Straumur 22. júlí 2013

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá AlunaGeorge, Crystal Stilts, M-band, Disclosure og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á X-inu 977 á slaginu 23:00!

1) Best Be Believing – AlunaGeorge
2) F For You (Totally Enormous Extinct Dinosaurs remix) – Disclosure
3) Lost & Found – AlunaGeorge
4) Kaleidoscope Love – AlunaGeorge
5) Speed Of Dark – Emilíana Torrini
6) All Is Love – M-band
7) Sinking Stone – Gems
8) Elevate – St. Lucia
9) Rebirth – Yuck
10) Star Crawl – Crystal Stilts
11) An Impression – No Age
12) Recollection – Keep Shelly In Athens
13) Hive (featuring Vince Staples & Casey Veggies) – Earl Sweatshirt
14) The Truth – Dr. Dog
15) Prince’s Prize – Fuck Buttons
16) The Weight Of Gold – Forest Sword

Yuck gefa út fyrsta lagið af væntanlegri plötu

Margir efuðust um framtíð indie rokk sveitarinnar Yuck eftir að aðalöngvarinn Daniel Blumberg yfirgaf bandið til að einbeita sér að sólóferli undir nafninu Hebronix. Hljómsveitin sem nú starfar sem tríó hefur hins vegar svarað þeim efasemdum og sent frá sér lagið „Rebirth“ og er önnur plata þeirra í bígerð þó ekki sé enn kominn staðfestur útgáfudagur.
Yuck gáfu út sjálftitlaðan frumburð árið 2010 sem innihélt fuzzað 90‘ indí rokk og var þeim líkt við bönd á borð við Pavement, Dinosaur Jr. og My Bloody Valentine.
Þó stórt skarð hafi hoggið í Yuck við brotthvarf Blumberg virðist hljómsvein höndla það ágætlega og nýja lagið „Rebirth“ ekki alslæmt þó 90‘ fýlingurinn sé ekki alveg sá sami og á fyrstu plötunni og nálgast bandið nær shoegaze stefnunni.