Tónleikahelgin 27.-28. maí

 

Föstudagur 27. Maí

 

Babies spila á Loft Hostel og spila frá 18:00 til 21:00. Ókeypis inn og sumargull í boði.

 

Sveitirnar Stroff og Brött Brekka spila á Dillon. Byrjar 22:00 og kostar þúsund krónur inn.

 

Jari Suominen og Haraldur Karlsson leika raftónlist í Mengi. Byrjar 21:00 og kostar 2000 krónur inn.

 

Djassgeggjararnir í ADHD spila í Gamla Bíói. Miðaverð er 3500 og tónleikarnir byrja 21:00.

 

Laugardagur 28. Maí

 

Valdimar spila á Húrra. Miðaverð er 2500 krónur og tónleikarnir hefjast 22:00.

 

Plötusnúðurinn Omid 16b kemur fram á klúbbakvöldi Elements á Paloma. Það hefst 23:00 og stendur fram eftir nóttu og miðaverð er 1500 krónur.

Straumur 23. maí 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni Chance The Rapper, Andi, Buspin Jieber, h.dór, Okkervil River, Todd Terje og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Summer Friends” (featuring Jeremih & Francis and the Lights) – Chance The Rapper
2) Same Drugs – Chance The Rapper
3) All night (featuring Knox Fortune) – Chance The Rapper
4) Firecracker – Todd Terje & The Olsens
5) New Money Walk – Scott Hardware
6) Sound Asleep – h.dór
7) Radio Shock – Buspin Jieber
8) Automatic – Wolf Parade
9) Fútúrismi Feminisimi – Andi
10) Góðkynja – Andi
11) M O T H E R – East Of My Youth
12) Woozy – The Suburban Spaceman
13) Just What I needed / Not Just What I needed – Car Seat Headrest
14) Neon Dad – Holy Fuck
15) Okkervil River RIP – Okkervil River

 

Tónleikar helgarinnar 20. – 22. maí 2016

Föstudagur 20. maí

GANGLY,  AUÐUR og ULTRAORTHODOX koma fram á tónleikum á Húrra sem hefjast á slaginu 21:30. Það kostar 1500 kr inn.

Hljómsveitin Rythmatik hefur verið að vinna í nýju efni síðustu vikur og í tilefni af því heldur hjómsveitin partý á Loft Hostel þar hún frumsýnir myndband við nýja lagið sitt, Sugar Rush. Veislan byrjar kl 20:00 og myndbandið verður sýnt nokkrum sinnum yfir kvöldið. Hljómsveitin stígur svo á stokk kl 21:00 og spilar nokkur vel valin lög. Það er frítt inn.

Laugardagur 21. maí

Jom Comyn frá Kanada kemur fram ásamt Árna V og Markúsi á stofutónleikum á Reykjavík Roasters Brautarholti 2. Það er ókeypis inn og hefjast leikar klukkan 20:00.

Kristín Anna Valtýsdóttir kemur fram í Mengi klukkan 21:00. Það kostar 2000 kr inn.

Sunnudagur 22. maí

Mikael Lind kemur fram á Lowercase night á Prikinu klukkan 21:30, það er ókeypis inn.

Jom Comyn frá Kanada kemur fram ásamt Árna V og Markúsi á tónleikum í Gym og Tonic salnum á Kex Hostel. Það kostar 1500 kr inn og hefjast tónleikarnir klukkan 20:00.

Scott Hardware á Húrra 25. maí

Kanadíski raftónlistarmaðurinn Scott Hardware frá Toronto byrjar Evróputúr sinn á Húrra í Reykjavík þar sem hann kemur fram ásamt reykvísku hljómsveitinni Wesen miðvikudagskvöldið 25. maí. Útvarpsþátturinn/vefsíðan Straumur sér um að dj-a eftir tónleikana og milli atriða. Húsið opnar klukkan 20:00, tónleikarnir hefjast 21:00 og það kostar aðeins 1000 kr inn. Vefsíðan Gorilla Vs Bear fjallaði nýlega um  nýjasta myndband Scott Hardware við lagið New Money Walk en það má horfa á það hér fyrir neðan. Hér er viðburðinn á Facebook.

 

 

H.dór – Sound Asleep

Halldór Eldjárn meðlimur hljómsveitarinnar Sykur gaf á dögunum út sína aðra smáskífu undir nafninu H.dór sem er sólóverkefni hans en sú fyrsta Desert kom út í haust. Halldór ákvað fyrir tveimur árum síðan að byrja að safna í sarpinn fyrir sólóverkefnið og er plata væntanleg.
Nýja lagið heitir Sound Asleep og er kröftugt sumarlag og er jafnframt fyrsta lagið sem hann þenur eigin raddbönd í. Þó nýtur hann aðstoðar duglegra söngvélmenna. Það eru meðal annars vócóderar, talkbox og önnur söngelsk vélmenni.

Straumur 16. maí 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni með Jessy Lanza, Twin Peaks, Little Scream, dvsn, Jerry Folk og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Never Enough – Jessy Lanza
2) Going Somewhere – Jessy Lanza
3) Jerry Folk – I’m Honestly Not A Gangster
4) Dark Dance – Little Scream
5) Short Truth – Yumi Zouma
6) My Things – Trails and Ways
7) Slow Down (WRLD remix) – Lights
8) Wanted You – Twin Peaks
9) You don’t – Twin Peaks
10) Party Line – MSTRKRFT
11) Hallucinations – dvsn
12) Another One – dvsn
13) Plum – Pity Sex
14) I’m Not In Love – Mark Kozelek

Tónleikahelgin 12.-15. maí

 

Fimmtudagur 12. maí

 

Þremenningarnir Ife Tolentino, Óskar Guðjónsson og Eyþór Gunnarsson flytja sjóðheita bossa nova tóna í Mengi. Hefst klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Raftónlistarmaðurinn Nicolas Kunysz spilar á Stofunni. Tónleikarnir byrja 21:30 og það er ókeypis inn.

 

Það verða rapptónleikar á Loft Hostel, fram koma Gasmask Man, Hettumávar, Sardu og KILO. Ókeypis inn og byrjar 20:00.

 

Föstudagur 13. Maí

 

Ársfundur íslensku rappsenunnar, Rapp í Reykjavík, fer fram á Húrra um hvítasunnuhelgina. Í kvöld koma fram Forgotten Lores, Kött Grá Pé, Geimfarar, Shades of Reykjavík og Heimir Rappari. Miðaverð á stakt kvöld er 3000, en 6000 kostar á öll þrjú kvöldin. Dagskráin hefst 21:00 og hægt er að kaupa miða á tix.is og við hurð.

 

Steve Wynn, gítarleikari og stofnandi rokkhljómsveitarinnar The Dream Syndicate

 

Laugardagur 14. Maí

 

Rapp í Reykjavík heldur áfram á Húrra, laugardagskvöldið koma fram Vagina Boys, Krakk og Spaghettí, Sturla Atlas, GKR og Reykjavíkurdætur. Miðaverð á stakt kvöld er 3000, en 6000 kostar á öll þrjú kvöldin. Dagskráin hefst 21:00 og hægt er að kaupa miða á tix.is og við hurð.

 

Sunnudagur 15. Maí

 

Rapp í Reykjavík heldur áfram á Húrra, sunnudagskvöldið koma fram Úlfur Úlfur, Cell 7, Aron Can, Krabba Mane og Herra Hnetusmjör. Miðaverð á stakt kvöld er 3000, en 6000 kostar á öll þrjú kvöldin. Dagskráin hefst 21:00 og hægt er að kaupa miða á tix.is og við hurð.

 

Rokksveitin Fufanu spilar á Kex Hostel, a & e sounds sjá um upphitun. Byrjar 21:00 og aðgangur ókeypis.

Straumur 9. maí 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni Kaytranada, Lone, James Blake, Roosevelt, Radiohead og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Track Uno – Kaytranada
2) Moving on – Roosevelt
3) Vapour Trail – Lone
4) Vivid Dreams (ft. River Tiber) – Kaytranada
5) Lite Spots – Kaytranada
6) Bullets (ft. Little Dragon) – Kaytranada
7) Close to me (The Cure cover) – Worm is Green
8) Radio Silence – James Blake
9) Happy – Mitski
10) Konnichiwa – Skepta
11) Detox (ft. BBK) – Skepta
12) Tropicana – Topaz Jones
13) Desert Island Disk – Radiohead
14) The Numbers – Radiohead

 

Tónleikar helgarinnar 6. – 7. maí

Föstudagur 6. maí

The Last Waltz, í leikstjórn Martins Scorsese, fjallar um lokatónleika The Band sem voru haldnir á þakkargjörðardaginn 25. nóvember 1976 í San Francisco. Tónleikarnir verða 40 ára á þessu ári og af því tilefni verður myndin sýnd í Bíó Paradís klukkan 20:00.

Ballbandið Babies strýkur sveifluhælana og heldur dansleik á Húrra. Áður en herlegheitin hefjast mun hljómsveitin Blakkát kítla eyrnasneplana með nokkrum vel völdum lögum af væntanlegri plötu. Blakkát byrja Á SLAGINU 22:00. Babies flokkurinn sýður svo upp dansgófið. Ókeypis inn.

Laugardagur 7. maí

Tvö bönd frá Philadelphiaborg í Bandaríkjunum spila á tónleikum í hjólabrettagarði Brettafélags Reykjavíkur ásamt nokkrum íslenskum böndum.

Húsið opnar kl. 19 og það kostar 1000 kr. inn.  Fram koma: HALDOL og BLANK SPELL frá Philadelphia ásamt – KÆLAN MIKLA –  KVÖL – GRAFIR

Skúli mennski treður upp í Mengi með ferskt efni  klukkan 21. Það kostar 2000 kr inn.

Hljómsveitin NOISE fagnar útgáfu Echoes, fjórðu breiðskífu sinnar, með útgáfutónleikum í Tjarnarbíói. Miðaverð: 2.500 kr. Tónleikarnir byrja kl. 21 en húsið opnar kl. 20. Miðasala á Midi.is.

Nýtt frá Radiohead

Breska hljómsveitin Radiohead sendi rétt í þessu frá sér lagið Burn The Witch sem verður á níundu plötu sveitarinnar sem væntanleg er í sumar. Hljómsveitin eyddi öllum færslum sínum á samfélagsmiðlum í síðustu viku og þá varð ljóst að eitthvað var að gerast í herbúðum hennar. Radiohead sem gaf síðast út plötuna The King of Limbs árið 2011 mun koma fram á Secret Solstice í Laugardalnum í sumar.