Straumur 18. janúar 2016

Í fyrsta þætti af Straumi á þessu ári verður farið yfir nýtt efni frá listamönnum á borð við DIIV, Hinds, Wild Nothing, Prince Rama, Jerry Folk og Lane 8. Straumur með Óla Dóra í kvöld á X-inu 977 frá 23:00.

Straumur 18. janúar 2016 by Straumur on Mixcloud

1) Under The Sun – DIIV

2) Out Of Mind – DIIV

3) Blue Boredom (Sky’s Song) – DIIV

4) Three Packs a Day – Courtney Barnett

5) Never Be Like You (ft. Kai) – Flume

6) Midnight – Lane 8

7) Bahia – Prince Rama

8) Riechpop – Wild Nothing

9) Fat Calmed Kiddos – Hinds

10) Warts – Hinds

11) Walking Home – Hinds

12) I Hate The Weekend – Tacocat

13) Thru Evry Cell – Purple Pilgrims

14) Korean Food – Frankie Cosmos

15) To My Soul – Jerry Folk

16) EOS – ROSTAM

Prince Rama spila í Reykjavík

Bandaríska grasrótar- sækadelíusveitin Prince Rama mun spila á Faktorý föstudaginn 24. ágúst næstkomandi.
 Prince Rama er skipuð systrunum Taraka og Nimai Larson sem voru aldar upp í Hare Krishna kommúnu í Florida og skólaðar í School of Museum of Visual Art í Boston. Í dag búa systurnar  í Brooklyn og hafa alls sent frá sér 4 breiðskífur. Sú síðasta, Trust Now, sem kom út í fyrra var gefin út af Paw Tracks útgáfunni sem er í eigu Animal CollectiveSysturnar gefa út plötuna Top 10 Hits Of The End Of The World þann 6. nóvember næstkomandi

Kría Brekkan, sem áður var í hljómsveitinni múm, mætir með föruneyti og hitar upp samkomuna. Hægt er að nálgast miða á midi.is: http://midi.is/tonleikar/1/7177 og í verslunum Brim á Laugavegi og í Kringlunni, miðaverð er 1500 kr. Húsið opnar kl 22:00 og hefjast tónleikarnir  kl 23:00 en það er Gogo Yoko sem stendur að þeim. Hlustið á lagið So Destroyed af væntanlegri plötu hér fyrir neðan.