Tónleikar helgarinnar 6. – 7. maí

Föstudagur 6. maí

The Last Waltz, í leikstjórn Martins Scorsese, fjallar um lokatónleika The Band sem voru haldnir á þakkargjörðardaginn 25. nóvember 1976 í San Francisco. Tónleikarnir verða 40 ára á þessu ári og af því tilefni verður myndin sýnd í Bíó Paradís klukkan 20:00.

Ballbandið Babies strýkur sveifluhælana og heldur dansleik á Húrra. Áður en herlegheitin hefjast mun hljómsveitin Blakkát kítla eyrnasneplana með nokkrum vel völdum lögum af væntanlegri plötu. Blakkát byrja Á SLAGINU 22:00. Babies flokkurinn sýður svo upp dansgófið. Ókeypis inn.

Laugardagur 7. maí

Tvö bönd frá Philadelphiaborg í Bandaríkjunum spila á tónleikum í hjólabrettagarði Brettafélags Reykjavíkur ásamt nokkrum íslenskum böndum.

Húsið opnar kl. 19 og það kostar 1000 kr. inn.  Fram koma: HALDOL og BLANK SPELL frá Philadelphia ásamt – KÆLAN MIKLA –  KVÖL – GRAFIR

Skúli mennski treður upp í Mengi með ferskt efni  klukkan 21. Það kostar 2000 kr inn.

Hljómsveitin NOISE fagnar útgáfu Echoes, fjórðu breiðskífu sinnar, með útgáfutónleikum í Tjarnarbíói. Miðaverð: 2.500 kr. Tónleikarnir byrja kl. 21 en húsið opnar kl. 20. Miðasala á Midi.is.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *