Föstudagur 22. ágúst
Cosmic Berry og RÊVE koma fram á tónleikum á Mengi. Cosmic Berry er frá París og syngur og spilar rafmagnaða og órafmagnaða tónlist með lykkjum og töktum. Lög hennar byggja upp hljóðheim sem kannar hógværar kenndir og litlar agnir úr daglegu lífi. RÊVE blandar órafmögnuðum einingum, sambærilegum hljóðum og afskræmingum til að skapa fínofna draumaheima sem lenda í óveðri. Tónleikarnir hefjast 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.
Það er Sci-Fe Metal Doom kvöld á Dillon og hljómsveitirnar Ring of Gyges og Slor koma fram. Byrjar 22:00 og ókeypis inn.
Laugardagur 23. ágúst – Menningarnótt
Vegna Menningarnætur og óheyrilegs fjölda tónleika um daginn og kvöldið munum við einungis stikla á því stærsta af þeim tónleikum sem við erum hvað spenntastir fyrir. Áhugasamir geta nálgast dagskrá yfir alla tónleika dagsins hér, með því að velja flokkinn tónlist. Það er ókeypis inn á allt hér fyrir neðan, nema við tökum annað sérstaklega fram.
Helgi Valur, Jón Þór, MC Bjór og Bland og Boogie Trouble koma fram í þessari röð í garðinum við Ingólfsstræti 21a. Helgi Valur hefur leik klukkan 14:30 en tónleikarnir standa yfir til 17:00. Einnig verður boðið upp á vöfflur og kaffi
Á Hólmaslóð 2 út á Granda verður mikil tón- og myndlistarveisla þar sem tónlistarmennirnir sem eru með æfingaraðstöðu í húsinu koma fram. Þeir eru eftirfarandi: DEEP PEAK, Grísalappalísa, Útidúr, Just Another Snake Cult, Knife Fights, Kælan Mikla, Lord Pusswhip feat. Countess Malaise , MARKÚS & THE DIVERSION SESSIONS, Nolo, Skelkur í bringu, Wesen, Benson Is Fantastic, DJ Lamp Vader, it is magic. Lifandi tónlist, einstakar uppákomur, stór myndlistarsýning í öllum rýmum og veitingasala verður opin frá 14:00 og frameftir kvöldi. Fjöldi listamanna af yngri kynslóðinni sýna verk sín og koma fram, en þátttakendur hátíðarinnar hafa það sameiginlegt að hafa starfrækt iðju sína á svæðinu undanfarin ár.
FALK (Félag Allskonar Lista-manna & -Kvenna) býður á Menningarnótt upp á sjónhljóðræna veislu á Vitatorgi (horni Hverfisgötu og Vitastígs). Dagskráin er eftirfarandi:
17.00 Siggi Ámundar Gjörningur
17:30 AMFJ Hljóðverk
18:00 Blaldur Ultra Truth Gjörningur
18:30 Þóranna Trouble Hljóðverk
19:00 Oberdada von Brutal Hljóð/gjörningur
19:30 Kælan Mikla Hljóð/gjörningur
Útgáfan Möller Records stendur fyrir tónleikum á Ingólfstorgi. Rjóminn af íslensku raftónlistarfólki kemur fram undir berum himni, þar á meðal Skurken, Bistro Boy, Steve Sampling, Tanya & Marlon, Snooze Infinity, EinarIndra, Modesart og Hazar. Tónleikarnir hefjast klukkan 18:00 og standa til klukkan 23:00.
Goðsagnakennda sörfsveitin Brim er komin saman aftur og mun halda brjálað stuðball í Iðnó. Brim leikur ósungna og hressa sörftónlist af hreinustu gerð og gaf m.a. út plötuna “Hafmeyjur og hanastél” hjá Smekkleysu árið 1996. Ballið byrjar á miðnætti og stendur til 03:00 en sérstakur gestur í hléi er DJ. Flugvél og geimskip. Miðaverð er 2500 krónur og forsala miða er í fullum gangi á midi.is.
Boogie Trouble og vinir munu standa fyrir rokna balli á menningarnótt á skemmtistaðnum Húrra, og leika frumsamið efni og vel valda sparislagara fram á rauða nótt. Ballið hefst 23:30.
Sunnudagur 24. ágúst
Justin Timberlake – Alveg rosalega uppselt.