Draumkennda alternative hljómsveitin Mazzy Star hefur verið starfrækt frá árinu 1988 með nokkrum hléum og á þeim tíma gefið út þrjár plötur og er sú fjórða Season Of Your Day væntanleg þann 24. September. Síðasta breiðskífa Mazzy Star Among My Swan kom út árið 1996 en sveitin virðist engu hafa gleymt og hafa þau sent frá sér lagið „California“ því til staðfestingar.