Myndband frá Chroemo

Kanadíski 80’s-legi diskófönkdúettinn Chromeo sendi í dag frá sér nýtt myndband við lagið Old 45’s. Lagið er af nýjustu plötu Chromeo, White Woman, sem kom út fyrr á árinu en í myndbandinu má sjá bregða fyrir systrunum úr hljómsveitinni Haim og Jon Heder, sem helst er þekktur fyrir hlutverk sitt sem Napoleon Dynamite. Horfið á myndbandið hér fyrir neðan.

Straumur 29. september 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýjar plötur frá Foxygen, Caribou, Flying Lotus og Thom Yorke auk þess sem við heyrum nýtt efni frá Machinedrum, Kendrick Lamar og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977.

Straumur 29. september 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Star Power I: Overture – Foxygen

2) Silver – Caribou

3) Second Chance – Caribou

4) Chimes (Gammar Re Edit) – Hudson Mohawke

5) Coulda Been My Love – Foxygen

6) Mattress Warehoues – Foxygen

7) Star Power III: What Are We Good For – Foxygen

8) i – Kendrick Lamar

9) Ready Err Not – Flying Lotus

10) Turtles – Flying Lotus

11) The Mother Lode – Thom Yorke

12) Only 1 Way 2 Know – Machinedrum

13) How Many – Iceage

14) Hang – Foxygen

Thom Yorke gefur út nýja plötu

Thom Yorke, leiðtogi indí-risans Radiohead, tilkynnti fyrir skömmu nýja sólóskífu sína sem hann gaf svo út samdægurs í gegnum bittorrent forritið. Þetta er önnur sólóskífa Yorke en sú fyrsta, Eraser, kom út árið 2006. Hægt er að hala niður laginu Brain In A Bottle og myndbandi fyrir það ókeypis hér eða kaupa plötuna fyrir litla sex dollara. 

Tónleikar helgarinnar 25. – 28. september 2014

Fimmtudagur 25. september

Snorri Helgason kemur fram á Hlemmur Square. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það er ókeypis inn.

 

Föstudagur 26. september

Kexland og Nýherji standa fyrir rokkveislunni LENOVO áKEX HOSTEL. Tónleikarnir hefjast klukkan 19:00.

19:00 Pétur Ben

20:00 Low Roar

21:00 Agent Fresco

22:00 DIMMA

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

 

Stafrænn Hákon ætlar að fagna ferskri afurð er ber nafnið “Kælir Varðhund” á Húrra. The Strong Connection með Markús Bjarnason í fararbroddi ætla að heiðra áhorfendur með nærveru sinni ásamt Loja sem mun flytja sitt efni. Það er ókeypis inn og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

Laugardagur 27. september

Daníel Friðrik Böðvarsson gítarleikari í hljómsveitinni Moses Hightower og Matthías Hemstock sem hefur starfað á íslensku tónlistarsenunni síðastliðin 30 ár með áherslu á jazz, spuna og ýmis tilraunavekefni halda tónleika í Mengi. Á efnisskránni verður aðallega frjáls spuni. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 krónur inn.

Tónleikar á Rosenberg með Rúnari Þórissyni, Láru Rúnarsdóttir og Margréti Rúnarsdóttir ásamt hljómsveitinni Himbrimi. Aðgangseyrir: 1500 kr. og hefjast tónleikarnir klukkan 21:30.

Lady Boy Records standa fyrir tónleikunum Cassette Store Day Split. Harry Knuckles, Nicolas Kunysz og AMFJ koma fram. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.

Sísý Ey, DJ Margeir og Intro Beats slá upp party á Húrra. Fjörið hefst klukkan 22:00 og það kostar 1500 kr inn.

 

Sunnudagur 28. september 

Þóranna Dögg Björnsdóttir kemur fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast á slaginu 22:00.

Plöturýni: Aphex Twin – Syro

Síðast liðin tvö ár hafa verið ár hinna stóru kombakka; Daft Punk, David Bowie, Boards of Canada, Mazzy Star, The Knife og My Bloody Valentine hafa gefið út plötur eftir margra ára eða jafnvel áratuga þögn. Það liggur því beint við að meistari hinnar svonefndu gáfumannaraftónlistar(IDM), Richard D. James eða Aphex Twin, bætist í þennan fríða flokk með sinni fyrstu alvöru breiðskífu síðan Drukqs kom út árið 2001. Hann var gríðarlega afkastamikill á 10. áratugnum og jafnfær á undurfallegar melódíur og tryllingslegar taktpælingar og óhljóðalist.

 

Á Syro er það melódíska hlið Aphex Twin sem skín í gegn þrátt fyrir að fagurfræði plötunnar myndi seint teljast hefðbundin. Í upphafslaginu minipops 67, sem var jafnframt fyrsta smáskífan, má heyra níðþungan og margbrotinn takt í bland við draugalegar raddir, bjagaða píanóhljóma og ægifögur synþahljóð í súpu sem gæti ekki hafa verið framreidd af neinum öðrum en séní-inu sjálfu. Það er eins og Alberto Balsam, Windowlicker og Iz-Uz í hárréttum hlutföllum.

Aphex hristir fram úr erminni ofgnótt af melódíum á plötunni; laglínur og stef sem ómerkilegri listamenn hefðu byggt heilu lögin á, treður hann fimm eða sex fyrir í einu og sama laginu. Oft eru undir-, mið- og yfirmelódíur í gangi á sama tíma. Bassa-, milli- og hátíðnirnar dansa hringi í kringum hvor aðra og nótur og taktslög skoppa hvert af öðru. Tempóin á plötunni ná alveg frá hægu hip hop-i yfir í æsilegt drum ‘n’ bass og það eru alltaf flöktandi varíasjónir í taktinum og óvænt slög, nokkurs konar spunakennd djazz-nálgun á trommuforritun.

 

produk 29 [101] er hægfljótandi ambíent hip hop sem minnir talsvert á skosku lærisvæna hans í Boards of Canada nema bara flóknara og kaflaskiptara. Um miðbik plötunnar í CIRCLONT6A eykur hann svo tempóið upp í ríflega 140 slög á mínútu í lagi sem tekst að vera melankólískt og gáskafullt á sama tíma en fyrst og fremst á stöðugri hreyfingu. Það svo yfirfullt af laglínum, taktbreytingum og hljóðum að ég þurfti að hlusta á það strax aftur til reyna að inntaka herlegheitin. Í því má meðal annars heyra bjagaðar satanískar raddir og synþasánd sem hljómar eins og ég myndi ímynda mér vélmenni að prumpa.

Í titillaginu er svo sóðalega fönkí synþi sem hljómar eins og bassalína úr Rick James lagi síuð í gegnum óteljandi vélar úr hljóðveri Aphex. s950tx16wasr10 er feikihratt drum’n’bass stykki þar sem hann grípur traustataki gamla góða Amen-bítið og teygir það og beygir í allar mögulegar áttir. Hann róar hlustendur svo niður í síðasta laginu sem er lágstemmt nýklassískt verk í anda Philip Glass, gullfallegt mínímalískt píanómótíf við undirleik fuglasöngs.

 

Það er einhver léttleikandi galsi og gredda sem svífur yfir vötnum skífunnar, maður fær á tilfinninguna að Aphex njóti þess fram í fingurgómana að snúa aftur úr þessari sjálfskipuðu útlegð sinni. Yfir plötunni gnæfir andlit Richard D. James, glottandi út að eyrum eins og prakkarinn sem hann er, segjandi með svipnum: „Hana, ég á lager af þessu stöffi, verið bara ánægð með það sem ég hendi í ykkur“.

Tónlistin á plötunni hefði ekki getað komið frá neinum öðrum en Aphex Twin og er í þeim skilningi engin róttæk stílbreyting frá hans fyrra efni heldur meira útpæld eiming á aðgengilegri hluta fyrri verka hans. En þegar stíllinn er það róttækur og einstakur að engum hefur tekist að herma eftir honum væri kannski það eina róttæka sem Richard D. James gæti gert í þessari stöðu að gera venjulega tónlist. Það vill enginn og ég bið Aphex Twin velkominn aftur. Það er gott að koma heim til pabba.

9/10

Davíð Roach Gunnarsson

Ný Smáskífa frá Kendrick Lamar

Rapparinn Kendrick Lamar sendi í dag frá sér fyrstu smáskífuna af væntanlegri breiðskífu, lag sem heitir einfaldlega i. Rapphundar um heim allan bíða með mikilli eftirvæntingu eftir enn ónefndri plötu Lamar en plata hans good kid, m.A.A.d city var ofarlega á listum helstu tímarita yfir bestu plötur ársins 2012. Hlustið á lagið i hér fyrir neðan.

Straumur 22. september 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á væntanlegar plötur frá Aphex Twin og Julian Casablancas +The Voidz auk þess sem við heyrum nýtt efni frá Made In Heights, Boogie Trouble, Ólöfu Arnalds, Todd Osborn og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 22. september 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Ghosts – Made In Heights
2) 180db_ – Aphex Twin
3) PAPAT4 (Pineal Mix) – Aphex Twin
4) Crunch Punch – Julian Casablancas + The Voidz
5) Nintendo Blood – Julian Casablancas + The Voidz
6) See (Beacon Remix) – Tycho
7) Everyone and Us – Peaking Lights
8) Contemporary – DREAMTRAK
9) Put Your Weight On It (Chicago Mix) – Todd Osborn
10) Coronus, The Terminator – Flying Lotus
11) Wanna Party Remix (Ft. Think and 3D Na’Tee) – Future Brown
12) Palme – Ólöf Arnalds
13) Augnablik – Boogie Trouble
14) My Troubled Heart – Christopher Owens
15) Over and Above Myself – Christopher Owens

Sun Kil Moon í Fríkirkjunni

Bandaríski tónlistarmaðurinn Mark Kozelek sem kemur fram undir formerkjum Sun Kil Moon heldur tónleika ásamt hljómsveit í Fríkirkjunni í Reykjavík þann 28. nóvember. Kozelek stofnaði Sun Kil Moon árið 2002 fljótlega eftir að hljómsveit hans Red House Painters leystist upp. Sun Kil Moon sendi frá sér sína sjöttu plötu Benji fyrr á þessu ári og uppskar einróma lof gagnrýnenda. Það er viðburðar fyrirtækið Reykjavíkurnætur sem stendur að komu Sun Kil Moon til landsins. Miðasala hefst klukkan 12 í dag á www.midi.is

Tónleikahelgin 18.-20. september

Fimtudagur 18 september

Intro Beats spilar á tónleikum fönkþáttarins á Boston. Tónleikarnir hefjast 22:00 og frítt er inn.

 

Hljómsveitirnar Hinemoa, Kvika og Rósa frænka halda tónleika á húrra. Fjörið hefst 21:00 og aðgangseyrir er litlar 500 krónur.

 

Ólafur Arnalds spilar í Norðurljósasal Hörpu. Aðgangseyrir er 3900 krónur og Ólafur hefur leik 20:30.

 

Josephine Foster og Gyða Valtýsdóttir munu spila saman dúett í Mengi. Aðgangseyrir er 2000 krónur og tónleikarnir hefjast 21:00.

 

Tónleikar til heiðurs Jeff Buckley verða haldnir á Gauknum. Einvalalið hljóðfæraleika og söngvara mun flytja plötuna Grace í heild sinni en miðverð er 2500 krónur í forsölu og 3000 við hurð. Tónleikarnir byrja 21:00.

 

Föstudagur 19. september

 

Breska reggípoppsveitin UB40 spilar á tónleikum í Eldborgarsal Hörpu. Örfáir miðar eru eftir á tónleikana en miðaverð er frá 8900 til 14500 eftir sætum.

 

Hljómsveitin Plastic Gods kemur fram á Húrra og mun spila drun/noise sett sem unnið er saman úr þeim heimi druns sem bandið þekkir ásamt raftónlistar-áhrifum. Einnig koma fram tónlistarmennirnir AMFJ, Döpur og Ultra Orthodox. Hávaðinn byrjar 22:00 og aðgangseyrir er 1000 krónur.

 

Raftónlistarmennirnir Futuregrapher, dj. flugvél og geimskip og chris sea munu leiða saman hesta sína á hljómleikum í Mengi. Veislan hefst 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Hljómsveitin Alchemia spilar á Dillon og hefur leik 23:00 og það er ókeypis inn.

 

Laugardagur 20. september

 

FM Belfast munu trylla allan viðstaddan lýð á Húrra. Tryllingurinn hefst upp úr 22:00 og 2000 krónur veita aðgang að honum.

 

Boogie Trouble heldur tónleika með miklum elegans á Kex Hostel. Aðgangur er með öllu ókeypis og dansinn byrjar að duna 21:00.

 

Tónlistarmennirnir Snorri Helgason og Magnús Trygvason Eliassen leiða saman hesta sína á tónleikum í Mengi. Þeir hefja leik 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Svokallað Jack Live kvöld verður haldið á Gauknum en fram koma Kontinuum, Caterpillarmen ,Godchilla, Future Figment og Ottóman. Húsið opnar 21:00 og aðgangseyrir er 1000 krónur.