Bandaríska hljómsveitin Surfaris var fyrsta sveitin til að gefa út brimbretta lag sem jafnframt var jólalag. Hljómsveitin gaf lagið Surfer’s Christmas List út árið 1963 og voru því ári á undan Beach Boys sem gáfu út jólaplötu árið 1964. Árið 1965 fylgdi svo brimbrettasveitin The Ventures frá Tacoma í Washington í kjölfarið og gáfu út jólaplötu sem innhélt frábæra ábreiðu af hinu sígilda jólalagi Sleigh Ride.