Straumur 6. október 2014

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Les Sins, AlunaGeorge, Charli XCX, Andy Stott og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977.

Straumur 6. október 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Supernatural – AlunaGeorge

2) London Queen – Charli XCX

3) Why (ft. Nate Salman) – Les Sins

4) I’ll Be Back – Kindness

5) 8th Wonder (ft. M. Anifest) – Kindness

6) Science And Industry – Andy Stott

7) The British Are Coming – Weezer

8) Say My Name ft. Zyra (Jai Wolf Remix) – Odesza

9) Pieces – Jessie Ware

10) Until We Meet Again (Applescal Remix) – Tonik Ensemble

11) So Long Sun – Communions

Myndband frá tUnE-yArDs

Tónlistarkonan Merryl Garbus sem gengur undir nafninu tUnE-yArDs gaf frá sér nýtt myndband í dag við lagið Real Thing. Það kemur af þriðju breiðskífu hennar, Nikki Nack, sem kom út fyrr á árinu og hefur hlotið afar góðar viðtökur. Real Thing er eitt af sterkustu lögum plötunnar og myndbandið er mjög litríkt en þar eru gínur í helstu hlutverkum ásamt Garbus. Horfið á myndbandið hér fyrir neðan.

Tónleikahelgin 2.-5. Október

Fimmtudagur 2. október

 

Uni Stefson, betur þekktur sem Unnsteinn í Retro Stefson, kemur fram með sólóverkefni sitt í kvöld á Boston. Eftir rómaða fyrstu tónleika Unnsteins með nýrri hljómsveit á Kex fyrr í haust stígur hann aftur á stokk á Livekvöldi Funkþáttarins og tónleikarnir hafa einnig því hlutverki að gegna að kynna fyrstu útgáfu hans, EP1. Uni Stefson hefur leik klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.
Hip Hop Kvöld verður á Gauk á Stöng en fram koma MC Bjór og Bland, Valby bræður, Þriðja Hæðin og Alexander Jarl og Guðmundur ásamt Kilo. Einnig verður frumsýnt nýtt myndband á viðburðinum en dyrnar opna klukkan 20:00 og aðgangseyrir er enginn.

 

Hljómsveitirnar Kraðak, Qualia og CeaseTone spila á Dillon. Hefst 22:00 og ókeypis inn.

 

Föstudagur 3. Október

 

Diskóhnettirnir í Boogie Trouble og rapphundarnir í MC Bjór og Bland slá upp heljarinnar dansiballi á Húrra. Gestum er ráðlagt að koma með skó í betri kantinum og sokka til skiptanna en dansinn byrjar að duna 23:00 og fríkeypis er inn.

 

Prins Póló spilar í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Tónleikarnir hefjast 21:00 en aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Gyða Valtýsdóttir og Shahzad Ismaily munu leika lög og verk eftir sjálfa sig og aðra í Mengi. Þau eru farandstónlistarlistarfólk sem leika um allar trissur landfræðilega séð sem og í víddum og breiddum tónlistarheima. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðganseyrir er 2000 krónur.

 

Þungmálmsveitin Alchemia fagnar útgáfu hljómplötunnar INSANITY með tónleikum á Gauknum. Húsið opnar 20:00 en tónleikarnir hefjast 22:30. Aðgangur er ókeypis en hægt verður að kaupa plötuna og annan varning á staðnum en þá er vissara að hafa reiðufé meðferðis.

 

Laugardagur 4. Október

 

Rapparinn Sage Francis kemur fram á tónleikum á Húrra en um upphitun sér Lord Pusswhip ásamt Vrong. Fimmta hljóðvers plata Sage, Copper Gone, kom út fyrr á árinu og hefur hún hlotið rokna góða dóma um heim allan en tónleikarnir eru fyrsta stopp Sage á tæplega 40 gigga Evróputúr. Tónleikarnir hefjast 22:00 og hægt er að kaupa miða á 2500 krónur á midi.is

 

Sunnudagur 5. október

Lord Pusswhip og Vrong koma fram á Húrra og hefja leik 21:00. Aðgangur er ókeypis.

Dillalude á Kex Hostel í kvöld

Hljómsveitin Dillalude kemur fram á Kex Hostel í kvöld en hún var stofnuð sem óður meðlimanna til pródúsantsins Jay Dee eða J. Dilla. J. Dilla er var einn virtasti hip hop pródúser sinnar kynslóðar frá því um miðjan tíundar áratuginn þangað til hann dó langt fyrir aldur fram árið 2006. Hann var frá Detroit og vakti fyrst athygli með hljómsveitinni Slum Village en vann takta fyrir listamenn á borð við Common, Madlip, Janet Jackson, Pharcyde, De La Soul, Busta Rhymes og A Tribe Called Quest. Hann gaf út hina frábæru instrumental plötu Donuts árið 2006 þremur dögum fyrir dauða sinn en frægðarsól hans hefur hækkað umtalsvert síðan.

Eftir andlát hans hafa taktar eftir hann til að mynda verið nýttir af röppurum eins og MF Doom, Kendrick Lamar og The Roots. Meðlimir Dillalude eru Ari Bragi Kárason, Benedikt Freyr Jónsson, Magnús Trygvason Elíassen og Steingrímur Teague. Þeir hafa komið víða við á tónlistarsviðinu og þekkir fólk þá úr sveitum á borð við Moses Hightower, Forgotten Lores, Tilbury og amiinu. Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21:00 og aðgangur er ókeypis. Hér fyrir neðan má svo sjá myndbandi af tónleikum Dillalude á Prikinu.