Yuck gefa út fyrsta lagið af væntanlegri plötu

Margir efuðust um framtíð indie rokk sveitarinnar Yuck eftir að aðalöngvarinn Daniel Blumberg yfirgaf bandið til að einbeita sér að sólóferli undir nafninu Hebronix. Hljómsveitin sem nú starfar sem tríó hefur hins vegar svarað þeim efasemdum og sent frá sér lagið „Rebirth“ og er önnur plata þeirra í bígerð þó ekki sé enn kominn staðfestur útgáfudagur.
Yuck gáfu út sjálftitlaðan frumburð árið 2010 sem innihélt fuzzað 90‘ indí rokk og var þeim líkt við bönd á borð við Pavement, Dinosaur Jr. og My Bloody Valentine.
Þó stórt skarð hafi hoggið í Yuck við brotthvarf Blumberg virðist hljómsvein höndla það ágætlega og nýja lagið „Rebirth“ ekki alslæmt þó 90‘ fýlingurinn sé ekki alveg sá sami og á fyrstu plötunni og nálgast bandið nær shoegaze stefnunni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *