Tónleikar helgarinnar 27.-29. júní

Þessa síðustu helgi júlímánaðar er margt um að vera í tónleikadeildinni en stærsti viðburðurinn er þó líklega All Tomorrow’s Parties hátíðin sem fram fer á varnarliðssvæðinu í Keflavík. Dagskrá hátíðarinnar má finna hér og umfjöllun straum.is um hátíðina má finna hér. Fréttamyndin er af tónleikum sýrurokksveitarinnar The Oh Sees sem spila á hátíðinni á föstudagskvöldið.

Fimmtudagur 27. júní

Þjólagasveitin Danielle Ate The Sandwich kemur fram ásamt Bluegrass-bandinu Illgresi á Loft Hostel í Bankastræti. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og aðgangur er ókeypis.

Meira af þjóðlagatónlist á hostelum því hin angurværa sveit Árstíðir slær upp tónleikum á Kex Hostel. Þeir hefjast klukkan 9 og eru einu tónleikar sveitarinnar þangað til hún kemur fram á Airwaves hátíðinni í lok október.

í dag hefst sumartónleikaröð Cafe Flóru árið 2013! Tónleik mætti kalla hagsmunasamtök fátækra tónlistarmanna í Reykjavík og á þessu kvöldi koma fram:

Tryggvi heiðar
Pocket
Brynja
Ósk
Þorgerður Jóhanna
Þorvaldur Sigurbjörn
Raffaella
FrankRaven
Tinna Katrín
Sebastian Storgaard

Föstudagur 28. júní

All Tomorrow’s Parties tónlistarveislan hefst á Faktorý þar sem ótal íslensk og erlend bönd koma fram en fulla dagskrá má nálgast hér. Tilkynnt var í dag að Botnleðja hefði bæst við dagskránna á föstudeginum og við vísum fólki á umfjöllun straums um erlendar hljómsveitir hátíðarinnar hér.

Jaðarpoppdúettinn Nolo heldur tónleika í hliðarsal hins frábæra tónleikastaðar Faktorý, sem mun því miður verða jafnaður við jörðu von bráðar. Nolo segjast spila alla þá tónlist sem þeir komast upp með en hljóðfæra-skipan þeirra hefur tekið stakkaskiptum undanfarið, en í dag notast þeir við gítar, hljómborðs-syntha og HP-tölvu sem sér um ýmis hljóð, og jafnvel óhljóð. Sveitin gaf nýverið út plötuna Human á síðunni Bandcamp. Eftir tónleikana munu hljómsveitarmeðlimir þeyta skífum í hliðarsalnum ásamt Dj Alex J.E. a.k.a. Bob Blondie. Aðgangur er ókeypis og Nolo fara á svið klukkan 23:00.

Raftónlistarmaðurinn GERFiSykur spilar á Prikinu. Leikar hefjast klukkan 22:00 og það er ókeypis inn eins og venjulega.

Laugardagur 29. júní

All Tomorrow’s Parties hátíðin verður áfram í blússandi gangi á laugardagskvöldinu en þar er Nick Cave & The Bad Seeds stærsta númerið.

Pollock bræðurnir eru lifandi goðsagnir í íslensku tónlistarlífi en þeir koma fram á tónleikum á Dillon. Þessir andlegu stríðsmenn og brautryðjendur í pönki lofa andlegri upplifun og engum aðgangseyri. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *