Listamaðurinn Child of Lov sendi frá sér eiturhressa smellinn Heal síðasta haust og nú hefur litið dagsins ljós myndband við aðra smáskífu af væntanlegri plötu hans. Lagið heitir Give Me og hljómurinn er sótsvart og saurugt fönkgrúv sem gæti hafa komið úr smiðju Madlib. Á komandi breiðskífu nýtur hann meðal annars aðstoðar Damons Albarn og rapparans MF Doom, en persóna listamannsins sjálfs er þó enn á huldu. Hér fyrir neðan má horfa á myndbandið ásamt myndbandinu við Heal.
Month: January 2013
Straumur 7. janúar 2013
Í fyrsta Straumi ársins verður fyrsta sólóplata Christopher Owens sem áður var í hljómsveitinni Girls tekin fyrir. Einnig verður fjallað um nýtt efni frá AlunaGeorge, Active Child, Factory Floor, Pulp og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 klukkan 23:00 í kvöld.
1. hluti:
2. hluti:
3. hluti:
1) After You – Pulp
2) Diver – AlunaGeorge
3) Lysandre – Christopher Owens
4) New York City – Christopher Owens
5) Riviera Rock – Christopher Owens
6) Fall Back – Factory Floor
7) On The Edge – Angel Haze
8) No Problems – Azealia Banks
9) Say That – Toro Y Moi
10) Never Matter – Toro Y Moi
11) Cheater – Love & Fog
12) Girls Want Rock – Free Energy
13) Honey – Torres
14) His Eye Is On The Sparrow
Pedro Pilatus rímixar Pascal Pinion
Logi Pedro, sem í dagvinnunni sinni höndlar bassann í Retro Stefson, framleiðir einnig raftónlist undir nafninu Pedro Pilatus og hefur gefið frá sér EP plötu og fjölda laga undir því nafni. Í dag sendi hann frá sér endurhljóðblöndun af laginu Rifrildi af nýjustu plötu Pascal Pinion. Hljómurinn er nokkuð feitari en í hinni angurværu upprunalegu útgáfu og botninn er í aðalhlutverki. Það mætti segja að þetta væri hálfgildings dubstep útgáfa og hún er tilvalin til að fleyta manni inn í helgina. Hlustið á báðar útgáfur hér fyrir neðan.
In Guards We Trust
Indie-rokk hljómsveitin Guards var að senda frá sér kynningarmyndband með nýju lagi fyrir væntanlega fyrstu plötu sveitarinnar In Guards We Trust sem kemur út 5. febrúar. Guards er hugarfóstur Richie Follin, bróðir Madeline Folin söngkonu hljómsveitarinnar Cults. Richie er einnig fyrrverandi gítarleikari þeirrar hljómsveitar.
Angel Haze vs Azealia Banks
Angel Haze sendi frá sér lagið On The Edge í dag, stuttu á eftir rifrildi við Azealia Banks á Twitter, þar sem hún skýtur föstum skotum að kollega sínum. Rifrildið byrjaði milli rapparana tveggja sem eru báðar frá New York þegar Banks setti inn skilaboð á Twitter um fólk sem væri að þykjast vera frá borginni. Haze tók þessi ummæli til sín og hóf orðaskak á samskiptavefnum. Hér er hægt að lesa orðaskiptin milli þeirra. Hlustið á lagið fyrir neðan.
On The Edge:
MP3:
Uppfært 4/01/2013 klukkan 17:11
Azealia Banks svarar Angel Haze með lagi sem hún gerði með Machinedrum:
Nýtt frá Local Natives
Hljómsveitin Local Natives frá Orange County í Kaliforníu sendu frá sér lagið Heavy Feet rétt í þessu. Lagið verður á væntanlegri plötu sveitarinnar Hummingbird sem kemur út síðar í þessum mánuði. Platan fylgir á eftir hinni frábæru plötu Gorilla Manor sem kom út í febrúar árið 2010.