Sun Kil Moon í Fríkirkjunni

Bandaríski tónlistarmaðurinn Mark Kozelek sem kemur fram undir formerkjum Sun Kil Moon heldur tónleika ásamt hljómsveit í Fríkirkjunni í Reykjavík þann 28. nóvember. Kozelek stofnaði Sun Kil Moon árið 2002 fljótlega eftir að hljómsveit hans Red House Painters leystist upp. Sun Kil Moon sendi frá sér sína sjöttu plötu Benji fyrr á þessu ári og uppskar einróma lof gagnrýnenda. Það er viðburðar fyrirtækið Reykjavíkurnætur sem stendur að komu Sun Kil Moon til landsins. Miðasala hefst klukkan 12 í dag á www.midi.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *