Árslisti Straums 2013

Hér má hlusta á fyrri árslistaþátt Straums yfir 30 bestu plötur ársins. Talið niður frá 30. sæti í það 16.

 

Hér má svo hlusta á seinni  árslistaþátt Straums yfir 30 bestu plötur ársins. Talið niður frá 15. sæti í það 1.

 

 

30) Roosevelt – Elliot EP

Hinn þýski Roosevelt býður hér upp á fjögur stórskemmtileg danslög með hinum samnefnda Elliot fremstum í flokki.

 

 

29) Mazzy Star – Season Of Your Day

Það tók Mazzy Star 15 ár að klára sína fjórðu plötu Season Of Your Day sem er vel biðarinnar virði.

 

 

28) Factory Floor – Factory Floor

Breska raftríóið Factory Floor sem er eitt af aðalsmerkjum DFA útgáfunnar um þessar mundir sýnir fram á taktfastan trylling á sinni fyrstu plötu.

 

 

 

27) Autre Ne Veut – Anxiety

Draumkennd og silkimjúk plata úr smiðjum bandaríska tónlistarmannsins Arthur Ashin.

 

 

26) Swearin’ – Surfing Strange

Philadelphia hljómsveitin Swearin’ sem inniheldur m.a. tvíburasystur tónlistarkonunnar Waxahatchee sannar að lo-fi rokk lifir enn góðu lífi á Austurströnd Bandaríkjanna.

 

 

25) Janelle Monáe – The Electric Lady

Janelle Monáe fylgdi á eftir sinni fyrstu plötu The ArchAndroid frá árinu 2010 með öðru stórvirki þar sem má finna áhrif allt frá sálartónlist, gospeli, Jazz, hip-hopi og rokki.

 

 

24) Darkside – Psychic

Nicolas Jaar tók höndum saman við gítarleikarann Dave Harrington á þessari heilsteyptu og fögru plötu.

 

 

23) Torres – Torres

Hin 22 ára Mackenzie Scott frá Nashville í Tennessee gengur undir listamannsnafninu Torres. Torres sendi frá sér samnefnda plötu í janúar sem er uppfull af trega, sorg og sannfæringu. Ein af heiðarlegri plötum þessa árs.

 

 

22) Earl Sweatshirt – Doris

Thebe Neruda Kgositsile, betur þekktur undir listamannsnafninu Earl Sweatshirt, gaf út sitt fyrsta mixtape árið 2010 þá aðeins 16 ára gamall. Eftir að hafa verið sendur í heimavistarskóla fljótlega eftir útgáfu þess hafa margir tónlistarspekingar beðið eftir hans  fyrstu stóru plötu sem kom út í ár og olli engum vonbrigðum.

 

 

21) Blondes – Swisher

Rafdúóið Blondes frá New York gáfu út sína aðra plötu á árinu sem á ekki eingöngu heima á dansgólfinu.

 

Plötur í 20. – 11. sæti

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *