Við hittum þau Hallberg Daða Hallbergsson og Elsu Maríu Blöndal forsprakka hljómsveitarinnar Dream Central Station á heimili Hallbergs fyrir stuttu. Hallberg var áður í hljómsveitinni Jakobínarína og Elsa María í Go-Go Darkness. Þau tóku órafmagnaða útgáfu af einu lagi og sögðu okkur m.a. frá sögu sveitarinnar, Berlín og tónleikahaldi hér á landi.
Month: August 2012
Útgáfutónleikar My Bubba & Mi
Nýkántrí hljómsveitin My Bubba & Mi mun halda tvenna útgáfutónleika vegna útgáfu plötunnar Wild & You, sem kom út á vegum Kimi Records fyrir stuttu. Þeir fyrri verða á Græna Hattinum fimmtudaginn 30. ágúst kl. 21 og þeir seinni í Norræna húsinu laugardaginn 1. september kl. 21. Tónlistarkonan Sóley mun koma fram með My Bubba & Mi á báðum tónleikum.
Wild & You er stuttskífa og inniheldur 5 lög eftir þær My Larsdotter frá Svíþjóð og Guðbjörgu Tómasdóttur frá Íslandi. Þær hafa starfað saman sem My Bubba & Mi undanfarin 4 ár og hafa áður gefið út breiðskífuna How It’s Done in Italy. Hlustið á lagið Wild & You hér fyrir neðan.
First Aid Kit heiðra Paul Simon
Bandaríski tónlistarmaðurinn Paul Simon hlaut ásamt landa sínum sellóleikaranum Yo-Yo Ma hin eftirsóttu Polar- tónlistarverðlaun við hátíðlega athöfn í Svíþjóð í gær, en það er Konunglega Sænska Tónlistarakademían sem stendur fyrir verðlaununum. Fengu þeir hvor um sig 1 milljón sænskra króna í verðlaunafé.
Á athöfninni sungu sænsku systurnar úr First Aid Kit – Simon and Garfunkel lagið America til heiðurs Simon sem var staddur í salnum. Í fyrra sungu þær Patti Smith lagið Dancing Barefoot til heiðurs Smith við sama tilefni og mátti sjá tár renna niður kinnar hennar þegar hún fylgdist með flutningi systranna.
Polar-tónlistarverðlaunin voru fyrst afhent árið 1989 fyrir tilstilli Stig Anderson, umboðsmanns sænsku hljómsveitarinnar ABBA, og var Paul McCartney fyrstur til að hljóta þau. Fyrir neðan er hægt að horfa á First Aid Kit heiðra bæði Simon og Smith.
Memory Tapes remixar DIIV
Tónlistarmaðurinn Dayve Hawk, sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Memory Tapes, endurhljóðblandaði á dögunum lagið Follow af fyrstu plötu hljómsveitarinnar DIIV – Oshin sem kom út í sumar. Hlustið á þetta frábæra remix hér fyrir neðan.
Lagalisti Vikunnar – Straumur 216
1. hluti
2. hluti
3. hluti
4. hluti
1) Today Is Supernatural – Animal Collective
2) Andreja 4-ever – Elite Gymnastics
3) Proceed To Memory – Pinpack
4) Tomorrow – Future Islands
5) Your Drums, Your Love – AlunaGeorge
6) Up To Infinity – …And You Will Know Us By The Trail Of Dead
7) Moonjock – Animal Collective
8) Applesauce – Animal Collective
9) Wide Eyed – Animal Collective
10) Father Time – Animal Collective
11) Only Heather – Wild Nothing
12) Fiction – The xx
13) Try – The xx
14) Sunset – The xx
15) New love – Southern Shore
16) All Night Long – Matthewdavid
17) DI – Two Step Horror
18) Flood’s New Light – The Oh Sees
19) Putrifiers II – The Oh Sees
20) Almost Fare – Dinosaur Jr.
21) Fetch – Les Sins
22) New Patterns – The Sea and Cake
23) Mercury Man – Animal Collective
Smáskífa frá Elite Gymnastics
Bandaríska elektró hljómsveitin Elite Gymnastics sendi í dag frá sér smáskífuna Andreja 4-Ever. Hljómsveitin sem áður var samstarf þeirra James Brooks og Josh Clancy, er nú einstaklingsverkefni Brooks eftir að sá síðarnefndi hætti í hljómsveitinni fyrr í þessum mánuði. Hlaðið laginu niður hér fyrir neðan.
mp3
Major Lazer í Kaupmannahöfn – tónleikadómur
Fyrir þá sem ekki vita er ”Major Lazer” hugarfóstur DJ/pródúseranna Diplo og Switch, sem kynntust eftir samstarf þeirra og M.I.A. Sá síðarnefndi yfirgaf þó”projectið” seint á seinasta ári sökum listræns ágreinings og í stað hans kom inn DJ/pródúserinn Jillionaire. Með á sviðinu á Store Vega voru 2 hermannaklæddir dansarar sem og einn vel upp hýpaður Mc sem kunni svo sannarlega að stýra fólki í party-gírinn líkt og um strengjabrúður væru að ræða. Þegar einungis 10 mínútur voru liðnar af settinu klæddi Diplo sig í uppblásna plastkúlu og danaði ofan á áhorfendum í dágóða stund. Þegar Majorinn var á 5 eða 6 lagi var keyrslan orðin gríðaleg og hélt hann fólki á tánum frá upphafi til enda. Af þeim klúbba kvöldum sem ég hef verið á Íslandi eða annarsstaðar í evrópu, hef ég aldrei upplifað jafn mikinn bassa á einu kvöldi, það má með sanni segja að gríðalega danzveisla hafi átt sér stað. Mér fannst það einkenna svolítið tónleikana að Diplo kláraði ekki helming laga sinna. Fyrstu 40 mínúturnar spilaði hann lagabúta frá 0:30-1:30 mínútur sem ég persónulega sé sem frekar stóran mínus, þar sem flest af þessum lögum eru heldur góð danzilög ein og sér, en fólkið í salnum var greinilega ekki sammála mér. Á Major Lazer tónleikum ríkir engin ein tónlistarstefna, kraftmikil dancehall tónlist í bland við taktfast tæknó sem og fusion reggae, hip hop, house og fleira. Diplo veigraði sér heldur ekki við því að remix-a aðra listamenn og gerði það mjög vel á köflum, helst ber þar að nefna Beastie Boy’s hittarann ”Intergalactic”, ”Day and Nite” með Kid Cudi, ”One Love” með Bob Marley og síðazt en ekki sízt Snoop Dogg smellinn ”Drop it like it’s hot” nema hvað að í Major Lazer útgáfunni syngur Snoop textann eitthvað á þessa leið; ”Major Lazer’s in the crip ’ma, drop it like it´s hot”. ”Úr að ofan, úr að ofan, allir úr”, glumdi í strengjabrúðuleikaranum knáa sem svo sannarlega var ekki að gera þetta í fyrsta sinn. Allir sem einn héldu vel blautum bolunum á lofti og þeyttu þeim hring eftir hring. Það má með sanni segja að Diplo og félagar kunni einstakt lag á fólki og verður það ekki af þeim tekið, ókrýndur konungur partýs-ins um ókomna tíð. Þegar upp er staðið heppnaðist kvöldið mjög vel, fólk skemmti sér eins og það bezt gat, en það vantaði helminginn af lögunum sem var synd! Hjalti Heiðar Jónsson |
Myndband frá Major Lazer
Major Lazer sem gefa út plötuna Free The Universe þann 6. nóvember sendu í dag frá sér myndband við lagið Get Free, sem var sumarlag Straums þetta árið. Í myndbandinu sést fólk dansa og skemmta sér og koma bæði Diplo og söngkonan Amber Coffman sem syngur í laginu fram í því. Horfið á það hér fyrir neðan.
Trail of Dead með nýja plötu
Austin rokkararnir í …And You Will Know Us By The Trail Of Dead gefa út sína 8. plötu – Lost Songs 22. október næstkomandi. Hljómsveitin sendi frá sér fyrsta lagið af plötunni í dag sem nefnist Up To Infinity og er tileinkað rússnesku hljómsveitinni Pussy Riot sem nýlega voru dæmdar í 2 ára fangelsi. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.
Prince Rama spila í Reykjavík
Kría Brekkan, sem áður var í hljómsveitinni múm, mætir með föruneyti og hitar upp samkomuna. Hægt er að nálgast miða á midi.is: http://midi.is/tonleikar/1/