Myndbands frumsýning: MSEA – Mouth of the face of the sea

MSEA er sólóverkefni Maria-Carmela Raso, kanadískrar söngkonu sem hefur verið búsett í Reykjavík síðan 2017. Undanfarin ár hefur MSEA eða Maria-Carmela gefið út þrjár EP plötur en von er á plötu í fullri lengd í september næstkomandi. Tónlist MSEA mætti helst lýsa sem martraðkenndu og yfirjarðnesku poppi sem minnir um margt á tónlist Julee Cruise eða Anhohni.

Síðan Maria-Carmela flutti til Íslands árið 2018 hefur verið tekið eftir henni í íslenskri tónlistarsenu. Hún hefur verið iðin við tónleikahald og spilað og unnið með fjölbreyttum hópi hljómsveita og listamanna. Þannig hefur hún unnið bæði með myndlistar og tónlistarfólki, en hún hefur lagt mikið upp úr skörun listforma með ýmsum hætti. 

Smáskífa MSEA sem kom út í 25 apríl og nefnist „Mouth of the face of the sea“ og fjallar um þau áhrif sem annað fólk getur haft á okkur og hvernig við endurupplifum reynslu okkar ítrekað áður en við horfumst í augu við sársaukann. Lagið fjallar þannig um áföll sem endurtaka sig og skömmina sem okkur er jafnvel gefin í vöggugjöf. Spegilmynd þar sem við sjáum fjölmörg andlit en greinum varla okkur sjálf.

Myndband við lagið var leikstýrt af listamanninum Klāvs Liepiņš og tekið upp af Vikram Pradhan. En listræn stjórnun var í höndum Klāvs og Mariu sem leika einnig í myndbandinu sem að var að koma út og er frumsýnt hér á straum.is.

Platan, Our daily apocalypse walk, segir Maria-Carmela hafa orðið til í heimsfaraldrinum þegar hún hóf að skrifa niður drauma sína. Með tímanum urðu draumarnir skýrari og fáránlegri í senn þar sem aðrir heimar, heimsendir og óræður geim-hryllingur urðu innblástur plötunnar. Draumkenndur og viðkvæmur söngur MSEA blandast þannig rafmögnuðum og órafmögnuðum hljóðfærum á hljómplötu sem er varla þessa heims.

MSEA bætir við „að platan minni um margt á skuggalegt og fjarstæðukennt ferðalag í þoku. Ferðalangurinn sér aðeins næsta skref og líður jafnvel eins og einhver eða eitthvað vaki yfir honum og fylgist með.“ MSEA minnist bílferðar á Austfjörðum þar sem svartaþokan umlukti bílinn klukkutímum saman. „Fallegt, einmanalegt og kæfandi, allt í senn.“

Tónlistin á plötunni  á margt sammerkt með tónlistarkonunum Zola Jesus og Sevdaliza, dimm og gotnesk, þar sem líkaminn og vélar renna saman í blöndu af hreinni fegurð og átakanlegri vanlíðan.

Myndbands frumsýning: Sunna Margrét – Out of Breath

Reykvíska tónlistarkonan Sunna Margrét Þórisdóttir gaf fyrr í dag út smáskífuna ‘Out of Breath’ af væntanlegri ep plötu ‘Five Songs for Swimming’ sem kemur út þann 2.júní. Ásamt því að starfa bæði sem myndlistar- og tónlistarkona rekur hún eigið útgáfufyrirtæki No Salad Records í Lausanne í Sviss.

Myndband við lagið kom einnig út í dag og er frumsýnt hér á straum.is. Myndbandið var leikstýrt og tekið upp af rúmensku tónlistarkonunni Ana Bălan sem gefur einnig út hjá No Salad Records. 

Straumur 24. apríl 2023

199 laga plata með Mac DeMarco, Dream Wife, Sunna Margrét, MSEA, Blawan, SBTRKT, bar Italia, og fleira kemur við sögu í Straumi klukkan 22:00 á X-inu 977!

  1. 20190724 – Mac DeMarco
  2. 20190724 2 – Mac DeMarco
  3. 20200817 Proud True Toyota – Mac DeMarco
  4. Out of Breath – Sunna Margrét
  5. Orbit – Dream Wife
  6. Punkt – Bar Italia
  7. She Wonders – Alaska Reid
  8. Mouth Of The Face of the Sea – MSEA
  9. Pulsations – Delusional Paragon
  10. A – Do You Believe Her – The Brian Jonestown Massacre
  11. Yaeii – Fever
  12. DAYS GO BY – SBTRKT & Toro Y Moi
  13. Toast – Blawan
  14. Salty Road Dogs Victory Anthem – Alabaster DePlume
  15. Pearl The Oysters Read the Room feat Letitia Sadier

Straumur 16. Janúar 2023

Straumur á dagskrá X-ins 977 klukkan 22:00 í kvöld. Óli Dóri fer yfir nýja tónlist frá The Cult Of One, Lúpínu, Altin Gun, Rozi Plain, Nönnu og fleirum.

1. The Cult Of One – The Cult Of One

2. All in Your Head – The Cult Of One

3. Rakiya Su Katamam – Altin Gün 

4. Painted The Room – Rozi Plain 

5. Rice – Young Fathers 

6. Tveir Mismunandi Heimar – Lúpína 

7. Lúpínu Bossa Nova – Lúpína 

8. Aftur Eitt – Lúpína 

9. Godzilla – Nanna 

10. Yer All in My Dreams – Purling Hiss 

11. Happenstance – Shalom Happenstance 

12. Fever Dreamer (feat. Charlotte Day Wilson, Channel Tres) – SG Lewis 

13. Oceans Niagara – M83

14. Days Go By – Crimeboys

JólaStraumur 5. desember 2022

Það verður sannkölluð jólastemming í Straumi í kvöld – Þar sem áhersla verður lögð á jólalög sem eru ný eða nýleg! Við heyrum jólalög með Kurt Vile, Teiti Magnússyni & dj flugvél og geimskip, Mac DeMarco, Per: Segulsvið, Phoebe Bridgers, Sufjan Stevens, Titus Andronicus og mörgum öðrum! Jólastraumur með Óla Dóra frá 22:00 í kvöld á X-inu 977.

1) Must Be Santa – Kurt Vile 

2) I’ll Be Home for Christmas – Mac DeMarco 

3) Jólin hljóta að vera í kvöld – Teitur Magnússon & dj flugvel og geimskip 

4) So Much Wine – Phoebe Bridgers 

5) We Should Be Together (feat. Sufjan Stevens) – Rosie Thomas 

6) Óbærilegur sléttleiki húðarinnar – Per: Segulsvið  

7) Drummer Boy – Titus Andronicus 

8) Mr Christmas – BumbleWasps

9) Winter Solstice – Phoenix 

10) Xmas Aswad – Bashar Murad 

11) Los Chrismos – Los Bitchos  

12) Meira myrkur (ft. Kristjana Stefáns) – Dr Gunni   

13) All I Want For Christmas – The Surfrajettes

14) Père Noël m’a oublié – Massicotte 

15) Gul, rauð, græn og blá – Bland í poka

16) Hátíðarskap (feat. Rakel) – Lón

Straumur 21. nóvember 2022

TAAHLIAH, Loraine James, Kelela, Andy Shauf, Jae Tyler, Panda Bear, Sonic Boom, Chance The Rapper, MGMT, SAULT og fleiri koma við sögu í Straumi klukkan 22:00 á X-inu 977!

1) Fuck it! – TAAHLIAH, Loraine James

2) On the Run – Kelela

3) Wasted On You – Andy Shauf

4) Give Me That (Yeah Yeah Yeah Yeah) – Jae Tyler

5) Gettin to the Point (David Holmes Remix) – Panda Bear, Sonic Boom

6) Praise The Lord (Da Shine) feat. Skepta [Durdenhauer Edit] – A$AP Rocky 

7) YAH Know – Chance The Rapper

8) Glory – SAULT

9) Who’s Counting – MGMT

10) Forest Elf – MGMT

11) Wild Animals – Liv.e

12) F*** – Laveda 

13) Supine – Línus Orri 

14) Hvað er ég að gera á þessum fundi – Sveinn Guðmundsson

Straumur 14. nóvember 2022

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýjustu plötu tónlistarkonunnar gugusar – 12:48 auk þess sem flutt verða lög frá Dream Wife, KUSK, Vendredi Sur Mer, Fever Ray, TSS og fleirum. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra er á dagskrá á X-inu 977 klukkan 22:00. 

1) Annar Séns – gugusar

2) Komdu – gugusar

3) Gaddavír – gugusar

4) Morgun (ft. Óviti) – KUSK

5) Lúpínur – KUSK

6) Strong – Romy, Fred Again 

7) Tout mennuie – Vendredi Sur Mer 

8) Leech – Dream Wife 

9) Carbon Dioxide – Fever Ray 

10) Kepko – Sega Bodega 

11) Keep On Pushing These Walls – Nadine Khouri 

12) Honey Bee – Aurora Shields 

13) After Midnight – Phoenix 

14) Winter Solstice – Phoenix 

15) No Pasa Nada – La Femme 

16) Þér ég ann – TSS

17) Sweets – Lewsberg 

18) Back to Bed – Daníel Hjálmtýsson 

19) A Sky Like I’ve Never Seen (ft. Tim Bernardes)  – Fleet Foxes