Föstudagur 24. október
Fjóla Evans, sellóleikari og tónskáld, mun spila verk sem hún hefur samið fyrir selló og electróníska tóna í Mengi. Á tónleikunum sem hefjast klukkan 21.00 mun hún meðal annars frumflytja brot úr nýju stykki sem er byggt á rannsóknum hennar á íslenskum þjóðlögum og rímum. Þetta mun vera kvöld af umlykjandi og tilraunakendum hljómum. Það kostar 2000 kr inn.
Önnur Jack Live veisla vetrarins á vegum X-ins 977 fer fram á Húrra. Fram koma: Kiriyama Family, Hide Your Kids, Vio og Major Pink. Miðaverð er einungis 1500 krónur og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.
Laugardagur 25. október
Hljómsveitirnar Agent Fresco, Fufanu og Cease Tone koma fram á Húrra. Húsið opnar kl. 21:00 og hefja Cease Tone leikinn klukkan 22:00. Það kostar 1500 kr inn.
Sunnudagur 26. október
Hljómsveitin Deep Peak kemur fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.