Todd Terje og Skrillex á Sónar

Nú rétt í þessu var tilkynnt um fyrstu listamennina sem hafa verið bókaðir á næstu Sónar hátíð. Það eru norski geimdiskó-gúrúinn Todd Terje, EDM tryllirinn Skrillex og þýska tekknó-goðsögnin Paul Kalkbrenner, sem átti að spila á síðustu Sónar hátíð en forfallaðist. Næsta Sónar hátíð verður haldin Í Hörpu 12.-14. febrúar en hér má lesa umfjöllun Straums um síðustu hátíð.

Straumur 20. október 2014

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Bonobo, Deerhoof, …And You Will Know Us By The Trail Of Dead, Parquet Courts, Chance The Rapper og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 20. október 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Flashlight – Bonobo
2) Wait – Tourist
3) Black Ballerina – Ariel Pink
4) Get Better – Chance The Rapper
5) Indecision – Shura
6) Uncast Shadow Of A Southern Myth – Parkay Quarts
7) The Ghost Within – …and you will know us by the trail of dead
8) Lost In The Grand Scheme – …and you will know us by the trail of dead
9) Doom – Deerhoof
10) Black Pitch – Deerhoof
11) This Is The Last Time – Stars
12) Turn it Up

Tónleikar helgarinnar 17.-19. október

Föstudagur 17. október

 

Reggístórsveitin Ojba Rasta slær upp tónleikum á Húrra og það er Lord Pusswhip sem sér um upphitun. Leikar hefjast klukkan 22:00 og aðgangseyrir er 1500 krónur.

 

Hljómsveitirnar Svartidauði, Sinmara og Misþyrming koma fram á dauðarokkstónleikum á Gauknum. Rokk byrjar að róla 22:00 og það kostar 1500 inn.

 

Hljómsveitin Blind Bargain leikur á Dillon. Hefst 22:00 og aðgangur ókeypis.

 

Laugardagur 18. október

 

Hljómsveitin Toneron spilar í Norræna húsinu klukkan 16:00. Toneron er tveggja manna hljómsveit sem býður uppá fjölbreytta raftónlist í bland við harðkjarna elektrónískt rokk með saxófónívafi. Aðangur er ókeypis.

 

Hilmar Jensson leikur ferskan spuna á rafmagnsgítar í Mengi. Hann býður upp á góð hljóð og óhljóð í mátulegum hlutföllum en tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

 

Endless Dark, We Made God og Icarus halda magnaða tónleikaveislu á Gauknum. Miðaverð er 1.000 kr. og tónleikarnir byrja um 22:00.

 

Sunnudagur 19. október

 

Raftónlistarmaðurinn O|S|E| leikur drunu- og sveimtónlist á Húrra. Hann byrjar klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

Airwaves 2014 – þáttur 2

Annar þátturinn af Iceland Airwaves sérþætti Straums með Óla Dóra verður á dagskrá frá 20:00 – 22:00 á X-inu 977 í kvöld. Í þættinum í kvöld koma hljómsveitirnar Good Moon Deer og Pink Street Boys í heimsókn auk þess sem gefnir verða tveir miðar á hátíðina.

Airwaves þáttur 2 – 15. október 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Girls’ Night Out – The Knife
2) Silver – Caribou
3) November SKies – Tomas Barfod 1:00 í gamla bíó á föstudag
4) The High – Kelela
5) Again – Good Moon Deer
6) Karma – Good Moon Deer
7) Alena – Yumi Zouma
8) Old Snow – Oyama
9) Body Language – Pink Street Boys
10) Evel Knievel – Pink Street Boys
11) Devil – Horse Thief
12) Kingfisher – PHOX
13) Lawman – Girlband
14) Passion – Nolo
15) Baby Missiles – The War On Drugs
16) Specters – kimono
17) So Good at Being In Trouble – Unknown Mortal Orchestra

+

Straumur off-venue í Bíó Paradís

Straumur verður með öfluga off-venue dagskrá í samstarfi við Bíó Paradís yfir Iceland Airwaves. Tónleikarnir sem fara fram í Bíó Paradís og hefjast á slaginu 12:00 miðvikudaginn 5. nóvember. Meðal þeirra sem spila eru Unknown Mortal Orchestra, Sin Fang og Asonat auk þess sem frumsýnd verður ný heimildarmynd um hátíðina. Dagskrána má sjá hér fyrir neðan:

Miðvikudagur 5. nóvember

12:00 Hexagon Eye
13:00 Ósk
14:00 Horse Thief (US)
15:00 Tonik
16:00 Good Moon Deer
17:00 Pretty Please

Fimmtudagur 6. nóvember

12:00 Bastardgeist (UK)
13:00 Milkhouse
14:00 Helgi Valur
15:00 Jón Þór
16:00 Loji
17:00 M-band
18:00 Nolo

Föstudagur 7. nóvember

16:15 Vorhees (US)
17:15 Sin Fang
18:15 Unknown Mortal Orchestra (US)

Laugardagur 8. nóvember

12:00 Mat Riviere (UK)
13:00 Skuggasveinn
14:00 701
15:00 Asonat
16:00 Sindri Eldon & the Ways
17:00 Kælan Mikla

Sunnudagur 9. nóvember

14:00 Austria
15:00 Munstur
16:00 Bjór

Kvikmyndir:

Miðvikudagur 5. nóvember

14:00 Tónlist: a documentary about Iceland Airwaves

Fimmtudagur 6. nóvember

14:00: Tónlist: a documentary about Iceland Airwaves

Straumur 13. október 2014

Í Straumi i kvöld heyrum við nýtt efni frá Jessie Ware, Singapore Sling, Ex Hex, Ben Frost, A Sunny Day In Glasgow og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 13. október 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Champagne Kisses – Jessie Ware
2) Keep On Lying – Jessie Ware
3) Cruel – Jessie Ware
4) Alena – Yumi Zouma
5) Nenni – Teitur Magnússon
6) Bassically – Tei Shi
7) I’ll Be Signal (sad songs) – A Sunny Day In Glasgow
8) Venter (Evian Christ Remix) – Ben Frost
9) Archie Marry Me – Alvvays
10) Don’t Wanna Lose – Ex Hex
11) Hot and cold – Ex Hex
12) You Drive Me Insane – Singapore Sling
13) Absolute Garbage – Singapore Sling
14) A Million Random Digits – …And You Will Know Us By The Trail Of Dead

Tónleikar helgarinnar 9. – 12. október 2014

Fimmtudagur 9. október

– Tónleikar á Gauknum þar sem fram koma:

// LORD PU$$WHIP
// LAFONTAINE
// KEX VERK KLAN (Elli Grill)
// QUADRUPLOS
1000 kr. inn og tónleikarnir hefjast klukkan 20:00

– Soffía Björg og Pétur Ben koma fram á Húrra. Pétur byrjar kvöldið með akústískt sett og setur tóninn fyrir Soffia Björg Band sem tekur svo við, en hljómsveitina skipa; Örn Eldjárn, Ingibjörg Elsa Turchi, Þorvaldur Ingveldarson og Tómas Jónsson. Tónleikarnir byrja kl 21.00 og er aðgangseyrir 2000 kr.

– Roland Hartwell Jr. kemur fram á Hlemmur Square. Tónleikarnir hefjast 20:00 og það er ókeypis inn.

 

 

Föstudagur 10. október 

 

– My bubba munu leika nokkur lög í Mengi af nýju plötu sinni Goes abroader klukkan 12:00.  Tónleikarnir í Mengi marka upphaf tveggja mánaða tónleikaferðalags um Evrópu, þar sem þær munu m.a. hita upp fyrir Damien Rice.Tónleikarnir kosta 1500 krónur fyrir þá sem ekki eru svangir en þeir sem vilja súpu og brauð með tónlistinni greiða 2500 krónur.

– Raftónlistarmaðurinn Pye Corner Audio kemur fram í Mengi ásamt íslensku hljómsveitinni Good Moon Deer. Miðaverð er 2000 kr og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.

 

– Einn af aðalviðburðum í kynningarviku frjálsra félagasamtaka og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands undir heitinu Sterkar stelpur – sterk samfélög, eru stórtónleikar í samstarfi við KÍTÓN, félag kvenna í tónlist, klukkan 20 í Iðnó. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

Fram koma: Mammút, Young Karin, Himbrimi, Reykjavíkurdætur, Boogie Trouble, Una Stef, Alvia Islandia, Soffía Björg,Laufey og Júnía, sigurvegarar Söngkeppni Samfés.

 

– Hljómsveitin Samaris heldur útgáfutónleika fyrir plötu sína Silkidrangar í Þjóðleikhúskjallaranum. Um upphitun sér hljómsveitin Gervisykur. Húsið opnar kl. 21 og tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 22. Miðaverð er kr. 2.000 og miðar verða seldir við hurð og á Miði.is

 

Laugardagur 11. október

 

– Hinn einstaki þýski plötusnúður Marc Romboy kemur fram á skemmtistaðnum Húrra laugardagskvöldið 11. október. Ásamt Romboy munu íslensku snúðarnir Oculus, Yamaho og Steindór Jónsson koma fram. í þessu tilefni verður rosalegt Function 1 hljóðkerfi sett upp á staðnum til að ná geðveikri klúbbastemmingu. Kvöldið hefst á slaginu 22:00 og það kostar 1500 kr inn.

 

– Raftónlistarmaðurinn Pye Corner Audio kemur fram á Palóma ásamt íslensku hljómsveitinni DEEP PEAK. Miðaverð er 1000 kr og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

Sunnudagur 12. október

– Költ-bandið The Burning Hell frá Petersborough í Ontario í Kanada spilar á ókeypis tónleikum á Kex Hostel sem hefjast á slaginu 21:00.

– Rósa Guðrún Sveinsdóttir ætlar að fagna útgáfu fyrstu sólóplötunnar sinnar Strengur Stranda með útgáfutónleikum í Iðnó. Miðaverð er 2500kr og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00.

– Syrgir Digurljón kemur fram á Húrra klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

Airwaves 2014 – Þáttur 1

Í tilefni þess að Iceland Airwaves 2014 nálgast mun Straumur á X-inu 977 í samstarfi við Gull og Landsbankann vera með sérþætti um hátíðina alla miðvikudaga frá klukkan 20:00 til 22:00 þar til hún hefst.  Í þessum fyrsta þætti kíktu Tonik og Kælan Mikla í heimsókn.

Airwaves Þáttur 1 – 08/10/2014 by Straumur on Mixcloud

 

1) Sea – Roosevelt
2) It’s Time To Wake Up – La Femme
3) Sur La Planche – La Femme
4) Cherish – Ballet School
5) Prelude – Tonik Ensemble
6) Until We Meet Again (Applescal Remix) – Tonik Ensemble
7) Gala – Amaba Dama
8) Little Blue House (Little Dragon mix) – Unknown Mortal Orchestra
9) Powder 8 Eeeeeeeight – Black Bananas
10) I Wanna Destroy Myself – Ezra Furman
11) My Zero – Ezra Furman
12) Kælan Mikla – Kælan Mikla
13) Mánadans – Kælan Mikla
14) Ætli það sé óholt að láta sig dreyma
15) Hot Wax – King Gizzard And The Lizard Wizard
16) She don’t use jelly – The Flaming Lips
17) Let’s Dance (Yak Inek Unek) – Ibibio Sound Machine
18) The Talking Fish (Asem Usem Lyak) – Ibibio Sound Machine
19) The Brae – Yumi Zouma

Airwaves sérþáttur Straums hefst á morgun

Í tilefni þess að Iceland Airwaves 2014 nálgast mun Straumur á X-inu 977 í samstarfi við Gull og Landsbankann vera með sérþætti um hátíðina alla miðvikudaga frá klukkan 20:00 til 22:00 þar til hún hefst. Í þættinum sem er í umsjón Óla Dóra verður fjallað um þau erlendu og íslensku bönd og listamenn sem spila á Iceland Airwaves í ár, birt verða viðtöl og góðir gestir koma í heimsókn, auk þess sem gefnir verða miðar á hátíðina í hverjum þætti. Fyrsti þátturinn fer í loftið á morgun.