JEFF the Brotherhood spilar á Húrra 14. október

Bandaríska hljómsveitin JEFF the Brotherhood spilar á skemmtistaðnum Húrra föstudaginn 14. október. Sveitin sem hefur verið starfandi frá árinu 2001 samanstendur af bræðrunum Jake og Jamin Orrall frá Nashville í Tennessee. Jamin er fyrrverandi meðlimur í hljómsveitinni Be Your Own Pet sem gerði garðinn frægan um miðjan síðasta áratug og bræðurnir eru synir tónlistarmannsins Robert Ellis Orrall sem á seinni árum hefur verið þekktastur fyrir að semja lög og vinna plötur fyrir Taylor Swift og Lindsay Lohan.

Tónlist Jeff the Brotherhood mætti lýsa sem blöndu af bílskúrsrokki, sýrurokki, pönki og indie poppi og hafa þeir gefið út fimm stórar plötur, en sú síðasta kom út núna í haust og nefnist Zone. Þar að auki gaf sveitin út tónleikaplötu hjá plötufyrirtæki Jack White – Third man Records árið 2011 sem nefnist einfaldlega Live at Third Man. Flestar plötur þeirra hafa fengið góða dóma gagnrýnenda.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 föstudaginn 14. október og ætti enginn tónlistaráhugamaður að láta þá fram hjá sér fara en það kostar aðeins 2000 kr inn á þá og hægt er að kaupa miða hér.

 

Straumur 15. ágúst 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Jeff The Brotherhood, St. Vincent, Human Machine og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Habit – Jeff The Brotherhood
2) Idiot – Jeff The Brotherhood
3) Ox – Jeff The Brotherhood
4) Something On You Mind – St. Vincent
5) Residual Tingles – The Gaslamp Killer
6) Wow (GUAU! Mexican Institute of Sound Remix) – Beck
7) Diskó Snjór (Just Another Snake Cult remix) – Boogie Trouble
8) She’ll Kill You – Kyle Dixon & Michael Stein
9) Mule – Human Machine
10) Find the words – Jamie Isaac
11) I Knew You – Seeing Hands
12) A Gun Appears – Morgan Delt
13) Seven Words – Weyes Blood
14) City Lights – White Stripes

Straumur 25. júlí 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Hamilton Leithauser
+ Rostam, Poolside, Roosevelt og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.


1) My Love (Interlude) – Tourist
2) A 1000 Time – Hamilton Leithauser + Rostam
3) Wait Up – Roosevelt
4) Belong – Roosevelt
5) And The Sea – Poolside
6) Snooze 4 Love (Dixon remix) Todd Terje
7) Grown Up Calls (Live From Troma) – Toro Y Moi
8) Candyland (ft. Jónsi) – Sin Fang
9) Tiny Cities (ft Beck)(Headphone Activist Remix) – Flume
10) I Was Yours – Airbird
11) Punishment – Jeff the Brotherhood
12) Á Flótta – Suð
13) Dream Baby Dream – Justman
14) Bleeding Heart – Regina Spektor