Hexagon Eye – Virtual

Íslenski raftónlistarmaðurinn Hexagon Eye gefur í dag út plötuna Virtual á vegum Möller Records. Helgi Steinsson er tónlistarmaðurinn á bakvið Hexagon Eye og er þetta fyrsta EP platan hans og jafnframt fyrsta útgáfa hans sem Möller Records gefur út. Hljóðheimur plötunnar er mjög svo draumkenndur og samkvæmt tilkynningu frá plötufyrirtækinu kemur Innblásturinn af plötunni úr ýmsum áttum en myndirnar “Computer Dreams” (1988) og “The Mind’s Eye” (1990) eru sérstakalega nefndar.

Fyrsta lagið af þriðju plötu Pascal Pinon

Reykvíska systra dúóið Pascal Pinon sendi í gær frá sér fyrsta lagið af væntanlegri þriðju plötu sveitarinnar Sundur sem kemur út seinna í sumar. Lagið heitir 53 og er í senn tregafullt, sumarlegt og einstaklega vel raddað.

Platan Sundur dregur nafn sitt af þeim tíma þegar systurnar Ásthildur og Jófríður Ákadætur bjuggu í fyrsta sinn í sitthvoru landinu.

 

Morðingjarnir gefa Loftstein

Pönksveitin Morðingjarnir gefur út sína fjórðu breiðskífu á morgun, miðvikudaginn 15. júní, og ber hún nafnið Loftsteinn en fyrr í dag sendi sveitin frá sér lagið Djamma af plötunni, en það fjallar um hvernig hægt er að flýja raunveruleikann með með því að missa sig í skemmtanalífinu.

Platan er sú fyrsta frá sveitinni síðan árið 2009 og verður eingöngu fáanleg stafrænt — í formi streymis — án endurgjalds.

„Við höfum einfaldlega ekki pláss í kompum og á háaloftum fyrir óselda geisladiska.“

Loftsteinn hefur verið lengi að líta dagsins ljós en upptökur hófust í árslok 2012. Nokkur lög af plötunni hafa hljómað í útvarpi, þá helst lagið Milli svefns og vöku, sem sat lengi á Pepsi Max–lista X977 yfir vinsælustu lögin.

„Platan var tilbúin, mixuð og masteruð fyrir meira en tveimur árum. Svo komu tafir og rugl og á endanum lagðist hljómsveitin í dvala. Það var því enginn tilgangur með því að gefa þetta út á meðan við vorum ekkert að spila. En núna erum við að gíra okkur upp í eitthvað glens og þá er um að gera að henda þessu bara út.“

Morðingjarnir hafa engin áform um tónleikaferðalög í kjölfar útgáfunnar en þó stendur til að fagna plötunni með einhverjum hætti.

„Okkur langar að halda útgáfutónleika. Við höfum ekki spilað saman í meira en eitt og hálft ár. En fyrst þurfum við að dusta af okkur rykið og læra lögin upp á nýtt.“

Platan verður gerð aðgengileg á vefsvæði Morðingjanna á SoundCloud.com — á slaginu 11:00.

Straumur 13. júní 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um tónlistarhátíðina Primavera Sound sem fram fór í Barcelona fyrr í þessum mánuði, hitað verður upp fyrir Secret Solstice sem fram fer í Laugardalnum um næstu helgi og spilað verður nýtt efni frá listamönnum á borð við Metronomy, D∆WN, Samaris og Roosevelt. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Timing, forget the timing – Black Devil Disco Club
2) La féte sauvage (Prins Thomas remix) – Todd Terje & The Olsens
3) Colours (Prins Thomas remix) – Roosevelt
4) Old School (Fatima Yamaha remix) – Metronomy
5) Lemonade Lakes – Oshi x D∆WN
6) Crybaby – Abra
7) In My Car – Gold Panda
8) Gradient Sky – Samaris
9) T3mp0 – Samaris
10) Lone – Rival Consoles
11) Rewind – Kelela
12) Easy Rider – Action Branson
13) Corvette Cassette – Slow Magic
14) Idioteque (live at Primavera Sound 2016) – Radiohead

Tónleikahelgin 10. – 11. júní 2016

Föstudagur 10. júní

Kex Hostel slær upp ókeypis Secret Solstice upphitunarpartí frá klukkan 16:00. Úlfur Úlfur, Krabbamane, SXSXSX og Balcony Boyz koma fram.

Mr. Silla kemur fram í Mengi klukkan 21:00. Það kostar 2000 kr inn.

Útgáfutónleikar Boogie Trouble fara fram á Húrra frá klukkan 21:00. Mosi Musik sér um upphitun og það kostar 2000 kr. við inngang.

NIGHTBIRD fer fram á Grandagarði 16 þar sem innlendir og erlendir listamenn leika fyrir dansi. Fjörið hefst klukkan 22:00 og það kostar 3000 kr við hurð. Þeir sem koma fram eru: Smokey & Solid Blake [DK], DJ YAMAHO [IS], Kanilsnældur [IS], Jule [DE] og
Leah Floyeurs [UK]

Sænska hljómsveitin Age of Woe kemur fram á Gauknum. Þar munu dauðarokkararnir í Narthraal og sigurvegarar Wacken Metal Battle í ár, Auðn, vera með í fjörinu. Það kostar 2000 kr inn og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00

Bláskjár, ÍRiS og Grúska Babúska koma fram á Bar 11. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.

 

Laugardagur 11. júní

 

Rafsveitin Sveimur heldur sína fyrstu tónleika hjá Lucky Records klukkan 16:00

Dauðyflin, Kvöl, Antimony og Roht að koma fram á tónleikum í Lucky Records. Tónleikarnir byrja 20:00 og er frítt inn. Útgáfur frá böndunum verða til sölu á staðnum.

Hljómsveitin Sólstafir heldur tónleika á Húrra frá klukkan 22:00, það kostar 2500 kr inn.

Tónleikahelgin 27.-28. maí

 

Föstudagur 27. Maí

 

Babies spila á Loft Hostel og spila frá 18:00 til 21:00. Ókeypis inn og sumargull í boði.

 

Sveitirnar Stroff og Brött Brekka spila á Dillon. Byrjar 22:00 og kostar þúsund krónur inn.

 

Jari Suominen og Haraldur Karlsson leika raftónlist í Mengi. Byrjar 21:00 og kostar 2000 krónur inn.

 

Djassgeggjararnir í ADHD spila í Gamla Bíói. Miðaverð er 3500 og tónleikarnir byrja 21:00.

 

Laugardagur 28. Maí

 

Valdimar spila á Húrra. Miðaverð er 2500 krónur og tónleikarnir hefjast 22:00.

 

Plötusnúðurinn Omid 16b kemur fram á klúbbakvöldi Elements á Paloma. Það hefst 23:00 og stendur fram eftir nóttu og miðaverð er 1500 krónur.

Straumur 23. maí 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni Chance The Rapper, Andi, Buspin Jieber, h.dór, Okkervil River, Todd Terje og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Summer Friends” (featuring Jeremih & Francis and the Lights) – Chance The Rapper
2) Same Drugs – Chance The Rapper
3) All night (featuring Knox Fortune) – Chance The Rapper
4) Firecracker – Todd Terje & The Olsens
5) New Money Walk – Scott Hardware
6) Sound Asleep – h.dór
7) Radio Shock – Buspin Jieber
8) Automatic – Wolf Parade
9) Fútúrismi Feminisimi – Andi
10) Góðkynja – Andi
11) M O T H E R – East Of My Youth
12) Woozy – The Suburban Spaceman
13) Just What I needed / Not Just What I needed – Car Seat Headrest
14) Neon Dad – Holy Fuck
15) Okkervil River RIP – Okkervil River

 

Tónleikar helgarinnar 20. – 22. maí 2016

Föstudagur 20. maí

GANGLY,  AUÐUR og ULTRAORTHODOX koma fram á tónleikum á Húrra sem hefjast á slaginu 21:30. Það kostar 1500 kr inn.

Hljómsveitin Rythmatik hefur verið að vinna í nýju efni síðustu vikur og í tilefni af því heldur hjómsveitin partý á Loft Hostel þar hún frumsýnir myndband við nýja lagið sitt, Sugar Rush. Veislan byrjar kl 20:00 og myndbandið verður sýnt nokkrum sinnum yfir kvöldið. Hljómsveitin stígur svo á stokk kl 21:00 og spilar nokkur vel valin lög. Það er frítt inn.

Laugardagur 21. maí

Jom Comyn frá Kanada kemur fram ásamt Árna V og Markúsi á stofutónleikum á Reykjavík Roasters Brautarholti 2. Það er ókeypis inn og hefjast leikar klukkan 20:00.

Kristín Anna Valtýsdóttir kemur fram í Mengi klukkan 21:00. Það kostar 2000 kr inn.

Sunnudagur 22. maí

Mikael Lind kemur fram á Lowercase night á Prikinu klukkan 21:30, það er ókeypis inn.

Jom Comyn frá Kanada kemur fram ásamt Árna V og Markúsi á tónleikum í Gym og Tonic salnum á Kex Hostel. Það kostar 1500 kr inn og hefjast tónleikarnir klukkan 20:00.

Scott Hardware á Húrra 25. maí

Kanadíski raftónlistarmaðurinn Scott Hardware frá Toronto byrjar Evróputúr sinn á Húrra í Reykjavík þar sem hann kemur fram ásamt reykvísku hljómsveitinni Wesen miðvikudagskvöldið 25. maí. Útvarpsþátturinn/vefsíðan Straumur sér um að dj-a eftir tónleikana og milli atriða. Húsið opnar klukkan 20:00, tónleikarnir hefjast 21:00 og það kostar aðeins 1000 kr inn. Vefsíðan Gorilla Vs Bear fjallaði nýlega um  nýjasta myndband Scott Hardware við lagið New Money Walk en það má horfa á það hér fyrir neðan. Hér er viðburðinn á Facebook.

 

 

H.dór – Sound Asleep

Halldór Eldjárn meðlimur hljómsveitarinnar Sykur gaf á dögunum út sína aðra smáskífu undir nafninu H.dór sem er sólóverkefni hans en sú fyrsta Desert kom út í haust. Halldór ákvað fyrir tveimur árum síðan að byrja að safna í sarpinn fyrir sólóverkefnið og er plata væntanleg.
Nýja lagið heitir Sound Asleep og er kröftugt sumarlag og er jafnframt fyrsta lagið sem hann þenur eigin raddbönd í. Þó nýtur hann aðstoðar duglegra söngvélmenna. Það eru meðal annars vócóderar, talkbox og önnur söngelsk vélmenni.