Earl Sweatshirt gerir plötu sína aðgengilega

 

Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall hefur Earl Sweatshirt stimplað sig rækilega inn í rappheiminn og hafa margir beðið með vatnið í munninum eftir fyrstu plötu hans Doris. Earl er þekktastur fyrir að vera hluti af Odd Future grúbbunni og hefur platan verið sett á netið í gegnum síðu sveitarinnar en hún var ekki væntanleg fyrr en 20. ágúst.
Fjöldi tónlistarmanna ljáir Earl rödd sína á plötunni t.d. Mac Miller, Tyler, the Creator, Domo Genesis og rappandi Frank Ocean sem fer á kostum og lætur Chris Brown heyra það.

Hlustið hér.

Straumur 22. júlí 2013

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá AlunaGeorge, Crystal Stilts, M-band, Disclosure og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á X-inu 977 á slaginu 23:00!

1) Best Be Believing – AlunaGeorge
2) F For You (Totally Enormous Extinct Dinosaurs remix) – Disclosure
3) Lost & Found – AlunaGeorge
4) Kaleidoscope Love – AlunaGeorge
5) Speed Of Dark – Emilíana Torrini
6) All Is Love – M-band
7) Sinking Stone – Gems
8) Elevate – St. Lucia
9) Rebirth – Yuck
10) Star Crawl – Crystal Stilts
11) An Impression – No Age
12) Recollection – Keep Shelly In Athens
13) Hive (featuring Vince Staples & Casey Veggies) – Earl Sweatshirt
14) The Truth – Dr. Dog
15) Prince’s Prize – Fuck Buttons
16) The Weight Of Gold – Forest Sword