algjörlega ókeypis inn.

 

Tónlistarmaðurinn Helgi Valur kemur fram á Hlemmur Square hostelinu. Hann hefur leik klukkan 21:00 og aðgangseyrir er enginn.

 

Rappdúettinn Rae Sremmurd kemur fram í Laugardalshöll og um upphitun sjá Hermigervill, Retro Stefson, Hr Hnetusmjör og Friðrik Dór, Gísli Pálmi og Pell. Tónleikarnir hefjast 19:30 og aðgangseyrir er 19:30.

 

Milkhouse og Vára spila á Dillon. Byrjar 21:30 og ókeypis inn.

 

Tónskáldið og fiðluleikarinn Lilman flytur villt og romantískt verk í Mengi. Það hefst 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Föstudagur 28. ágúst

 

Jónas Sen kemur fram í Mengi og flytur nýja raftónlist úr sarpi sínum. Hann byrjar 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Tónlistarhátíðin Melodica Festival verður sett í kvöld en hún fer fram á Rósenberg og Loft Hostel. Dagskrá föstudagsins verður sem hér segir en aðgangseyrir á öll kvöld er einungis í formi frjálsra framlaga.

Rósenberg:

9:00pm – Svavar Knútur

9:30pm – Torben Stock (DE)

10:10pm – Bram Van Langen (NL)

11pm – Hello Piedpiper (DE)

11:50pm – Poems for Jamiro (DE)

12:40am – Spaceships are Cool (UK)

 

Laugardagur 29. ágúst

 

Hinir ægihörðu ísfirsku rokkhundar í Reykjavík! koma saman til tónleikahalds í fyrsta skipti í rúmlega þrjú ár. Þeim til halds og trausts verða Börn, Lommi, Bent og Arnljótur. Þessi heljarinnar sturlun hefst klukkan 21:00 á sjálfum Kaffibarnum og ljóst að færri komast að en vilja. Straumur verður á staðnum.

 

Tónskáldið Áki Ásgeirsson flytur valin raftónlistarverk. Byrjar 21:00 og aðganseyrir 2000 krónur.

 

Melodica Festival heldur áfram en þetta kvöld og dagskráin er eftirfarandi:

 

Loft Hostel:

4:00pm – Eggert Einer Nielson

4:40pm – Rebekka Sif

5:20pm – Sveinn Guðmundsson

6:00pm – Mantra

6:40pm – Helgi Valur

7:20pm – Torben Stock (DE)

8:00pm – Hello Piedpiper (DE)

8:40pm – Poems for Jamiro (DE)

 

Rósenberg:

9:30pm – Lori Kelley (US)

10:10pm – Meadows Ever Bleeding (SE)

11:00pm – Ava (NO)

11:50pm – Charlie Rauh (US)

12:30am – Hemúllinn

 

Sunnudagur 30. ágúst

 

Lokakvöld Melodica festival er haldið á Loft Hostel og dagskráin er eftirfarandi:

 

4:00pm – Friday Night Idols

4:40pm – Anna Helga

5:20pm – Simon Vestarr

6:00pm – One Bad Day

6:40pm – Owls of the Swamp (AU)

7:20pm – Næmi

8:00pm – Insol

8:40pm – Hinemoa

9:20pm – Meadows Ever Bleeding (SE)

10:00pm – Myrra Ros