Nicolas Jaar remixar Cat Power

Hinn ungi og hæfileikaríki tónlistarmaður Nicolas Jaar tók að sér að endurhljóðblanda nýjustu smáskífu Cat Power – Cherokee. Cherokee verður að finna á plötunni Sun sem er fyrsta plata Cat Power með eigin efni í sex ár.  Hægt er að hlusta á endurhljóðblöndu Jaar hér fyrir neðan.

      1. Cherokee (Nicolas Jaar Remix)

mp3 

      2. Cherokee (Nicolas Jaar Remix)

 

Cat Power gefur loksins út

Tónlistarkonan Chan Marshall, betur þekkt undir listamannsnafninu Cat Power, gefur út sína 9. plötu – Sun þann 4. september næstkomandi. Platan er hennar fyrsta í sex ár sem inniheldur  eigið efni. Árið 2006, stuttu eftir að hún sendi frá sér plötuna Jukebox, tilkynnti Cat Power um plötuna Sun, sem var þá öll samin. Síðan þá hefur ýmislegt gengið á í einkalífi Marshall sem hefur tafið upptökur á plötunni, m.a. stormasamt samband  við leikarann Giovanni Ribisi, en eftir að því lauk snemma á þessu ári ákvað hún að drífa sig í studió til að klára plötuna. Á plötunni er talsvert meira um raftónlistar áhrif en á öðrum plötum Cat Power og hún notast mikið við tölvutrommur og hljóðgervla á henni. Hlustið á titillagið Sun og Manhattan hér fyrir neðan.

 

Sun

      1. 02 Sun

Manhattan

      2. 08 Manhattan