Nú hafa fyrstu listamennirnir sem munu spila á næstu Sónar hátíð í Reykjavík verið tilkynntir og þar ber hæst Major Lazor hópinn sem leiddur er af Diplo. Lagið Get Free var feikivinsælt á síðasta ári og að mati þessarar síðu annað besta lag ársins, og platan Free The Universe sem kom út í byrjun þessa árs var reggískotinn partýbræðingur af bestu sort. Þá mun Daphni koma fram á hátíðinni, en það er hliðarverkefni Daniel Snaith sem er best þekktur sem Caribou, en hann sótti Ísland heim undir því nafni árið 2011 og hélt stórbrotna tónleika á Nasa. Þá hefur þýski plötusnúðurinn Kölsch verið bókaður og íslensku sveitirnar Hjaltalín, Sykur og Sometime hafa verið staðfestar. Sónar hátíðin fer fram í Hörpu dagana 13. til 15. febrúar næstkomandi en hún var fyrst haldin hér á landi í febrúar á þessu ári en umfjöllun straum.is um hátíðina má nálgast hér. Miðasala á hátíðina fer fram á midi.is og hægt er að hlusta á Major Lazer og Daphni hér fyrir neðan.
Tag: Daphni
Smáskífa frá Daphni
Dan Snaith sem er best þekktur undir nafninu Caribou sleppti frá sér laginu Pairs í gær. Snaith gefur lagið út undir hliðarverkefni sínu Daphni sem hann notar til að gefa út tónlist með elektrónískari áherslum. Lagið verður að finna á plötunni JIAOLONG sem kemur út þann 9. október næstkomandi. Daphni er þriðja nafnið sem Snaith notast við, en hann hóf feril sinn undir nafninu Manitoba. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á lagið Pairs.
Dan Snaith öðru nafni Caribou gefur út plötu
Dan Snaith, sem er best þekktur undir nafninu Caribou,mun gefa út plötuna JIAOLONG þann 9. október næstkomandi. Plötuna sendir hann frá sér undir nafninu Daphni, sem hann notar til að gefa út tónlist með elektrónískari áherslum. Þetta er þriðja nafnið sem Snaith notast við, en hann hóf feril sinn undir nafninu Manitoba. Hér fyrir neðan er myndband við fyrstu smáskífuna af plötunni, sem nefnist Ye Ye.