Straumur 27. júlí 2015

Í Straumi í kvöld verður kíkt á nýjar plötur frá Seven Davis Jr og Japanese Super Shift auk þess sem flutt verður ný tónlist frá Kurt Vile, Deradoorian, Jerry Folk, Taragana Pyjarama og mörgum fleirum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977.

Straumur 27. júlí 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Sunday Morning – Seven Davis Jr.
2) Everybody Too Cool – Seven Davis Jr.
3) Pretty Pimpin – Kurt Vile
4) The Eye – Deradoorian
5) The Kind Of Girl – All Dogs
6) Chili Town – HINDS
7) 2 AM – Japanese Super shift
8) Dreadful Moments – Japanese Super shift
9) Twist My Fingaz – YG
10) Together (Kenton Slash Demon remix) – Taragana Pyjarama
11) Futura – Jerry Folk
12) Vakning – Vald

Tónleikahelgin 24.-25. júlí

 

Föstudagur 24. júlí

 

Wesen, Nolo og Æla koma fram á Boston í þessari röð. Fyrsta band hefur leik klukkan 20:45 og það er ókeypis inn.

 

Arnljótur Sigurðsson spilar nýja taktdrifna raftónlist í bland við eldra efni í Mengi. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Bárujárn og Sindri Eldon & The Ways koma fram á Bar 11. Ballið byrjar 22:30 og það er bjór á tilboðsverðir til miðnættis. Ókeypis inn.

 

Caterpillarmen slá upp tónleikum á Dillon þar sem verður ruglað saman reitum og spilað sitt í hvoru lagi. Frítt inn og byrjar 22:30.

 

Laugardagur 25. júlí

 

Belgíski hönnuðurinn og tónlistarmaðurinn Nicolas Kunysz spilar tilraunakennda raftónlist undir áhrifum ambíent og drón tónlistar í Mengi. Aðgangseyrir er 2000 krónur og tónleikarnir byrja 21:00.

 

Davíð & Hjalti, Viktor Birgis og Gervisykur munu spila lifandi raftónlist á Boston. Tandri & Nærvera og DJ Kári munu þeyta skífum. Gleðin hefst 21:00 og það er alveg frítt inn.

Ný plata frá Japanese Super Shift

Stefnir Gunnarsson fyrrum gítarleikari og söngvari hinnar sálugu hljómsveitar Landa Sport gaf í dag út þriðju plötuna undir nafninu Japanese Super Shift. Platan kemur nákvæmlega út ári eftir að platan 47 kom út og heitir Double Slit Album. Stefnir hefur unnið að plötunni síðasta árið og er afraksturinn ein af sterkari indie plötum sem komið hafa út á Íslandi á þessu ári. Hlustið hér fyrir neðan.

 

Straumur 20. júlí 2015

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Young Ejecta, Cyril Hahn, Ofelia, Monomotion, Day Wave, Dilly Dally, Chemical Brothers, Jack J, Moses Sumney og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 20. júlí 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Radiate – The Chemical Brothers
2) Into Your Heart – Young Ejecta
3) Blue Hell Island – Monomotion
4) As A Bell – Ofelia K
5) Same (ft. Yumi Zouma) – Cyril Hahn
6) Shine (Joe Goddard remix) – Years & Years
7) Thirstin’ – Jack J
8) Headcase – Day Wave
9) Why Does It Shake – Protomartyr
10) Desire – Dilly Dally
11) Leave a Trace – CHVRCHES
12) The Knower – Youth Lagoon
13) Suburban Nights – Sean Nicholas Savage
14) O Superman (Laurie Anderson cover) – Moses Sumney

 

Lokatónleikar á Lunga laugardaginn 18. júlí

SYKUR, Grísalappalísa, Gangly, Reykjavíkurdætur, Sturla Atlas og dj. flugvél og geimskip koma fram á lokatónleikum Lunga sem fara fram á  laugardaginn. LungA fagnar 15 ára afmæli sínu í sumar og munu þessir stórtónleikar setja lokapunktinn á þessa frábæru hátíð. Tónleikasvæðið við gömlu fiskvinnsluna verður ævintýraleg upplifun í sjálfu sér og á sérsmíðuðu sviði LungA munu hljómsveitirnar koma fram

Athugið að miðinn kostar 5.900 kr á tix.is til miðnættis 17. júlí. Eftir að miðasölu lokar á netinu verður einungis hægt að versla miða við hurð á tónleikdardaginn, kostar þá miðinn 6.900 kr.

 

Tónleikahelgin 16. – 18. júlí 2015

Föstudagur 16. júlí

 

Snoop Dogg kemur fram og spilar sem DJ Snoopadelic í 2 klukkutíma á sviðinu með öðrum erlendum plötusnúðum. Einnig tekur hann vinsælustu lögin sín inn á milli til að halda uppi góðri stemningu. Ásamt Snoop Dogg koma fram rjómi íslenskrar tónlistar í dag ásamt virtustu plötusnúðum landsins en fram koma Blaz Roca ásamt Herra Hnetusmjör, Joe Frazier, Dabba T og Sesar Afrikanus, Úlfur Úlfur ásamt hljómsveit, DJ Gísli Galdur, Shades of Reykjavík og KSF ásamt Tiny úr Quarashi og Alvia Islandia. Sömuleiðis stíga á stokk leynigestir sem enginn vill missa af.
19:00 – 19:50 DJ GÍSLI GALDUR
19:50 – 20:20 SHADES OF REYKJAVIK
20:20 – 21:10 KSF feat. ALVIA OG TINY
21:10 – 21:20 DJ GÍSLI GALDUR
21:20 – 21:50 ÚLFUR ÚLFUR
21:50 – 22:10 LEYNIGESTUR
22:10 – 22.20 DJ GÍSLI GALDUR
22:20 – 22:55 BLAZ ROCA + GESTIR + LEYNIGESTUR
23:00 – 01:00 DJ SNOOPADELIC + LEYNIGESTIR

Nolo og Just Another Snake Cult halda tónleika saman á Húrra. Húsið opnar klukkan 20:00 og tónleikarnir byrja 21:00. 1000 krónur inn.

 

Föstudagur 17. júlí 

Knife Fights, Jón Þór & Art School Reunion koma fram á Dillon. Tónleikarnir hefjast 22:00 og það er frítt inn.

 

Laugardagur 18. júlí 

 

Tónleikahátíðin KEXPort verður haldin í fjórða skiptið í portinu fyrir aftan KEX Hostel  frá tólf á hádegi til miðnættis.

Dagskrá tónlistaratriða er efirfarandi:

12:00 Sóley

13:00 Teitur Magnússon

14:00 Kælan Mikla

15:00 Futuregrapher

16:00 Markús and the Diversion Sessions

17:00 Valdimar

18:00 Rökkurró

19:00 Muck

20:00 Gísli Pálmi

21:00 DJ Yamaho

22:00 Agent Fresco

23:00 Emmsje Gauti

 

 

Sóley, Mosi Musik, Átrúnaðargoðin,  Joe Dubius og Dj JakeTries koma fram á Norðurmýrarhátíðinni klukkan 17:00 á Karlagötu.

Lights on the Highway  halda 10 ára útgáfuafmæli sinnar fyrstu plötu á Húrra. Þetta verða jafnframt síðustu tónleikar hljómsveitarinnar í sumar sem og þeirra síðustu í ófyrirséðan tíma. Húsið opnar kl: 21:00. Tónleikar hefjast kl: 22:00 og miðaverð er 2.000 kr.

KEXPort 2015

Tónleikahátíðin KEXPort verður haldin í fjórða skiptið í portinu fyrir aftan KEX Hostel laugardaginn 18. júlí næstkomandi frá tólf á hádegi til miðnættis. Tónleikarnir eru haldnir til heiðurs KEXP í Seattle og munu koma fram tólf tónlistaratriði á jafn mörgum klukkustundum. KEXP er útvarpsstöð sem sótt hefur Ísland árlega allt frá árinu 2009 og hefur unnið óeigingjarnt starf til kynningar íslenskrar tónlistar í Bandaríkjunum og víðar í heiminum.

Hátíðin er haldin í portinu fyrir aftan Kex Hostel og eru þeir opnir almenningi á meðan rúm leyfir. Mikill stemmning er fyrir KEXPort í ár og er óhætt að segja að segja að fjölbreytni tónlistaratriða sé með besta móti.
Myndbandstöku af tónleikunum í ár verður streymt beint í gegnum KEXP.ORG, Kexland.is og MusicReach.tv og er það í fyrsta skiptið sem það verður gert.

Dagskrá tónlistaratriða er efirfarandi:

12:00 Sóley

13:00 Teitur Magnússon

14:00 Kælan Mikla

15:00 Futuregrapher

16:00 Markús and the Diversion Sessions

17:00 Valdimar

18:00 Rökkurró

19:00 Muck

20:00 Gísli Pálmi

21:00 DJ Yamaho

22:00 Agent Fresco

23:00 Emmsje Gauti

Meðal þeirra sem hafa komið fram á KEXPort eru Samúel Jón Samúelsson Big Band, Kiriyama Family, Ghostigital, Low Roar, Sóley, Tilbury, Snorri Helgason, Úlfur Úlfur, Mr. Silla, Sykur, Dimma, Reykjavíkurdætur, Sometime, Kött Grá Pje, MUCK, Kippi Kanínus og Moses Hightower.

Straumur 13. júlí 2015

Í Straumi í kvöld verða teknar fyrir nýjar plötur með Ratatat, Mac DeMarco og Destroyer. Auk þess verða skoðuð ný lög með Thundercat, Maximum Balloon, Ought, Toro Y Moi og fleirum.

Straumur 13. júlí 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Countach – Ratatat
2) Nightclub Amnesia – Ratatat
3) I Will Return – Ratatat
4) Them Changes – Thundercat
5) Let It Grow (ft. Karen O Tunde Adebimpe) – Maximum Balloon
6) Beautiful Blue Sky – Ought
7) Just To Put Me Down – Mac DeMarco
8) Another One – Mac DeMarco
9) Pitch Black (ft. Rome Fortune) – Toro Y Moi
10) Swords – M.i.A
11) Vikram – Daphni
12) Times Square – Destroyer
13) Bangkok – Destroyer
14) After Me – Misun

 

Tónleikahelgin 10.-11. júlí

Föstudagur 10. Júlí

 

Kría Brekkan spilar í Mengi. Aðgangseyrir er 2000 krónur og tónleikarnir byrja 21:00.

 

Hljómsveitin Vára spilar á Dillon. Tónleikar byrja 22:30 og aðgangur er ókeypis.

 

Laugardagur 11. Júlí

 

Það verður Hip Hop Jazz Mash kvöld á Gauknum. Skipuleggjendur lofa suddalegum bræðingi rapparanna Class B og Immo við RNB/Jazz söng Önnu Sóleyar ofan á feita jazz bíta Náttmarðar Kvartetts. Aðgangseyrir er 1500 krónur og leikar hefjast 22:00.

 

Orchestral Summer Music & Friends koma fram í Mengi. Aðgangseyrir er 2000 krónur og spilamennska hefst 21:00.

 

Kaleo spila í Gamla Bíói. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 4990 krónur.