Tónleikar helgarinnar 25. – 27. ágúst

Fimmtudagur 25. ágúst

Grísalappalísa og Kött Grá Pje spila á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það kostar 2000 kr inn.

Lotus Fucker, Dauðyflin, Roht og Beinbrot koma fram á Dillon. Fjörið hefst klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Gunnar Jónsson Collider verður með ambient set á Hlemmi Square klukkan 21:00. Það er frítt inn.

Föstudagur 26. ágúst

Hljómsveitin Milkywhale heldur tónleika á skemmtistaðnum Húrra frá klukkan 23:00. Strax á eftir munu meðlimir FM Belfast sjá um að dj-a.

Laugardagur 27. ágúst

Frank Murder kemur fram í Lucky Records klukkan 12:00

Júníus Meyvant heldur veglega útgáfutónleika í Háskólabíói ásamt strengja- og blástursveit í tilefni af útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar „Floating Harmonies“. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og að kostar 4990 kr.

Skaði – Mighty Bear – Hemúllinn og Sprezzatura koma fram á Gauknum! Það er frítt inn og tónleikarnir hefjast klukkan 23:00.

Gímaldin flytur serialverkið Kinly Related Metal Reggaes á Dillon. Þetta er í fyrsta sinn sem öll brotin 4 eru flutt saman á einum tónleikum og í einu rými. Blóðlegur fróðleikur verður til sölu á sérstöku afsprengdu verði. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.

Sunnudagur 28. ágúst

Rokkhátíð Æskunnar er haldin í fyrsta skiptið á KEX Hostel. Dagskrá hátíðarinnar er samansett af lifandi tónlistaratriðum í bland við gagnvirka fræðslu og vinnusmiðjur þar sem krakkar fá að fikta í hljóðfærum sem búin eru til úr ávöxtum, smíða sinn eigin míkrófón, gera barmmerki, grúska raftónlist og fleira. Meðal þeirra sem koma fram í ár eru Hildur, RuGl, Hasar Basar, Meistarar Dauðans, Hush Hush og fleiri í bókahorninu á KEX Hostel og í Gym & Tonic verða Stelpur Rokka, Futuregrapher, Skema, Jónsson & LeMacks, Mussila og fleiri með fræðslu og smiðjur. Dagskráin hefst klukkan 13:00.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *