Í kvöld fara fram tónleikar í gamla Ellingsen húsinu úti á Granda undir yfirskriftinni konur í tónlist. Um er að ræða tónlistarviðburð haldin af konum og með konur í forsvari. Það er hljómsveitin Grúska Babúska sem heldur tónleikana, en auk hennar koma fram Sóley, Samaris, Mr. Silla og Dj Flugvélar og Geimskip. Húsið opnar kl. 20.30, en tónleikarnir hefjast kl. 21. Aðgangur er ókeypis. Hlustið á lagið daradada með Grúsk Babúska hér fyrir neðan.