The Vaccines senda frá sér nýtt lag undir nýjum áhrifum

Árni Hjörvar Árnason og félagar úr hljómsveitinni The Vaccines hafa sent frá sér lagið „Melody Calling“ og mun það vera fyrsta efnið sem heyrist frá bandinu síðan platan Come of Age kom út árið 2012. Lagið ber nafn með rentu og eru drengirnir að greinilega að fikra sig áfram með ljúfari og melódískri hljóm sem fer þeim ákaflega vel.
Justin Young söngvari The Vaccines sagði í viðtali að hljómsveitinn ætti nokkur lög í pokahorninu sem þeir væru að vinna úr. „Þessi lög eru eins og brú yfir í eitthvað annað, hugsanlega plötu númer þrjú. Ég er mjög frjósamur þessa daga og við erum að prófa margt í fyrsta skipti.“

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *