Straumur off-venue í Bíó Paradís

Straumur verður með öfluga off-venue dagskrá í samstarfi við Bíó Paradís yfir Iceland Airwaves. Tónleikarnir sem fara fram í Bíó Paradís og hefjast á slaginu 13:00 miðvikudaginn 2. nóvember. Meðal þeirra sem spila eru Frankie Cosmos (US), Beliefs (CA), Skrattar, Snorri Helgason og Just Another Snake Cult.

 

Dagskrána má sjá hér fyrir neðan:

 

 

Miðvikudagur: 2. nóvember

13:00 Svavar Knútur

14:00 Birth Ctrl

15:00 Andy Svarthol

16:00 Andi

17:00 Stafrænn Hákon 

18:00 Rythmatik

Fimmtudagur 3. nóvember

13:00 Skrattar

14:00 Mikael Lind

15:00 Ragnar Ólafs

16:00 Wesen 

17:00 Beliefs (CA)

18:00 Frankie Cosmos (US)

Föstudagur 4. nóvember

13:00 VAR

14:00 Just Another Snake Cult

15:00 Snorri Helgason

16:00 Jón Þór

17:00 Suð

18:00 Kiriyama Family

Laugardagur 5. nóvember

14:00 Sveinn Guðmundsson

15:00  Vil

16:00  Par-Ðar

17:00  Puffin Island

Straumur 31. október 2016 – seinni Airwaves þáttur

Í Straumi í kvöld verður haldið áfram að fara yfir það helsta á Iceland Airwaves í ár.  Airwaves Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

1) It’s Your Love – Hannah Lou Clark
2) Tipzy King – mugison
3) Minds (Ark Patrol remix) – Chinah
4) We Die – Kate Tempest
5) FUU (ft. Fever Dream) – Dream Wife
6) Frúin í Hamborg – Jón Þór
7) Moonshiner – Kevin Morby
8) Feel You – Julia Holter
9) Crazy About Me – Delores Haze
10) Dark Creedence – Nap Eyes
11) Ran Ran Run – Pavo Pavo
12) Bad Rockets – Fufanu
13) Australia – Conner Youngerblood
14) Thinking of You – Mabel
15) Girl (ft. Kaytranada – The Internet
16) Good Fortune – PJ Harvey

Straumur 24. október 2016 – fyrri Airwaves þáttur

Í Straumi næstu tvö mánudagskvöld munum við fara yfir það helsta á Iceland Airwaves í ár.  Airwaves Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

1) Psycho – The Sonics
2) Disparate Youth – Santigold
3) Big Boss Big Time Business – Santigold
4) Jus’ a Rascal – Dizzee Rascal
5) Birthday Song – Frankie Cosmos
6) Sinister – Frankie Cosmos
7) Sax In The city – Let’s Eat Grandma
8) 1992 – Beliefs
9) Suburban Suicide (demo) – Birth Ctrl
10) Rebirth Of Slick (Cool like dat) – Digable Planets
11) Whiteout – Warpaint
12) Billie Holiday – Warpaint

 

 

Dagskrá Iceland Airwaves 2016 kynnt

og hana má nálgast sem PDF hér! Hátíðin er nú haldin í 18. sinn, dagana 2. til 6. nóvember. Þeir sem eiga miða skulu því setjast niður með kaffibolla eða mjólkurglas og rýna gaumgæfilega yfir uppsetninguna.

Miðasalan er á heimasíðu Iceland Airwaves og hvetja skipuleggjendur áhugasama um tryggja sér miða í tíma þar sem stutt er í að seljist upp.

Líkt og síðustu ár mun Straumur vera með kvöld á hátíðinni, en það verður haldið í Gamla Bíó föstudaginn 4. nóvember. Þar koma m.a. fram Frankie Cosmos, Hermigervill, Berndsen, Prins Póló og Lake Street Dive.

Síðustu listamenn tilkynntir á Iceland Airwaves 2016

Í dag var lokatilkynning á þeim listamönnum sem fram koma á Iceland Airwaves hátíðinni 2016. Hátíðin er nú haldin í 18. sinn, dagana 2. til 6. nóvember og verða listamennirnir alls um 220 talsins, þar af um 70 erlendar sveitir.

Þeir listamenn sem nú bætast við listann eru:

A & E Sounds
Airwords
Ambátt
Amnesia Scanner (DE)
Árstíðir
Auðn
AVóKA
aYia
Beliefs (CA)
Ben Frost
Benny Crespo’s Gang
Berndsen
Coals (PL)
Crystal Breaks
Cyber
DALÍ
Die Nerven (DE)
Dikta
Dimma
Doomhound (DE)
Doomsquad (CA)
Dr. Spock
East of my Youth
Endless Dark
Epic Rain
Gaika (UK)
GlerAkur
Go Dark (US)
HAM
Hatari
Hausar
Helgi Jóns
Herra Hnetusmjör
Hinemoa
Hugar
Högni
Jafet Melge
Johanan (SE)
Jónas Sigurðsson&Ritvélar framtíðarinnar
Kaido Kirikmae & Robert Jurjendal (EE)
Kelsey Lu (US)
Kiasmos
Konni Kass (FO)
Kórus
Kosmodod
Krakk & Spaghettí
Kreld
Kristin Thora
Landaboi$
Lára Rúnars
Leyya (AT)
Lily the Kid
Ljóðfæri
Lord Pusswhip
Mælginn
Markús & The Diversion Session
Middle Kids (AU)
Mike Hunt
MOJI & THE MIDNIGHT SONS
Moses Hightower
Ólöf Arnalds
One Week Wonder
Oyama
Pavo Pavo (US)
Pertti Kurikan Nimipäivät (FI)
Prins Póló
Reptilicus
Rósa Guðrún Sveinsdóttir
Royal
Rvk DNB
SG Lewis (UK)
Shades of Reykjavik
Sigga Soffía & Jónas Sen
SiGRÚN
skelkur í bringu
Skrattar
Slow Down Molasses (CA)
sóley
Stafrænn Hákon
Stroff
Stormzy (UK)
SYKUR
Thunderpussy (US)
Tilbury
TRPTYCH
Una Stef
Útidúr
Valdimar
Wesen

Santigold á Iceland Airwaves

Iceland Airwaves tilkynnti í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í nóvember. Útgáfufyrirtækið Bedroom Community mun í tilefni 10 ára starfsafmælis vera með tónleika í Hörpu ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stofnendur útgáfunnar þeir Ben Frost, Nico Muhly og Valgeir Sigurðsson munu koma fram á tónleikunum ásamt Daníel Bjarnasyni, Nadia Sirota, Jodie Landau, Sam Amidon, Paul Corley, Puzzle Muteson, Crash Ensemble, James McVinnie og Emilie Hall. Einnig bættust við í dag hinar frábæru listakonur Santigold (US), Mabel (UK) og Margaret Glaspy (US)

Hér má heyra lagið Big Boss Big Time Business af nýjustu plötu Santigold 99¢.

Á heimasíðu Iceland Airwaves má finna nánari upplýsingar um alla þá listamenn sem tilkynntir hafa verið:  Agent Fresco / Amabadama / Amber / asdfhg / Sturla Atlas / Auður / Grúska Babúska / Baloji (CD) / Bedroom Community with the Icelandic Symphony Orchestra / Pétur Ben / Beneath / Soffía Björg / BLKPRTY / Boogie Trouble / Bootlegs / Börn / Valby Bræður / Bróðir BIG / B-Ruff / Aron Can / Ceasetone / Chinah (DK) / Hannah Lou Clark (UK) / Frankie Cosmos (US) / Cryptochrome / Digible Planets (US) / DIMMA / Dream Wife / Halldór Eldjárn / Axel Flóvent / Fufanu / Unge Ferrari (NO) / Fews (SE/US) / dj flugvél og geimskip / FM Belfast / Futuregrapher / Emmsjé Gauti / Gangly / Bára Gísladóttir / GKR / Glacier Mafia / Margaret Glaspy (USA) / Glowie / Dolores Haze (SE) / The Hearing (FI) / Snorri Helgason / Hildur / Himbrimi / Julia Holter (US) / HórMónar / IamHelgi / IDLES (US) / The Ills (SK) / Silvana Imam (SE) / Einar Indra / Alvia Islandia / The Internet (US) / Alexander Jarl / Jennylee (US) / JFDR / Magnús Jóhann / Tómas Jónsson / Josin (DE) / Kano (UK) / Karó / King (US) / Kiriyama Family / Kött Grá Pje / Lake Street Dive (US) / Legend / Let’s Eat Grandma (UK) / Liima (DE) / Lowly (DK) / Lush (UK) / Jesse Mac Cormack (CA) / Teitur Magnússon / Major Pink / Mammút / Anna Meredith (UK) / Júníus Meyvant / Kælan Mikla / Milkywhale / Minor Victories (UK) / Kevin Morby (US) / múm with Kronos Quartet / Nap Eyes (CA) / Of Monsters and Men / Máni Orra / Par-Ðar / Pink Street Boys / PJ Harvey (UK) / Prins Póló / Puffin Island / Reykjavíkurdætur / Rímnaríki / Myrra Rós / Rythmatik / Samaris / Santigold (US) / Seratones (US) / Show me the Body (US) / $igmund / Mr.Silla / Singapore Sling / Sólstafir / The Sonics / Emil Stabil (DE) / Steinar / sxsxsx / Kate Tempest (UK) / This is the Kit (UK) / Throws (UK) / Tiny / Tófa / Tonik Ensemble / Torres (US) / Þriðja Hæðin / úlfur úlfur / Vaginaboys / Adia Victoria (US) / Vök / Warm Graves / Warpaint (US) / Yamaho / Conner Youngblood (US) / VIO / Ylja

Iceland Airwaves fer fram 2.- 6 Nóvember , og er miðasala inni á tix.is. Einnig eru pakkar í boði hjá Icelandair en þá má finna hér.

Fleiri listamenn tilkynntir á Iceland Airwaves

The Sonics (US), Warpaint (US), Minor Victories(UK), Kate Tempest (UK), Samaris, Singapore Sling + 40 listamenn bætast við Iceland Airwaves 2016.

Hér að neðan má sjá alla þá listamenn sem tilkynntir hafa verið: Agent Fresco / Amabadama / Sturla Atlas / Auður / Petur Ben / Soffía Björg / Aron Can / Hannah Lou Clark (UK) / Axel Flóvent / Fufanu / GKR / Glowie / Emmsjé Gauti / Unge Ferrari (NO) / Fews (SE/US) / dj flugvél og geimskip / Futuregrapher / Dolores Haze (SE) / Hildur / Himbrimi / Julia Holter (US) / HórMónar / IamHelgi / The Ills (SK) / Silvana Imam (SE) / Einar Indra / Jennylee (US) / Karó / Liima (DE) / Lush (UK) / Mammút / Kælan Mikla / Milkywhale / Minor Victories (UK) / múm with Kronos Quartet (US) / Máni Orra / Pink Street Boys / PJ Harvey (UK) / Puffin Island / Reykjavíkurdætur / Samaris / Mr.Silla / Singapore Sling / The Sonics (US) / Emil Stabil (DE) / Steinar / Kate Tempest (UK) / This is the Kit (UK) / Tonik Ensemble / Torres (US) / úlfur úlfur / Vök / Warpaint (US) / Dj Yamaho / VIO

PJ Harvey mun spila í Valsheimilinu, Sunnudaginn 6. November Vinsamlega athugið að ekki þarf sérmiða á tónleikana á sunnudagskvöldið í Valsheimilinu. Allir miðahafar Iceland Airwaves fá aðgang á meðan húsrúm leyfir. Varðandi múm ásamt Kronos Quartet í Eldborg, Hörpu föstudaginn 4. nóvember Tónleikarnir eru innifaldir í miðaverði en sérmiðar á þá verða afhentir í hádeginu á fimmtudeginum 3.nóvember í Hörpu. Fyrstir koma fyrstir fá er reglan sem gildir.

PJ Harvey á Airwaves

Nú rétt í þessu var tilkynnt um fyrstu listamennina sem hafa verið bókaðir á næstu Iceland Airwaves hátíð. Þar er stærsta nafnið vafalítið breska rokkgyðjan PJ Harvey. Hin bandaríska Julia Holter mun einnig stíga á stokk og hljómsveitin múm mun koma fram með hinum virta Kronos strengjakvartetti frá San Fransisco. Aðrir listamenn sem tilkynnt var um eru Mr. Silla, GKR, Axel Flóvent, Reykjavíkurdætur, Mammút, Sturla Atlas og Lush. Iceland Airwaves hátíðin fer fram á hinum ýmsu stöðum í miðbæ Reykjavíkur 2.-6. nóvember næstkomandi.

Laugar- og sunndagskvöld á Airwaves

Mynd: Alexander Matukhno

Ég hóf fjórða í Airwaves á off-venue tónleikum Helga Vals í Bíó Paradís. Það var afslappaðra en tónleikarnir í Iðnó kvöldið áður og hann brá meðal annars á leik með tveimur frábærum ábreiðum af rapparanum Saul Williams. Á fjórða degi eru menn nokkuð lúnir ég setti því batteríin í hleðslu fram að tónleikum indísveitarinnar Beach House í Silfurbergi. Þau léku sitt hæglætis draumapopp af öryggi en eitthvað var þó um tæknilega örðugleika sem ollu pirringi hjá hljómsveitinni. Þá hefði líklega verið skemmtilegra að sjá þau á minna sviðið en algjörlega troðpökkuðum Silfurbergssalnum.

 

Næst hélt ég yfir á helíum hello kitty popparann QT og hafði enga hugmynd um við hverju ég ætti að búast, vissi ekki einu sinni hvort þetta var hljómsveit eða einstaklingur, stelpa eða strákur. Það sem við mér blasti á sviðinu var, að því er virðist, stelpa með bleikt hár að fremja einhvers konar DJ sett. Tónlistin var vissulega í anda PC Music en einnig var einstaka Rihönnu rímixi hent með.

 

Træbalískt stærðfræðirokk

 

Þvínæst voru það stærðfræðirokkararnir í Battles sem fluttu dáleiðukennda og træbalíska súrkálstónlist með flottasta trommara hátíðarinnar hingað til, einn diskurinn hans var í ca tveggja metra hæð á trommusettinu. Þá var það bara hið íslenska kóngafólk danstónlistarinnar, hinn háheilagi Gusgus flokkur, sem áttu eftir að slá botninn í kvöldið. Þeir keyrðu allt í botn eins og þeirra er von og vísa, fóru um lendur helstu slagara og prufukeyrðu meiraðsegja nýtt lag sem hljómaði feikivel.

 

Á sunnudeginum var Vodafone höllin það eina sem komst að. Ég mætti einungis til að komast að talsverðri seinkun en náði í smávegis af Agent Fresco áður en ég fór upp í Extreme Chill salinn þar sem DJ Flugfél og Geimskip var í góðri framúrstefnusveiflu. Úlfur Úlfur héldu salnum við efnið í miklu stuði en eru bara ekki alveg mitt kaffi of choice.

 

Eins breskt og það gerist

 

Á eftir þeim á stóra sviðinu var svo breska sveitin Sleaford Mods, og hún er alveg eins bresk og þær gerast. Einhvers staðar mitt á milli The Streets og The Fall, úber breskur hreimur „söngvara“ sem talar/hrækir út úr sér lýsingu á lífi bresku lágstéttarinnar og ádeilu á kapítalisma og óréttlæti. Eða það segir mér fólk, því ég heyrði ekki neitt fyrir hreimnum. Svo gerði hinn gaurinn ekki neitt nema að ýta á play á tölvu og kinka kolli og drekka bjór. Nokkuð sérstakt allt saman.

 

This is the End

 

En allir voru að bíða eftir Hot Chip og þeir sviku engan í þetta fjórða skipti sem þeir koma fram á Íslandi. Maður fann gólfið í Vodafone höllinni dúa þegar allur salurinn hoppaði í takt í Over and Over og Ready for the Floor og Bruce Springsteen smellurinn Dancing in the Dark framkallaði alsælu hjá ungum sem öldnum. Þá var það bara síðustu tónleikar hátíðarinnar og lokatónleikar Árna Vill sem er víst á förum frá FM Belfast. Þau héldu uppi þeirri dúndrandi stemmningu sem Hot Chip höfðu skapað og dönsuðu á nærbuxunum inn í nóttina eins og enginn væri mánudagurinn daginn eftir. Airwaves 2015 var lokið og við teljum niður í næstu. Sjáumst þar.

 

Davíð Roach Gunnarsson

Föstudagskvöldið á Airwaves

Mynd:  Alexander Matukhno

Ég hóf föstudagsdagskránna eins og fyrri daga á off-venu í Bíó Paradís. Þar sá ég bandaríska pönkpopp-bandið Hey Lover þéttri keyrslu. Einfaldleikinn var í fyrirrúmi og bílskúrsrokk í anda Ramones ómaði. Það var engri nótu eða slagi ofaukið, allt var akkúrat eins og það átti að vera. Sykur hækkuðu stemmninguna um 110% með galsafullu rafpoppi sem ætlaði útlendingana að æra, það var crowdsörfað í bíóinu og villtasta andrúmsloft off-venuesins hingað til.

 

Á eftir gleðipoppinu hélt í þveröfuga átt til að sjá níhílísku rokkstofnunina Singapore Sling spila í plötubúðinni 12 tónum. Sling eru rokk alla leið og gefa engan afslátt. Þarna var fídbakk sem þú fannst á eigin skinni og fyrirlitning og tómhyggja draup af hverjum gítarhljómi. Enginn með sólgleraugu en allir með læti. Rokk í caps lock. Ég rölti næst yfir á Lord Pusswhip á Bar Ananas sem framleiddi skynvillukennt hip hop í hæsta gæðaflokki. Hljóðheimurinn er eins og hryllingsmyndasándtrökk í bland við eitilhörð bít. Þá hafði hann rapparann Svarta Laxness sér til halds og traust sem lagði þétt rímuakkeri við framsækna tónlistina.

 

Hinn íslenski Good Moon dansflokkur

 

Ég hóf leikinn á alvöru dagskránni með Helga Val Iðnó sem hefur umkringt sig með ótal hæfileikaríkum tónlistarmönnum. Hann og þeir fluttu lög Helga Vals af fádæma öryggi í síðasta laginu, Love, love, love, love, var öllu tjaldað til með hetjugítarsólói, rappi og öllum pakkanum. Good Moon Deer var í Norðurljósasal Hörpu og bauð upp á skrýtnasta sjó þessarar hátíðar en með honum á sviðinu voru ca níu nútímadansarar og viðvið sögu kom mjólkurkanna, umferðarkeila og risastór fáni.

 

Ég náði svo í lokin á Hjaltalín en það er langt síðan ég sá þau síðast. Spilamennskan var í hæsta gæðaflokki og bæði hljóð og ljós í Silfurbergi til mikillar fyrirmyndar. Söngur Högna og Sigríðar gjörsamlega dáleiðandi og allt einhvern veginn á hárréttum stað, hvert einasta slag og nóta útpæld, og engu ofaukið. Ég hjólaði svo í snarhasti yfir í Iðnó þar sem Oyama rokkaði af mikilli yfirvegun. Sérstaklega fannst mér gaman að heyra ábreiðu þeirra af Vinur Vina Minna og ég veitti því athygli að einn áhorfandi bókstaflega faðmaði hátalarann.

 

Allar leiðir liggja til Ariel Pink

 

Ég skaust svo yfir á Nasa til að sjá kanadíska indíbandið Braids, sem fluttu framsækið popp og trommuleikarinn þeirra vakti athygli mína með algjörri þrumu keyrslu. Svo hjólaði ég aftur til baka í Hörpu þar sem Grísalappalísa fóru á kostum eins og þeirra er von og vísa. Skepta var í rokna stuði í Listasafninu og grjóthart grime-rappið lagðist vel í troðpakkað Hafnarhúsið. Ariel Pink var hins vegar aðalnúmerið í mínum bókum þetta kvöld og hjólaði ég því í þriðja skiptið þetta kvöld yfir í Hörpu og svo beinustu leið upp í Silfurberg.

 

Ariel Pink er ákaflega kynlegur kvistur en hann var klæddur eins og umrenningur og sviðsframkoman var út um allt. Hljómsveitin hans var frábær og lék frjóa skynvillupoppið hans Ariel af miklu öryggi. Ég neyddist þó til að fara af dýrðinni til að ná síðustu lögunum með H099009 á Nasa. Þetta var alveg eitilhart og pönkað hip hop, í anda sveita eins og Death Grips og clipping. Frábær endir á kvöldinu

 

Davíð Roach Gunnarsson