JEFF the Brotherhood spilar á Húrra 14. október

Bandaríska hljómsveitin JEFF the Brotherhood spilar á skemmtistaðnum Húrra föstudaginn 14. október. Sveitin sem hefur verið starfandi frá árinu 2001 samanstendur af bræðrunum Jake og Jamin Orrall frá Nashville í Tennessee. Jamin er fyrrverandi meðlimur í hljómsveitinni Be Your Own Pet sem gerði garðinn frægan um miðjan síðasta áratug og bræðurnir eru synir tónlistarmannsins Robert Ellis Orrall sem á seinni árum hefur verið þekktastur fyrir að semja lög og vinna plötur fyrir Taylor Swift og Lindsay Lohan.

Tónlist Jeff the Brotherhood mætti lýsa sem blöndu af bílskúrsrokki, sýrurokki, pönki og indie poppi og hafa þeir gefið út fimm stórar plötur, en sú síðasta kom út núna í haust og nefnist Zone. Þar að auki gaf sveitin út tónleikaplötu hjá plötufyrirtæki Jack White – Third man Records árið 2011 sem nefnist einfaldlega Live at Third Man. Flestar plötur þeirra hafa fengið góða dóma gagnrýnenda.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 föstudaginn 14. október og ætti enginn tónlistaráhugamaður að láta þá fram hjá sér fara en það kostar aðeins 2000 kr inn á þá og hægt er að kaupa miða hér.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *