Azealia Banks sendi fyrr í kvöld frá sér ábreiðu af laginu Barely Legal sem er að finna á fyrstu plötu hljómsveitarinnar The Strokes – Is This It frá árinu 2001. Banks er ekki óvön því að senda frá sér slíkar ábreiður, hún sendi t.d frá sér lagið Slow Hands eftir hljómsveitina Interpol fyrir nokkrum árum.
Author: olidori
Thom Yorke dansar á ný
Thom Yorke söngvari Radiohead hefur tekið fram dansskóna á nýjan leik fyrir myndband við lagið Ingenue af plötu stjörnubandsins Atoms For Peace en Yorke er þar fremstur meðal jafningja. Síðast mátti sjá Yorke dansa í myndbandinu við lagið Lotus Flower af síðustu plötu Radiohead The King of Limbs frá árinu 2011.
Lady Boy Records fagna útgáfu
Nýstofnuð plötuútgáfa að nafninu Lady Boy Records mun halda útgáfuhóf í tilefni af útgáfu á safnplötunni Lady Boy Records 001 á Volta á föstudaginn. Að plötuútgáfunni standa þeir Frímann Ísleifur Frímannsson og Nicolas Kunysz og kom safnplatan út á kassettu í takmörkuðu upplagi á dögunum. Húsið opnar klukkan 21 og tónleikarnir hefjast klukkan 22. Þeir listamenn sem koma fram eru:
X.O.C. Gravediggers Inc.(/Apacitated)
Harry Knuckles
Nicolas Kunysz
Futuregrapher
Quadruplos
Rafsteinn
ThizOne
Krummi
Bix
Miðaverð er 500 kr og verður kassettan til sölu um kvöldið á 3000 krónur. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á plötuna.
Fleiri listamenn bætast við Iceland Airwaves
Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag um 8 listamenn sem munu koma fram á hátíðinni dagana 30. október til 3. nóvember á þessu ári. Þeir listamenn sem tilkynntir voru eru; Múm, Sin Fang, danska söngkonan MØ, Bloodgroup, Metz frá Kanada, Young Dreams frá Noregi, Oyama og Sumie Nagano frá Svíþjóð.
Bowie sendir frá sér myndband við nýtt lag
Goðsögnin David Bowie sendi frá sér annað myndbandið fyrir lag af væntanlegri plötu sinni The Next Day í gærkvöldi. Myndbandið er við lagið The Stars (Are Out Tonight) og leikur Bowie í því sjálfur ásamt leikkonunni Tilda Swinton.
Bowie hefur látið lítið fara fyrir sér undanfarin ár en þetta verður fyrsta breiðskífa hans frá því Reality kom út árið 2003. Upptökum á plötunni stjórnaði Tony Visconti sem hefur áður unnið með Bowie, meðal annars á plötunum Young Americans, Low og Heroes. Hægt er að horfa á myndbandið við lagið, The Stars (Are Out Tonight), hér fyrir neðan en söguþráður þess er sá að venjulegt par (leikið af Bowie og Swinton) er elt uppi af öðru pari öllu frægara.
Straumur 25. febrúar 2013
Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Shlohmo, Kavinsky, Youth Lagoon, Charli XCX, Shout Out Louds og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld fra 23:00 á Xinu 977!
1. hluti:
2. hluti:
3. hluti:
1) Dropla – Youth Lagoon
2) Sacrilege – Yeah Yeah Yeahs
3) Attic Doctor – Youth Lagoon
4) Third Dystopia – Youth Lagoon
5) That Awful Sound – Jackson Scott
6) Sugar – Shout Out Louds
7) You (Ha Ha Ha) (Lindstrøm remix) – Charli XCX
8) Out Of Hands – Shlohmo
9) Later – Shlohmo
10) Pretty Boy (Peaking Lights remix) – Young Galaxy
11) Get Free (ft Amber from Dirty Projectors) (Yellow Claw Get Free Money remix) – Major Lazer
12) Rampage – Kavinsky
13) Rattlesnake Highway – Palma Violets
14) Open The Door – The Men
15) So Blue – Low
Fyrsta smáskífan af fjórðu plötu Yeah Yeah Yeahs
Fyrsta smáskífan af fjórðu plötu New York sveitarinnar Yeah Yeah Yeahs var frumflutt fyrr í dag. Lagið heitir Sacrilege, inniheldur gospelkór og verður að finna á plötunni Mosquito sem kemur út 16. apríl næstkomandi á vegum Interscope. David Sitek úr hljómsveitinni TV On The Radio stjórnaði upptökum með hjálp frá Nick Launay.
Fyrstu listamennirnir tilkynntir á Aldrei fór ég Suður
Tíunda Aldrei fór ég suður hátíðin fer fram á Ísafirði dagana 29. og 30. mars næstkomandi. Umstillingarnefnd hátíðarinnar tilkynnti fyrr í kvöld fyrstu listamennina sem koma fram í ár. Þeir eru: Borko, Duro, Futuregrapher, Jónas Sig, Langi Seli, Oyama, Prinspóló og Ylja. Það má lesa nánar um þessa listamenn á vef Aldrei fór ég suður.
Raftónlistarkvöld til heiðurs Biogen
Á næsta laugardag mun fara fram raftónlistarkvöld til minningar um raftónlistarmanninn Sigurbjörn Þorgrímsson sem var þekktastur undir listamannsnafninu Biogen. Kvöldið er haldið undir yfirskriftinni Babel, sem var minna þekkt listamannsnafn Sigurbjarnar sem lést fyrir tveimur árum. Kvöldið er haldið af Weirdcore samsteypunni í samstarfi við Möller forlagið á skemmtistaðnum Dolly frá klukkan 22:00 til 1:00 þann 23. febrúar en Sigurbjörn hefði orðið 38 ára á miðnætti það kvöld.
Þeir tónlistarmenn sem heiðra minningu Biogen þetta kvöldið eru Futuregrapher & Árni Vector, Tanya & Marlon, Bix, Agzilla, Thizone, Beatmakin Troopa og Skurken, ásamt því sem spilað verður viðtal við Biogen sem Hallur Örn Árnason tók á sínum tíma.
Sigurbjörn Þorgrímsson var einn af frumkvöðlum í íslensku dans- og raftónlistarsenunni. Hann var meðlimur í reifsveitinni Ajax og naut mikillar virðingar fyrir tónlist sína innanlands sem utan. Hann gaf út 3 plötur undir viðurnefninu Biogen ásamt því að gefa út plötuna ‘B-Sides The Code Of B-Haviour’ hjá Elektrolux forlaginu undir listamannsheitinu Babel.
Straumur 18. febrúar 2013
Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni með Kurt Vile, The Knife, Atoms For Peace, Youth Lagoon, The Strokes og mörgum fleirum. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá 23:00 á X-inu 977!
1. hluti:
2. hluti:
3. hluti:
1) Retrograde (Ion The Prize remix) – James Blake
2) All The Time – The Strokes
3) Walkin On A Pretty Day – Kurt Vile
4) Light Out – Javelin
5) Judgement Nite – Javelin
6) A Tooth For an Eye – The Knife
7) Entertainment – Phoenix
8) A Tattered Line Of String – The Postal Service
9) Before Your Very Eyes – Atoms For Peace
10) Dropped – Atoms For Peace
11) The Cleansing – ∆ ∆
12) Domo23 – Tyler, The Creator
13) Daydream (Mörk’s Epic Snare Remix) – Youth Lagoon
14) Mute – Youth Lagoon